Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Margar af fegurustu náttúruperlum landsins má finna í Vatnajökulsþjóðgarði. Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé bara fínt fyrir alla að þetta sé skoðað, farið sé ofan í þetta og ég fagna því bara. Það er alls ekkert óeðlilegt,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um úttekt á fjárreiðum og rekstri þjóðgarðsins í fyrra sem nú stendur yfir að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Fréttablaðið greindi frá málinu í gær en tilefni úttektarinnar er framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun þjóðgarðsins sem Þórður tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um eins og lög gera ráð fyrir. Ráðuneytið taldi útskýringar sem gefnar voru á frávikunum ófullnægjandi og óskaði eftir úttekt með vísan í lög um opinber fjármál. Þórður segir að um sé að ræða um 70 milljóna króna framúrkeyrslu, fyrst og fremst á launalið, sem hafi þrjár meginskýringar. Í fyrsta lagi 15 milljónir sem féllu á garðinn eftir dóm er varðaði fjarvistaruppbót stórs hluta starfsmanna. Sjá einnig: Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Í annan stað hafi Vatnajökulsþjóðgarður tekið óvænt við jörðinni Felli sem Jökulsárlón heyrir til, með tilheyrandi kostnaði við landverði og eftirlit. „Við fengum ágiskaða einhverja upphæð í það sem dugði ekki og við þurfum að leggja 17 milljónir úr okkar sjóðum,“ segir Þórður.Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Þá hafi 40 milljónir farið í fullnustu á stofnanasamningi við Starfsgreinasambandið fyrir hönd landvarða og aukna landvörslu á svæðunum. Aðspurður hvers vegna ráðuneytið telji þessar skýringar ófullnægjandi segir Þórður það líklega tengjast því að frávikin hafi ekki verið tilkynnt. Lagaákvæðið sem vísað sé til sé tiltölulega nýtt og einhvern tímann verði að reyna á það. Ekkert í málinu þoli ekki skoðun. „Nei, það á ekki að vera. Þetta er allt uppi á borðum hjá okkur. Útgjöld vegna launamála starfsmanna eru öll uppi á borðunum. Launaliðurinn var á sjötta hundrað milljónir í fyrra, svo þetta er ansi mikill rekstur hjá okkur.“ Þórður segir að sem forstöðumaður verði hann að axla þá ábyrgð sem stjórnarformaðurinn varpaði á hann með bókun á stjórnarfundi á dögunum. „Það er enginn að skorast undan því.“ Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
„Ég held að það sé bara fínt fyrir alla að þetta sé skoðað, farið sé ofan í þetta og ég fagna því bara. Það er alls ekkert óeðlilegt,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, um úttekt á fjárreiðum og rekstri þjóðgarðsins í fyrra sem nú stendur yfir að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.Fréttablaðið greindi frá málinu í gær en tilefni úttektarinnar er framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun þjóðgarðsins sem Þórður tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um eins og lög gera ráð fyrir. Ráðuneytið taldi útskýringar sem gefnar voru á frávikunum ófullnægjandi og óskaði eftir úttekt með vísan í lög um opinber fjármál. Þórður segir að um sé að ræða um 70 milljóna króna framúrkeyrslu, fyrst og fremst á launalið, sem hafi þrjár meginskýringar. Í fyrsta lagi 15 milljónir sem féllu á garðinn eftir dóm er varðaði fjarvistaruppbót stórs hluta starfsmanna. Sjá einnig: Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Í annan stað hafi Vatnajökulsþjóðgarður tekið óvænt við jörðinni Felli sem Jökulsárlón heyrir til, með tilheyrandi kostnaði við landverði og eftirlit. „Við fengum ágiskaða einhverja upphæð í það sem dugði ekki og við þurfum að leggja 17 milljónir úr okkar sjóðum,“ segir Þórður.Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.Þá hafi 40 milljónir farið í fullnustu á stofnanasamningi við Starfsgreinasambandið fyrir hönd landvarða og aukna landvörslu á svæðunum. Aðspurður hvers vegna ráðuneytið telji þessar skýringar ófullnægjandi segir Þórður það líklega tengjast því að frávikin hafi ekki verið tilkynnt. Lagaákvæðið sem vísað sé til sé tiltölulega nýtt og einhvern tímann verði að reyna á það. Ekkert í málinu þoli ekki skoðun. „Nei, það á ekki að vera. Þetta er allt uppi á borðum hjá okkur. Útgjöld vegna launamála starfsmanna eru öll uppi á borðunum. Launaliðurinn var á sjötta hundrað milljónir í fyrra, svo þetta er ansi mikill rekstur hjá okkur.“ Þórður segir að sem forstöðumaður verði hann að axla þá ábyrgð sem stjórnarformaðurinn varpaði á hann með bókun á stjórnarfundi á dögunum. „Það er enginn að skorast undan því.“
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6. febrúar 2018 06:00