Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2018 17:12 Hjónin Stefán Dan Óskarsson og Rannveig Hestnes sitja hér vinstra megin á myndinni en mikil veisluhöld hafa verið í líkamsræktarstöðinni í dag í tilefni dagsins. Stefán Dan Óskarsson Það hafa verið standandi veisluhöld í líkamsræktarstöðinni Stúdíó Dan á Ísafirði frá því klukkan fimm í morgun. Er það gert í tilefni þess að hjónin Stefán Dan Óskarsson og Rannveig Hestnes munu láta af störfum eftir að hafa staðið vaktina í Stúdíó Dan í 31 ár. „Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja þessum tímamótum. Bæði gleði og erfitt,“ segir Stefán Dan, betur þekktur sem Stebbi Dan, sem stofnaði líkamsræktarstöðina árið 1987. Stúdíó Dan hefur verið eina líkamsræktarstöðin á Ísafirði í þessa þrjá áratugi og fastur punktur í lífi margra Ísfirðinga og nærsveitunga. Í gegnum Stúdíó Dan hafa Stebbi og Rannveig eignast fjölda vina sem hafa kíkt við í líkamsræktarstöðina í dag og fært þeim blómvendi, gjafir og kveðjur í tilefni af þessum tímamótum. Bæði eru þau komin yfir sjötugt og því kominn tími á að breyta til og gera eitthvað nýtt segir Stefán.Stefán Dan Óskarsson, betur þekktur sem Stebbi Dan.Ágúst G. AtlasonLangir en skemmtilegir dagar Vinnudagarnir hans undanfarin ár hafa verið ansi langir. Hann hefur mætt til vinnu í Stúdíóið klukkan fimm á morgnanna og verið þar til klukkan átta. Eftir það hefur hann farið niður í Nudd- og ráðgjafasetrið sem hann rekur á Ísafirði þar sem hann hefur nuddað viðskiptavini og veitt þeim ráðgjöf. Stefán er menntaður nuddari og ráðgjafi og hefur hjálpað ansi mörgum á sínum ferli, bæði þegar kemur að líkama og sál. Hann hefur því verið að skila sér heim úr vinnu seint á kvöldin og segir það hafa reynt á, en kostirnir hafi hins vegar verið mun stærri og meiri í kringum alla þessa vinnu. „Þegar það hefur verið svona gaman í vinnunni þá finnur maður minna fyrir álaginu. En þetta hefur mögulega bitnað eitthvað á fjölskyldulífinu. Það jafnaðist þó kannski út því fjölskyldan hefur meira að minna öll unnið hérna,“ segir Stebbi. Stebba Dan þekkja langflestir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, og þó víðar væri leitað, enda hefur hann ekki aðeins verið frumkvöðull þar á bæ þegar kemur að líkamsrækt í þrjá áratugi heldur einnig sinnt samfélagsmálum af mikilli alúð. Stebbi er fæddur 11. júní árið 1947 og fagnar því 71 árs afmæli sínu í júní næstkomandi.Hér er Stebbi að kenna spinning-tíma í Stúdíó Dan en á þessum þremur áratugum sem hann hefur verið þar hafa ansi mörg líkamsræktaræði fengið pláss og tíma. Stefán Dan ÓskarssonNuddið var upphafið Eftir að hafa fengist við verslunarrekstur og sjómennsku stærsta hluta lífs síns á yngri árum ákvað Stebbi um miðjan níunda áratug síðustu aldar að gerast nuddari. Hann var þá með pláss á togaranum Júlíusi Geirmundssyni og hafði hug á að stunda nuddnám með fram sjómennskunni þar sem hann myndi sækja skóla á meðan hann væri í landi. Svo fór að hann hafði vart undan við að nudda Ísfirðinga og nærsveitunga. Var þá tekin sú ákvörðun að opna nuddstofu á Ísafirði sem var upphafið að Stúdíó Dan. Hann festi kaup á húsnæði i Hafnarstræti á Ísafirði þar sem líkamsræktarstöðin er enn til húsa í dag. Í Stúdíóinu hafa flest líkamsræktaræði fengið pláss með fram hefðbundnum íþróttum á borð við körfubolta, skvass, dans og voru golfæfingar þar á veturna um tíma. Það stendur ekki á svörum þegar hann er spurður hvað standi upp úr eftir eftir þriggja áratuga starf. „Það er að hafa eignast svona mikið af vinum og kunningjum. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en við erum bæði komin yfir sjötugt og löngu kominn tími á að breyta til.“Hér má sjá Magnús Scheving leiða korthafa í Stúdíó Dan í æfingu fyrir ansi mörgum árum.Stúdíó DanEkki að þessu fyrir peninginn Á þessum langa tíma hafa Stebbi og Rannveig verið með þrjá ættliði úr mörgum fjölskyldum við æfingar í Stúdíó Dan og það sama á við um reksturinn. „Það eru þrír ættliðir sem vinna þarna. Ég og Rannsý, Selma dóttir mín og dóttir hennar,“ segir Stebbi. „Svona hefur þetta gengið og við gerum það ekki peninganna vegna. Ég hefði haft miklu meira út úr því að vera á Júllanum (togaranum Júlíusi Geirmundssyni). Í staðinn hefur maður fengið gífurlega skemmtilegan tíma sem hefur gefið manni mikið.“ Í kvöld tekur svo við lokafrágangur þeirra á stöðinni og munu þau að lokum afhenda nýjum rekstraraðilum lyklana að Stúdíóinu, þeim Þór Harðarsyni og Karen Gísladóttur. Hér fyrir neðan má svo sjá nokkrar myndasyrpur úr Stúdíó Dan í gegnum árin. