Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2018 16:38 Vísir/GVA Rithöfundurinn Auður Jónsdóttur var í dag sýknuð af ásökunum um meiðyrði vegna greinar hennar, Forseti landsins, sem birtist á Kjarnanum 13. júní árið 2016. Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboðs Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. Sá sem stefndi Auði fyrir meiðyrði er Þórarinn Jónasson, eigandi hestaleigunnar, jafnan kallaður Póri í Laxnesi, en hann vildi fá eftirfarandi ummæli dæmd dauð og ómerk:a. „Hann sagði þetta vera dýraníð og náttúruníð af verstu sort. En hann gat ekkert gert, sama hvernig hann fjargviðraðist og skammaðist og varaði fólk við. Því hestabóndinn var í rjúkandi feitum viðskiptum og sennilega með nógu góð tök á hreppsnefndinni til að þetta fengi að viðgangast ár eftir ár- og enn þann dag í dag.“b. „Mikið mátt þú skammast þín, Póri í Laxnessi [sic]. Karlkjáni með dollaraseðlana upp úr rassskorunni á reiðbuxunum þínum. Skammastu þín fyrir að eyðileggja náttúru Íslands og skammastu þín fyrir að fara svona illa með hestana þína að bjóða þeim upp á strá og mold.“c. „Körlum og kerlingum eins og Póra í Laxnessi [sic] sem eygja ekki náttúruna heldur bara peninga. Það sem hefur lifað og dafnað í þúsundir ára er skemmt á augabragði svo firrt fólk geti keypt sér nýtt sófasett eða farið í skemmtisiglingu, gott ef ekki stofnað póstkassafyrirtæki á suðrænni eyju og sent þangað féð sem ætti með réttu að vera burðarstoð samfélagsins.“ Auk þess vildi Þórarinn fá Auði dæmda til að greiða honum eina milljón króna í miskabætur og að hún yrði dæmd til að greiða honum 500 þúsund krónur til að kosta birtingu á forsendum og niðurstöðu dómsins. Fyrir dóm voru kallaðir til fagaðilar á vegum landgræðslu og voru lögð fram gögn sem studd voru framburði vitna um áralanga ofbeit á svæðinu, þrátt fyrir tilmæli fagaðila um annað. Var því ekki fallist á að gagnrýni Auðar á meðferð aðstandenda hestaleigunnar á landinu í æsku hennar séu úr lausu lofti gripin og tilhæfulaus. Þá þóttu fullyrðingar Auðar um að ofbeit á landinu fengi enn þann dag í dag að viðgangast eiga sér stoð í staðreyndum málsins að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Orð hennar væru innlegg í mikilvæga þjóðfélagsumræðu. Var Auður því sýknuð af ákærunni.Dóminn má lesa á heimasíðu dómstólanna. Dómsmál Tengdar fréttir Ætlar að kæra Auði Jónsdóttur fyrir meiðyrði Haukur í Laxnesi er fjúkandi reiður vegna skrifa Auðar um sig og fjölskyldu sína. 15. júní 2016 11:57 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Rithöfundurinn Auður Jónsdóttur var í dag sýknuð af ásökunum um meiðyrði vegna greinar hennar, Forseti landsins, sem birtist á Kjarnanum 13. júní árið 2016. Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboðs Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. Sá sem stefndi Auði fyrir meiðyrði er Þórarinn Jónasson, eigandi hestaleigunnar, jafnan kallaður Póri í Laxnesi, en hann vildi fá eftirfarandi ummæli dæmd dauð og ómerk:a. „Hann sagði þetta vera dýraníð og náttúruníð af verstu sort. En hann gat ekkert gert, sama hvernig hann fjargviðraðist og skammaðist og varaði fólk við. Því hestabóndinn var í rjúkandi feitum viðskiptum og sennilega með nógu góð tök á hreppsnefndinni til að þetta fengi að viðgangast ár eftir ár- og enn þann dag í dag.“b. „Mikið mátt þú skammast þín, Póri í Laxnessi [sic]. Karlkjáni með dollaraseðlana upp úr rassskorunni á reiðbuxunum þínum. Skammastu þín fyrir að eyðileggja náttúru Íslands og skammastu þín fyrir að fara svona illa með hestana þína að bjóða þeim upp á strá og mold.“c. „Körlum og kerlingum eins og Póra í Laxnessi [sic] sem eygja ekki náttúruna heldur bara peninga. Það sem hefur lifað og dafnað í þúsundir ára er skemmt á augabragði svo firrt fólk geti keypt sér nýtt sófasett eða farið í skemmtisiglingu, gott ef ekki stofnað póstkassafyrirtæki á suðrænni eyju og sent þangað féð sem ætti með réttu að vera burðarstoð samfélagsins.“ Auk þess vildi Þórarinn fá Auði dæmda til að greiða honum eina milljón króna í miskabætur og að hún yrði dæmd til að greiða honum 500 þúsund krónur til að kosta birtingu á forsendum og niðurstöðu dómsins. Fyrir dóm voru kallaðir til fagaðilar á vegum landgræðslu og voru lögð fram gögn sem studd voru framburði vitna um áralanga ofbeit á svæðinu, þrátt fyrir tilmæli fagaðila um annað. Var því ekki fallist á að gagnrýni Auðar á meðferð aðstandenda hestaleigunnar á landinu í æsku hennar séu úr lausu lofti gripin og tilhæfulaus. Þá þóttu fullyrðingar Auðar um að ofbeit á landinu fengi enn þann dag í dag að viðgangast eiga sér stoð í staðreyndum málsins að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Orð hennar væru innlegg í mikilvæga þjóðfélagsumræðu. Var Auður því sýknuð af ákærunni.Dóminn má lesa á heimasíðu dómstólanna.
Dómsmál Tengdar fréttir Ætlar að kæra Auði Jónsdóttur fyrir meiðyrði Haukur í Laxnesi er fjúkandi reiður vegna skrifa Auðar um sig og fjölskyldu sína. 15. júní 2016 11:57 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Ætlar að kæra Auði Jónsdóttur fyrir meiðyrði Haukur í Laxnesi er fjúkandi reiður vegna skrifa Auðar um sig og fjölskyldu sína. 15. júní 2016 11:57