Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2018 11:07 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir forsvarsmenn Læknasamtaka landsins vera svikara. Vísir/AFP Yfirvöld Tyrklands hafa handtekið forsvarsmann Læknasamtaka Tyrklands og leiðtoga tíu annarra verkalýðsfélaga lækna eftir að Samtökin gagnrýndu í síðustu viku aðgerðir Tyrkneska hersins í norðurhluta Sýrlands. Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. Minnst 300 Tyrkir hafa sömuleiðis verið handteknir fyrir að gagnrýna aðgerðirnar og yfirvöld Tyrklands á samfélagsmiðlum frá því sókn þeirra inn í Afrinhérað hófst fyrir tíu dögum. „Hver átök, hvert stríð, skapar líkamleg, sálræn og samfélagsleg heilbrigðisvandamál og veldur hörmungum. Nei geng stríði. Frið núna strax.“ Svo hljóðaði yfirlýsing Læknasamtaka Tyrklands. Í samtali við blaðamenn Reuters segir lögmaður Læknasamtaka Tyrklands að læknarnir séu sakaðir um „áróður til stuðnings hryðjuverkasamtökum“ og að „ögra almenningi“. Hann sagði þetta í fyrsta sinn sem forysta samtakanna væri handtekin eins og hún leggur sig.Eftir að læknasamtökin mótmæltu aðgerðunum sakaði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, samtökin um landráð. Hann sagði læknana vera gengi þræla og þjóna heimsvaldastefnu. Þá sagði hann þá vera ógeðslega og að afstaða þeirra væri án heiðurs. Eftir að yfirlýsing samtakanna var gefin út sögðu Læknasamtökin að meðlimum þeirra hefði borist fjölda hótana úr öllum áttum. Samtökin Physicians for Human Rights fordæmdu ógnanirnar í kjölfarið. „Það lýsir slæmu ástandi í Tyrklandi að hópur lækna geti ekki sent frá sér friðsama yfirlýsingu án þess að vera hótað líkamsmeiðingum og fordæmdir af þjóðarhöfðingja Tyrklands. Heilbrigðisstarfsmenn eiga að búa yfir frelsi til að tjá sig um ógnanir gegn heilsu fólks án þess að þurfa að óttast hefndaraðgerðir,“ sagði í yfirlýsingu samtakanna. Sýrland Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00 Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Sjá meira
Yfirvöld Tyrklands hafa handtekið forsvarsmann Læknasamtaka Tyrklands og leiðtoga tíu annarra verkalýðsfélaga lækna eftir að Samtökin gagnrýndu í síðustu viku aðgerðir Tyrkneska hersins í norðurhluta Sýrlands. Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. Minnst 300 Tyrkir hafa sömuleiðis verið handteknir fyrir að gagnrýna aðgerðirnar og yfirvöld Tyrklands á samfélagsmiðlum frá því sókn þeirra inn í Afrinhérað hófst fyrir tíu dögum. „Hver átök, hvert stríð, skapar líkamleg, sálræn og samfélagsleg heilbrigðisvandamál og veldur hörmungum. Nei geng stríði. Frið núna strax.“ Svo hljóðaði yfirlýsing Læknasamtaka Tyrklands. Í samtali við blaðamenn Reuters segir lögmaður Læknasamtaka Tyrklands að læknarnir séu sakaðir um „áróður til stuðnings hryðjuverkasamtökum“ og að „ögra almenningi“. Hann sagði þetta í fyrsta sinn sem forysta samtakanna væri handtekin eins og hún leggur sig.Eftir að læknasamtökin mótmæltu aðgerðunum sakaði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, samtökin um landráð. Hann sagði læknana vera gengi þræla og þjóna heimsvaldastefnu. Þá sagði hann þá vera ógeðslega og að afstaða þeirra væri án heiðurs. Eftir að yfirlýsing samtakanna var gefin út sögðu Læknasamtökin að meðlimum þeirra hefði borist fjölda hótana úr öllum áttum. Samtökin Physicians for Human Rights fordæmdu ógnanirnar í kjölfarið. „Það lýsir slæmu ástandi í Tyrklandi að hópur lækna geti ekki sent frá sér friðsama yfirlýsingu án þess að vera hótað líkamsmeiðingum og fordæmdir af þjóðarhöfðingja Tyrklands. Heilbrigðisstarfsmenn eiga að búa yfir frelsi til að tjá sig um ógnanir gegn heilsu fólks án þess að þurfa að óttast hefndaraðgerðir,“ sagði í yfirlýsingu samtakanna.
Sýrland Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00 Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Sjá meira
Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02
Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00
Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00
Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00