Hafa flest ekki tölu á fjölda tattúa Guðný Hrönn skrifar 20. janúar 2018 07:45 Jóhanna, Ruuben, Jason og Auður segja frá sínum eigin húðflúrum. Það er forvitnilegt að fá að skoða húðflúr þeirra sem vinna við að setja tattú á aðra. Við fengum sex húðflúrlistamenn til að segja frá sínum eigin tattúum og flestir eiga þeir það sameiginlegt að hafa ekki lengur tölu á fjölda húðflúranna sem prýða líkama þeirra.Jason Thompson.VÍSIR/STEFÁNJason Thompson á Black Kross TattooHvað ertu með mörg húðflúr? Ég er með helling… þau einhvern veginn byrja á fingrunum og flæða þaðan. Flest tengjast þau við önnur. Ég veit ekki, þetta eru um 55 tattú og svo ermar.Fyrsta tattúið? Það var lógóið fyrir Alva-hjólabrettin, eða kannski Santa Cruz bullet wheels-lógóið. Eitthvað þannig. Ég fékk það þegar ég var 18 ára og faldi það fyrir mömmu minni í heilt ár. Ég fékk tattúið frá mótorhjólagaur heima hjá honum um nótt. Og hann notaði kveikjara sem lýsingu. Ég teiknaði tattúið upp eftir límmiða á bílnum mínum. Þetta kom vel út.Einhver eftirsjá? Eftirsjá, nei, engin. Ég er búin að hylja þau öll með öðrum tattúum fyrir löngu.Hvaða tattú er í uppáhaldi? Það er erfið spurning. Ef ég ætti að velja eitt þá myndi ég segja tattúið sem börnin mín teiknuðu. Ég vildi meira að segja að dóttir mín, þá 7 ára, myndi húðflúra teikningarnar á mig en hávaðinn í tattúbyssunni hræddi hana. Þannig að ég fékk vin min til að gera þetta.Arne Rawe á BleksmiðjunniHvað ertu með mörg húðflúr? Ég ætti að vera með fleiri eftir að hafa unnið sem húðflúrari í 24 ár. En ætli maður gleymi sér ekki stundum. Ég hef undanfarið bara fengið mér tattú eftir að hafa tekið stórar ákvarðanir á tímamótum í lífi mínu. En ég hlakka til að fá mér næsta tattú.Fyrsta tattúið? Þegar ég var 18 ára í Þýskalandi. Ég vissi eiginlega ekkert um tattú. Kíkti bara inn í einhverja vafasama stofu rekna af mótorhjólagengi og fékk „bara eitthvað“. Maður vildi ekki vera með neitt vesen þannig að ég valdi bara eitthvað af veggnum til að komast burt sem fyrst. Tveimur árum síðar byrjaði ég sem lærlingur á þessari sömu stofu, en lagði áherslu á að verða ekki eins og hinir á stofunni.Arne segir tilgangslaust að sjá eftir að hafa fengið sér tattú.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMEinhver eftirsjá? Flest tattúin mín eru eftir vini. Það eru auðvitað margar ástæður fyrir að maður fær sér tattú. Fyrir ástina, upp á gamanið, fyrir eitthvað sem þú þráir eða eitthvað sem þú vilt ekki missa. Eða vegna þess að þú vilt minnast einhvers sem dæmi. En þetta snýst alltaf um lífið, jafnvel þó þetta sé bara skraut.Tattúið verður hluti af þér. Þau eldast með þér og þá þýðir ekkert að sjá eftir þeim.Hvaða tattú er í uppáhaldi? Fyrir nokkrum árum flutti ég úr gamla heimabænum mínum fyrir fullt og allt, til að ferðast um og vinna víða um heim. Ég fékk mér auga á vinstra handarbakið, til marks um þessi kaflaskil. En þetta tattú hefur verið lukkugripur sem hefur minnt mig á að hafa opinn huga og taka því sem lífið hefur upp á að bjóða opnum örmum. Og þetta hefur skilað mér bestu árum lífs míns. Ég settist loksins að á Íslandi, á dásamlega kærustu og fallegan son.Ruuben gerði fyrsta tattúið á sig sjálfur.VÍSIR/STEFÁNRuuben á Black Kross TattooHvað ertu með mörg húðflúr? Ég veit það ekki, meira en 45 eða 50, það eitt er víst.Fyrsta tattúið? Ég var 12 ára og gerði það sjálfur með öryggisnælu og skrifbleki.Einhver eftirsjá? Já, eitthvað. Þess vegna er ég að láta leisera þau af svo ég geti fengið mér ný.Hvaða tattú er í uppáhaldi? Litrík hauskúpa á hægri handlegg, sem er enn verið að vinna í.Jóhanna er með nokkur húðflúr sem pirra hana enda byrjaði hún ung að fá sér tattú.VÍSIR/VILHELMJóhanna Geirdal á BleksmiðjunniHvað ertu með mörg húðflúr? Ég get ekki talið húðflúrin, ætli þau renni ekki saman í eitt stórt, frá tám og upp.Fyrsta tattúið? Ég hef verið sirka 16 ára og fór til Jóns Páls, það eru um 16 ár síðan. Mamma bannaði mér að fá mér hljómsveita „tribute“ svo ég fékk mér litla rós á ökklann sem ég fann í „flash“-möppu. Ég hefði betur fengið mér Manson-eldinguna.Einhver eftirsjá? Já, ég er með nokkur sem pirra mig, enda byrjaði ég ung að fá mér flúr. En þá er bara að krota yfir þau.Hvaða tattú er í uppáhaldi? Ég á nokkur uppáhalds, ref sem dóttir mín teiknaði þegar hún var 7 ára og Daria setti á mig. Batman sem er að gráta og Sigrún setti á mig, Nick Cave á sköflungnum sem Ingi gerði og Halloween-tribute á lærið sem Dagur gerði. Örninn á bakinu sem Arne gerði er líka uppáhalds. Það er langt síðan Búri taldi húðflúrin sín.VÍSIR/VILHELMBúri á Íslenzku HúðflúrstofunniHvað ertu með mörg húðflúr? Það eru mörg ár síðan ég taldi húðflúrin mín, þetta er meira og minna runnið saman í ermar og skálmar.Fyrsta tattúið? Fyrir um það bil 18 árum síðan, það er „cartoon“-engill á framhandlegg.Einhver eftirsjá? Nei, þótt ég sé með ýmislegt sem ég myndi ekki endilega fá mér í dag, þá hefur eftirsjá aldrei komið upp, þetta eru eftir allt minningar um það hver ég var þegar ég fékk mér flúrið.Hvaða tattú er í uppáhaldi? Ætli það sé ekki jólaþema-tattúið mitt.Auður Elísabetardóttir á Íslenzku HúðflúrstofunniHvað ertu með mörg húðflúr? Ég er með um 13 plús ermi.Fyrsta tattúið? Ég pantaði tímann í fyrsta tattúið mitt á 18 ára afmælisdaginn minn og fékk það nokkrum dögum seinna. Þetta er pínulítill fílsungi sem ég teiknaði sjálf á hægri hásin.Auður pantaði sér tíma í tattú strax á 18 ára afmælisdaginn sinn.VÍSIR/VILHELMEinhver eftirsjá? Ég sé ekki beint eftir neinu flúri sem ég er með. En ég er hins vegar með slæmar minningar tengdu einu flúrinu. Ég er með teikningu úr Valhallar-teiknimyndasögunum af hröfnum Óðins á handleggnum. Ég gekk inn á einhverja stofu í San Francisco og fékk tíma samdægurs.Flúrarinn var svo hrikalega dónalegur og hún og lét mér líða svo mikið eins og ég væri að trufla hana allan tímann að mér hefur alltaf liðið hálf skringilega gagnvart flúrinu mínu. Ég hef verið harðákveðin síðan ég byrjaði að flúra að láta aldrei neinn af mínum kúnnum líða svona.Hvaða tattú er í uppáhaldi? Mér finnst nánast ómögulegt að gera upp á milli náttfiðrildanna fyrir ofan hnén á mér og ermarinnar minnar sem Búri er enn að vinna í. Húðflúr Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
Það er forvitnilegt að fá að skoða húðflúr þeirra sem vinna við að setja tattú á aðra. Við fengum sex húðflúrlistamenn til að segja frá sínum eigin tattúum og flestir eiga þeir það sameiginlegt að hafa ekki lengur tölu á fjölda húðflúranna sem prýða líkama þeirra.Jason Thompson.VÍSIR/STEFÁNJason Thompson á Black Kross TattooHvað ertu með mörg húðflúr? Ég er með helling… þau einhvern veginn byrja á fingrunum og flæða þaðan. Flest tengjast þau við önnur. Ég veit ekki, þetta eru um 55 tattú og svo ermar.Fyrsta tattúið? Það var lógóið fyrir Alva-hjólabrettin, eða kannski Santa Cruz bullet wheels-lógóið. Eitthvað þannig. Ég fékk það þegar ég var 18 ára og faldi það fyrir mömmu minni í heilt ár. Ég fékk tattúið frá mótorhjólagaur heima hjá honum um nótt. Og hann notaði kveikjara sem lýsingu. Ég teiknaði tattúið upp eftir límmiða á bílnum mínum. Þetta kom vel út.Einhver eftirsjá? Eftirsjá, nei, engin. Ég er búin að hylja þau öll með öðrum tattúum fyrir löngu.Hvaða tattú er í uppáhaldi? Það er erfið spurning. Ef ég ætti að velja eitt þá myndi ég segja tattúið sem börnin mín teiknuðu. Ég vildi meira að segja að dóttir mín, þá 7 ára, myndi húðflúra teikningarnar á mig en hávaðinn í tattúbyssunni hræddi hana. Þannig að ég fékk vin min til að gera þetta.Arne Rawe á BleksmiðjunniHvað ertu með mörg húðflúr? Ég ætti að vera með fleiri eftir að hafa unnið sem húðflúrari í 24 ár. En ætli maður gleymi sér ekki stundum. Ég hef undanfarið bara fengið mér tattú eftir að hafa tekið stórar ákvarðanir á tímamótum í lífi mínu. En ég hlakka til að fá mér næsta tattú.Fyrsta tattúið? Þegar ég var 18 ára í Þýskalandi. Ég vissi eiginlega ekkert um tattú. Kíkti bara inn í einhverja vafasama stofu rekna af mótorhjólagengi og fékk „bara eitthvað“. Maður vildi ekki vera með neitt vesen þannig að ég valdi bara eitthvað af veggnum til að komast burt sem fyrst. Tveimur árum síðar byrjaði ég sem lærlingur á þessari sömu stofu, en lagði áherslu á að verða ekki eins og hinir á stofunni.Arne segir tilgangslaust að sjá eftir að hafa fengið sér tattú.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMEinhver eftirsjá? Flest tattúin mín eru eftir vini. Það eru auðvitað margar ástæður fyrir að maður fær sér tattú. Fyrir ástina, upp á gamanið, fyrir eitthvað sem þú þráir eða eitthvað sem þú vilt ekki missa. Eða vegna þess að þú vilt minnast einhvers sem dæmi. En þetta snýst alltaf um lífið, jafnvel þó þetta sé bara skraut.Tattúið verður hluti af þér. Þau eldast með þér og þá þýðir ekkert að sjá eftir þeim.Hvaða tattú er í uppáhaldi? Fyrir nokkrum árum flutti ég úr gamla heimabænum mínum fyrir fullt og allt, til að ferðast um og vinna víða um heim. Ég fékk mér auga á vinstra handarbakið, til marks um þessi kaflaskil. En þetta tattú hefur verið lukkugripur sem hefur minnt mig á að hafa opinn huga og taka því sem lífið hefur upp á að bjóða opnum örmum. Og þetta hefur skilað mér bestu árum lífs míns. Ég settist loksins að á Íslandi, á dásamlega kærustu og fallegan son.Ruuben gerði fyrsta tattúið á sig sjálfur.VÍSIR/STEFÁNRuuben á Black Kross TattooHvað ertu með mörg húðflúr? Ég veit það ekki, meira en 45 eða 50, það eitt er víst.Fyrsta tattúið? Ég var 12 ára og gerði það sjálfur með öryggisnælu og skrifbleki.Einhver eftirsjá? Já, eitthvað. Þess vegna er ég að láta leisera þau af svo ég geti fengið mér ný.Hvaða tattú er í uppáhaldi? Litrík hauskúpa á hægri handlegg, sem er enn verið að vinna í.Jóhanna er með nokkur húðflúr sem pirra hana enda byrjaði hún ung að fá sér tattú.VÍSIR/VILHELMJóhanna Geirdal á BleksmiðjunniHvað ertu með mörg húðflúr? Ég get ekki talið húðflúrin, ætli þau renni ekki saman í eitt stórt, frá tám og upp.Fyrsta tattúið? Ég hef verið sirka 16 ára og fór til Jóns Páls, það eru um 16 ár síðan. Mamma bannaði mér að fá mér hljómsveita „tribute“ svo ég fékk mér litla rós á ökklann sem ég fann í „flash“-möppu. Ég hefði betur fengið mér Manson-eldinguna.Einhver eftirsjá? Já, ég er með nokkur sem pirra mig, enda byrjaði ég ung að fá mér flúr. En þá er bara að krota yfir þau.Hvaða tattú er í uppáhaldi? Ég á nokkur uppáhalds, ref sem dóttir mín teiknaði þegar hún var 7 ára og Daria setti á mig. Batman sem er að gráta og Sigrún setti á mig, Nick Cave á sköflungnum sem Ingi gerði og Halloween-tribute á lærið sem Dagur gerði. Örninn á bakinu sem Arne gerði er líka uppáhalds. Það er langt síðan Búri taldi húðflúrin sín.VÍSIR/VILHELMBúri á Íslenzku HúðflúrstofunniHvað ertu með mörg húðflúr? Það eru mörg ár síðan ég taldi húðflúrin mín, þetta er meira og minna runnið saman í ermar og skálmar.Fyrsta tattúið? Fyrir um það bil 18 árum síðan, það er „cartoon“-engill á framhandlegg.Einhver eftirsjá? Nei, þótt ég sé með ýmislegt sem ég myndi ekki endilega fá mér í dag, þá hefur eftirsjá aldrei komið upp, þetta eru eftir allt minningar um það hver ég var þegar ég fékk mér flúrið.Hvaða tattú er í uppáhaldi? Ætli það sé ekki jólaþema-tattúið mitt.Auður Elísabetardóttir á Íslenzku HúðflúrstofunniHvað ertu með mörg húðflúr? Ég er með um 13 plús ermi.Fyrsta tattúið? Ég pantaði tímann í fyrsta tattúið mitt á 18 ára afmælisdaginn minn og fékk það nokkrum dögum seinna. Þetta er pínulítill fílsungi sem ég teiknaði sjálf á hægri hásin.Auður pantaði sér tíma í tattú strax á 18 ára afmælisdaginn sinn.VÍSIR/VILHELMEinhver eftirsjá? Ég sé ekki beint eftir neinu flúri sem ég er með. En ég er hins vegar með slæmar minningar tengdu einu flúrinu. Ég er með teikningu úr Valhallar-teiknimyndasögunum af hröfnum Óðins á handleggnum. Ég gekk inn á einhverja stofu í San Francisco og fékk tíma samdægurs.Flúrarinn var svo hrikalega dónalegur og hún og lét mér líða svo mikið eins og ég væri að trufla hana allan tímann að mér hefur alltaf liðið hálf skringilega gagnvart flúrinu mínu. Ég hef verið harðákveðin síðan ég byrjaði að flúra að láta aldrei neinn af mínum kúnnum líða svona.Hvaða tattú er í uppáhaldi? Mér finnst nánast ómögulegt að gera upp á milli náttfiðrildanna fyrir ofan hnén á mér og ermarinnar minnar sem Búri er enn að vinna í.
Húðflúr Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira