Bréf verða borin út annan hvern dag Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2018 11:00 Breytingin á póstþjónustu tekur gildi 1. febrúar. Vísir/Ernir Dreifingardögum Póstsins verður fækkað um mánaðamótin og verður bréfum þá dreift annan hvern virkan dag í þéttbýli. Ákvörðunin er sögð tekin til að bregðast við minnkandi eftirspurn. Fækkun dreifingardaga geri dreifinguna umhverfisvænni og hagkvæmari. Eftir breytingarnar verður öllum bréfapósti dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu eins og átt hefur við um B-póst á síðustu árum, að því er segir í tilkynningu Póstsins. Það þýðir að A-póstur sem hefur verið borinn út daglega verður ekki lengur í boði. Um 70% pósts er þegar í B-pósti. Pósturinn mun áfram bjóða upp á að dreifa bréfum næsta virka dag en í boði verður nýr valkostur, svokallað forgangsbréf. Pakkadreifing fer áfram fram daglega en áframhaldandi vöxtur er sagður í pakkasendingum, bæði til landsins og innanlands. Pósturinn mun halda áfram að efla þjónustu sína á sviði þeirrar dreifingar og svara þannig breyttum þörfum almennings.Mikill samdráttur í eftirspurn síðustu árinEftir breytinguna verður tíðni dreifingar pósts sú sama um allt land. Dreifingardögum var fækkað í dreiflbýli árið 2016. Í tilkynningunni kemur fram að bréfum hafi fækkað um meira en 56% frá árinu 2007 og um 9% á síðasta ári. Á sama tíma hafi kostnaður við dreifinguna aukist með fjölgun nýrra íbúða og fyrirtækja. Póstburðargjöld hafi ekki staðið undir þjónustunni. Með því að fækka dögum og bera fleiri bréf út í hverri ferð eigi dreifingin að verða hagkvæmari og umhverfisvænni. Upphaflega var tilkynnt um fækkun dreifingardaga í nóvember. Ákvörðunin um að fækka dreifingardögum byggi á heimild í reglugerð innanríkisráðuneytisins frá því í fyrra. Samkvæmt henni er heimilt að fækka dögunum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja hefur minnkað verulega og hún sé ekki í samræmi við framboð þjónustunnar. Neytendur Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Dreifingardögum Póstsins verður fækkað um mánaðamótin og verður bréfum þá dreift annan hvern virkan dag í þéttbýli. Ákvörðunin er sögð tekin til að bregðast við minnkandi eftirspurn. Fækkun dreifingardaga geri dreifinguna umhverfisvænni og hagkvæmari. Eftir breytingarnar verður öllum bréfapósti dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu eins og átt hefur við um B-póst á síðustu árum, að því er segir í tilkynningu Póstsins. Það þýðir að A-póstur sem hefur verið borinn út daglega verður ekki lengur í boði. Um 70% pósts er þegar í B-pósti. Pósturinn mun áfram bjóða upp á að dreifa bréfum næsta virka dag en í boði verður nýr valkostur, svokallað forgangsbréf. Pakkadreifing fer áfram fram daglega en áframhaldandi vöxtur er sagður í pakkasendingum, bæði til landsins og innanlands. Pósturinn mun halda áfram að efla þjónustu sína á sviði þeirrar dreifingar og svara þannig breyttum þörfum almennings.Mikill samdráttur í eftirspurn síðustu árinEftir breytinguna verður tíðni dreifingar pósts sú sama um allt land. Dreifingardögum var fækkað í dreiflbýli árið 2016. Í tilkynningunni kemur fram að bréfum hafi fækkað um meira en 56% frá árinu 2007 og um 9% á síðasta ári. Á sama tíma hafi kostnaður við dreifinguna aukist með fjölgun nýrra íbúða og fyrirtækja. Póstburðargjöld hafi ekki staðið undir þjónustunni. Með því að fækka dögum og bera fleiri bréf út í hverri ferð eigi dreifingin að verða hagkvæmari og umhverfisvænni. Upphaflega var tilkynnt um fækkun dreifingardaga í nóvember. Ákvörðunin um að fækka dreifingardögum byggi á heimild í reglugerð innanríkisráðuneytisins frá því í fyrra. Samkvæmt henni er heimilt að fækka dögunum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja hefur minnkað verulega og hún sé ekki í samræmi við framboð þjónustunnar.
Neytendur Tengdar fréttir Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04 Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. 7. nóvember 2017 10:04
Pósturinn útilokar ekki uppsagnir Pósturinn útilokar ekki að nauðsynlegt verði að grípa til uppsagna í tengslum við fækkun dreifingardaga fyrirtækisins í þéttbýli. 7. nóvember 2017 11:32