Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 10:25 Starfsmenn FEMA hafa dreift vatni og mat til íbúa Púertó Ríkó eftir að fellibylurinn María olli gríðarlegri eyðileggingu þar í september. Vísir/AFP Þrátt fyrir að þriðji hver íbúi á Púertó Ríkó sé enn án rafmagns og fólk í dreifbýli eigi erfitt með að nálgast hreint vatn og mat hafa almannavarnir Bandaríkjanna ákveðið að hætta að dreifa matvælum og vatni á eyjunni. Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að fellibylurinn María lék eyjuna grátt. Tilkynnt var um ákvörðun FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, í gær. Stjórnvöld á Púertó Ríkó, sem er bandarískt yfirráðasvæði, segjast ekki hafa verið látin vita af ákvörðuninni fyrirfram. Hún sé jafnframt ekki sammála henni, að því er segir í frétt Washington Post. Stjórnendur FEMA segja að stofnunin ætli að fela yfirvöldum á eyjunni og hjálparsamtökum þau neyðargögn sem eftir eru. Nú snúist aðstoðin ekki lengur um neyðarviðbrögð heldur endurreisn. Vísar stofnunin til þess að matvöruverslanir og aðrar sem selja vistir hafi nú nóg af vörum. Þá hafi bankar, hraðbankar og bensínstöðvar tekið aftur til starfa.Nálgast að vera „glæpsamleg vanræksla“Luis Vega Ramos, þingmaður í fulltrúadeild þings Púertó Ríkó, segir að nauðsynjar skorti enn á sumum dreifbýlisstöðum. Þar skorti enn rafmagn til að hægt sé að sjá fólki fyrir vatni og halda nauðsynlegum lyfjum kældum. „Það er enn brýn þörf fyrir mannúðaraðstoð. Það að hún komi ekki frá FEMA er í besta falli vanræksla og í versta falli nálgast það skuggalega að vera glæpsamleg vanræksla,“ segir þingmaðurinn. Þá gagnrýnir Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, ákvörðun FEMA harðlega. Borgin bíði enn eftir fjármunum frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna uppbyggingar og stopult raforkukerfi geri fyrirtækjum og einstaklingum erfitt fyrir að vinna. „Það er ótrúlegt að þeir segjast vilja hjálpa efnahaginum en hvað á fólk að nota til að kaupa mat? Bitcoin? Ef rafmagnið er ekki nógu stöðugt þýðir það að atvinnuöryggi er ekki nógu stöðugt,“ segir Cruz. Púertó Ríkó Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Þrátt fyrir að þriðji hver íbúi á Púertó Ríkó sé enn án rafmagns og fólk í dreifbýli eigi erfitt með að nálgast hreint vatn og mat hafa almannavarnir Bandaríkjanna ákveðið að hætta að dreifa matvælum og vatni á eyjunni. Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að fellibylurinn María lék eyjuna grátt. Tilkynnt var um ákvörðun FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, í gær. Stjórnvöld á Púertó Ríkó, sem er bandarískt yfirráðasvæði, segjast ekki hafa verið látin vita af ákvörðuninni fyrirfram. Hún sé jafnframt ekki sammála henni, að því er segir í frétt Washington Post. Stjórnendur FEMA segja að stofnunin ætli að fela yfirvöldum á eyjunni og hjálparsamtökum þau neyðargögn sem eftir eru. Nú snúist aðstoðin ekki lengur um neyðarviðbrögð heldur endurreisn. Vísar stofnunin til þess að matvöruverslanir og aðrar sem selja vistir hafi nú nóg af vörum. Þá hafi bankar, hraðbankar og bensínstöðvar tekið aftur til starfa.Nálgast að vera „glæpsamleg vanræksla“Luis Vega Ramos, þingmaður í fulltrúadeild þings Púertó Ríkó, segir að nauðsynjar skorti enn á sumum dreifbýlisstöðum. Þar skorti enn rafmagn til að hægt sé að sjá fólki fyrir vatni og halda nauðsynlegum lyfjum kældum. „Það er enn brýn þörf fyrir mannúðaraðstoð. Það að hún komi ekki frá FEMA er í besta falli vanræksla og í versta falli nálgast það skuggalega að vera glæpsamleg vanræksla,“ segir þingmaðurinn. Þá gagnrýnir Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, ákvörðun FEMA harðlega. Borgin bíði enn eftir fjármunum frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna uppbyggingar og stopult raforkukerfi geri fyrirtækjum og einstaklingum erfitt fyrir að vinna. „Það er ótrúlegt að þeir segjast vilja hjálpa efnahaginum en hvað á fólk að nota til að kaupa mat? Bitcoin? Ef rafmagnið er ekki nógu stöðugt þýðir það að atvinnuöryggi er ekki nógu stöðugt,“ segir Cruz.
Púertó Ríkó Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33
Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36