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Það hafa verið standandi veisluhöld í líkamsræktarstöðinni Stúdíó Dan á Ísafirði frá því klukkan fimm í morgun. Er það gert í tilefni þess að hjónin Stefán Dan Óskarsson og Rannveig Hestnes munu láta af störfum eftir að hafa staðið vaktina í Stúdíó Dan í 31 ár. „Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja þessum tímamótum. Bæði gleði og erfitt,“ segir Stefán Dan, betur þekktur sem Stebbi Dan, sem stofnaði líkamsræktarstöðina árið 1987. Stúdíó Dan hefur verið eina líkamsræktarstöðin á Ísafirði í þessa þrjá áratugi og fastur punktur í lífi margra Ísfirðinga og nærsveitunga. Í gegnum Stúdíó Dan hafa Stebbi og Rannveig eignast fjölda vina sem hafa kíkt við í líkamsræktarstöðina í dag og fært þeim blómvendi, gjafir og kveðjur í tilefni af þessum tímamótum. Bæði eru þau komin yfir sjötugt og því kominn tími á að breyta til og gera eitthvað nýtt segir Stefán.Stefán Dan Óskarsson, betur þekktur sem Stebbi Dan.Ágúst G. AtlasonLangir en skemmtilegir dagar Vinnudagarnir hans undanfarin ár hafa verið ansi langir. Hann hefur mætt til vinnu í Stúdíóið klukkan fimm á morgnanna og verið þar til klukkan átta. Eftir það hefur hann farið niður í Nudd- og ráðgjafasetrið sem hann rekur á Ísafirði þar sem hann hefur nuddað viðskiptavini og veitt þeim ráðgjöf. Stefán er menntaður nuddari og ráðgjafi og hefur hjálpað ansi mörgum á sínum ferli, bæði þegar kemur að líkama og sál. Hann hefur því verið að skila sér heim úr vinnu seint á kvöldin og segir það hafa reynt á, en kostirnir hafi hins vegar verið mun stærri og meiri í kringum alla þessa vinnu. „Þegar það hefur verið svona gaman í vinnunni þá finnur maður minna fyrir álaginu. En þetta hefur mögulega bitnað eitthvað á fjölskyldulífinu. Það jafnaðist þó kannski út því fjölskyldan hefur meira að minna öll unnið hérna,“ segir Stebbi. Stebba Dan þekkja langflestir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, og þó víðar væri leitað, enda hefur hann ekki aðeins verið frumkvöðull þar á bæ þegar kemur að líkamsrækt í þrjá áratugi heldur einnig sinnt samfélagsmálum af mikilli alúð. Stebbi er fæddur 11. júní árið 1947 og fagnar því 71 árs afmæli sínu í júní næstkomandi.Hér er Stebbi að kenna spinning-tíma í Stúdíó Dan en á þessum þremur áratugum sem hann hefur verið þar hafa ansi mörg líkamsræktaræði fengið pláss og tíma. Stefán Dan ÓskarssonNuddið var upphafið Eftir að hafa fengist við verslunarrekstur og sjómennsku stærsta hluta lífs síns á yngri árum ákvað Stebbi um miðjan níunda áratug síðustu aldar að gerast nuddari. Hann var þá með pláss á togaranum Júlíusi Geirmundssyni og hafði hug á að stunda nuddnám með fram sjómennskunni þar sem hann myndi sækja skóla á meðan hann væri í landi. Svo fór að hann hafði vart undan við að nudda Ísfirðinga og nærsveitunga. Var þá tekin sú ákvörðun að opna nuddstofu á Ísafirði sem var upphafið að Stúdíó Dan. Hann festi kaup á húsnæði i Hafnarstræti á Ísafirði þar sem líkamsræktarstöðin er enn til húsa í dag. Í Stúdíóinu hafa flest líkamsræktaræði fengið pláss með fram hefðbundnum íþróttum á borð við körfubolta, skvass, dans og voru golfæfingar þar á veturna um tíma. Það stendur ekki á svörum þegar hann er spurður hvað standi upp úr eftir eftir þriggja áratuga starf. „Það er að hafa eignast svona mikið af vinum og kunningjum. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en við erum bæði komin yfir sjötugt og löngu kominn tími á að breyta til.“Hér má sjá Magnús Scheving leiða korthafa í Stúdíó Dan í æfingu fyrir ansi mörgum árum.Stúdíó DanEkki að þessu fyrir peninginn Á þessum langa tíma hafa Stebbi og Rannveig verið með þrjá ættliði úr mörgum fjölskyldum við æfingar í Stúdíó Dan og það sama á við um reksturinn. „Það eru þrír ættliðir sem vinna þarna. Ég og Rannsý, Selma dóttir mín og dóttir hennar,“ segir Stebbi. „Svona hefur þetta gengið og við gerum það ekki peninganna vegna. Ég hefði haft miklu meira út úr því að vera á Júllanum (togaranum Júlíusi Geirmundssyni). Í staðinn hefur maður fengið gífurlega skemmtilegan tíma sem hefur gefið manni mikið.“ Í kvöld tekur svo við lokafrágangur þeirra á stöðinni og munu þau að lokum afhenda nýjum rekstraraðilum lyklana að Stúdíóinu, þeim Þór Harðarsyni og Karen Gísladóttur. Hér fyrir neðan má svo sjá nokkrar myndasyrpur úr Stúdíó Dan í gegnum árin.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira