Vill nektarmyndirnar niður af verkstæðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. janúar 2018 09:00 Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdarstjóri Samiðnar, vill að karlastéttir líti inn á við í tilefni #MeToo byltingarinnar. vísir/hanna „Við karlarnir eigum að ganga í að fjarlægja þetta allt saman,“ segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, um almanök af fáklæddum konum sem prýða marga vinnustaði iðnaðarmanna. Sambandsstjórn Samiðnar samþykkti ályktun í vikunni í tilefni #MeToo byltingarinnar. Í ályktuninni er lögð áhersla á samstillt átak stjórnvalda, verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins til að ráðast gegn inngróinni menningu byggðri á mismunun kynjanna í samfélaginu, innan fjölskyldna og á vinnustöðum. Skorað er á aðildarfélög Samiðnar að hafa frumkvæði að virkri þátttöku í umræðunni gegn kynbundu ofbeldi og kynbundnum vinnumarkaði. „Við erum í karllægu umhverfi og finnum áherslu á að við karlarnir stígum fram og við erum að beina því inn á við hjá okkur að við tökum þessi mál til skoðunar, í hreyfingunni og inni á vinnustöðum,“ segir Þorbjörn um tilefni ályktunarinnar. Hann segir umhugsunarefni hve illa konur endast í iðngreinunum. „Þær sem fara í nám og byrja til dæmis í mannvirkjagerð og bifvélavirkjun, endast stutt. Það getur verið eitthvað í okkar vinnustaðamenningu sem konum fellur ekki við, við höfum ekki skoðað það en það er mjög áhugavert rannsóknarefni.” „Það er mikil karlamenning á þessum vinnustöðum og það getur verið eitthvað í umræðumenningunni og svo náttúrulega þessi almanök af fáklæddum konum á veggjum víða. Allt getur þetta virkað neikvætt á konur,“ segir Þorbjörn. „Við þurfum að fara í að horfa á umhverfið okkar og spyrja okkur; er eitthvað hér sem misbýður konum? Við eigum að taka frumkvæði í þessu karlarnir.“ Aðspurður segir Þorbjörn nauðsynlegt að fá fleiri konur í iðngreinar. „Mér finnst #MeToo gefa okkur tækifæri til að fara í naflaskoðun og spyrja okkur hvað við þurfum að laga til að laða fleiri konur að okkar atvinnugreinum.“ Þorbjörn segir marga í hreyfingunni hafa verið hikandi og jafnvel feimna við umræðuna. „Það er dálítið nýtt að karlasamfélagið stígi inn í umræðuna og einhverjir upplifa kannski að umræðan beinist gegn þeim. Mér finnst þetta ákall um að við breytum viðhorfum og ýmsu sem tíðkast hefur. Ég held að við séum ekki með það mikið af karlrembusvínum í okkar hópi að við getum ekki tekið umræðuna.“ Þorbjörn leggur áherslu á að það skili litlu að dæma fortíðina enda hafi menningin breyst töluvert á síðustu árum. „Við eigum að læra af fortíðinni en það þýðir lítið að dæma hana. Við eigum hins vegar að reyna að virkja sem flesta til að taka þátt í að breyta." Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
„Við karlarnir eigum að ganga í að fjarlægja þetta allt saman,“ segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, um almanök af fáklæddum konum sem prýða marga vinnustaði iðnaðarmanna. Sambandsstjórn Samiðnar samþykkti ályktun í vikunni í tilefni #MeToo byltingarinnar. Í ályktuninni er lögð áhersla á samstillt átak stjórnvalda, verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins til að ráðast gegn inngróinni menningu byggðri á mismunun kynjanna í samfélaginu, innan fjölskyldna og á vinnustöðum. Skorað er á aðildarfélög Samiðnar að hafa frumkvæði að virkri þátttöku í umræðunni gegn kynbundu ofbeldi og kynbundnum vinnumarkaði. „Við erum í karllægu umhverfi og finnum áherslu á að við karlarnir stígum fram og við erum að beina því inn á við hjá okkur að við tökum þessi mál til skoðunar, í hreyfingunni og inni á vinnustöðum,“ segir Þorbjörn um tilefni ályktunarinnar. Hann segir umhugsunarefni hve illa konur endast í iðngreinunum. „Þær sem fara í nám og byrja til dæmis í mannvirkjagerð og bifvélavirkjun, endast stutt. Það getur verið eitthvað í okkar vinnustaðamenningu sem konum fellur ekki við, við höfum ekki skoðað það en það er mjög áhugavert rannsóknarefni.” „Það er mikil karlamenning á þessum vinnustöðum og það getur verið eitthvað í umræðumenningunni og svo náttúrulega þessi almanök af fáklæddum konum á veggjum víða. Allt getur þetta virkað neikvætt á konur,“ segir Þorbjörn. „Við þurfum að fara í að horfa á umhverfið okkar og spyrja okkur; er eitthvað hér sem misbýður konum? Við eigum að taka frumkvæði í þessu karlarnir.“ Aðspurður segir Þorbjörn nauðsynlegt að fá fleiri konur í iðngreinar. „Mér finnst #MeToo gefa okkur tækifæri til að fara í naflaskoðun og spyrja okkur hvað við þurfum að laga til að laða fleiri konur að okkar atvinnugreinum.“ Þorbjörn segir marga í hreyfingunni hafa verið hikandi og jafnvel feimna við umræðuna. „Það er dálítið nýtt að karlasamfélagið stígi inn í umræðuna og einhverjir upplifa kannski að umræðan beinist gegn þeim. Mér finnst þetta ákall um að við breytum viðhorfum og ýmsu sem tíðkast hefur. Ég held að við séum ekki með það mikið af karlrembusvínum í okkar hópi að við getum ekki tekið umræðuna.“ Þorbjörn leggur áherslu á að það skili litlu að dæma fortíðina enda hafi menningin breyst töluvert á síðustu árum. „Við eigum að læra af fortíðinni en það þýðir lítið að dæma hana. Við eigum hins vegar að reyna að virkja sem flesta til að taka þátt í að breyta."
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira