Íbúalýðræði í borg Dóra Magnúsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Lýðræði er þegar fólkið ræður, en ekki einhver einn eða fámennur hópur“. Svona var útskýrt á Krakka-RÚV og er ekki verri skilgreining en margar aðrar. Gengið verður til sveitarstjórnakosninga í vor; lýðræðisleg aðgerð sem byggir á fulltrúalýðræði. En aðrar leiðir eru tækar til að teygja valdið yfir til fólksins þannig að íbúarnir sjálfir geti haft meiri áhrif á ýmsa þætti í rekstri og mótun; skipulag, umhverfi, skólamál, félagslega þætti og margt fleira. Reykjavíkurborg stefnir að auknu íbúalýðræði með lýðræðisstefnu sem er í mótun og hefur það að markmiði að leggja grunninn að skýrum og gagnsæjum leikreglum. Svo segir í sveitarstjórnarlögum: „Sveitarstjórn skal leitast við að tryggja íbúum sveitarfélagsins og þeim sem njóta þjónustu þess möguleika til að taka þátt í og hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins og undirbúning stefnumótunar.“ Þannig er í lögunum opnað á að borgarstjórn afsali sér hluta af valdi sínu til borgarbúa. Enda er litið svo á að þar sem vald kjörinna fulltrúa er fengið frá almenningi sé eðlilegt að borgarstjórn leitist við að virkja þátttöku borgarbúa. Sem er einmitt mergurinn málsins í tengslum við íbúalýðræði; virkja þátttöku og valdefla borgarbúa og auka traust þeirra til stjórnsýslu borgarinnar með því að veita þeim innsýn í hvernig borgarkerfið virkar, efla lýðræðisvitund borgarbúa til að styrkja félagsauð í borginni. Ýmsar leiðir eru færar í þessu tilliti fyrir utan íbúakosningar um einstök málefni. Virk upplýsingagjöf er lykilatriði fyrir utan sértæk verkefni eins og til dæmis íbúaverkefnið Hverfið mitt en þátttaka í því hefur aukist ár frá ári. Vel hefur verið hlustað eftir gagnrýni og við henni brugðist. Á sl. ári voru settir töluvert meiri fjármunir í Hverfið mitt og eru fjölmargar borgbætandi framkvæmdir bein afleiðing hugmynda íbúa í verkefninu. Aðrar leiðir til íbúalýðræðis eru reglulegir borgarafundir, aukin þátttaka íbúa í fjárhagsáætlanagerð og það sem ég tel sumpart vera mikilvægasta úrræðið; margefld hverfisráð með aukinni þátttöku íbúasamtaka hverfanna. Hverfisráð borganna eiga að vera fyrsta gátt íbúa í hverfunum fyrir samráð og hafi þau meira forræði yfir framkvæmdum og aukna ábyrgð með upplýsingamiðlun hafa þau burði til að gegna mun mikilvægara hlutverki í lýðræðisþróun Reykjavíkur. Höfundur býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Lýðræði er þegar fólkið ræður, en ekki einhver einn eða fámennur hópur“. Svona var útskýrt á Krakka-RÚV og er ekki verri skilgreining en margar aðrar. Gengið verður til sveitarstjórnakosninga í vor; lýðræðisleg aðgerð sem byggir á fulltrúalýðræði. En aðrar leiðir eru tækar til að teygja valdið yfir til fólksins þannig að íbúarnir sjálfir geti haft meiri áhrif á ýmsa þætti í rekstri og mótun; skipulag, umhverfi, skólamál, félagslega þætti og margt fleira. Reykjavíkurborg stefnir að auknu íbúalýðræði með lýðræðisstefnu sem er í mótun og hefur það að markmiði að leggja grunninn að skýrum og gagnsæjum leikreglum. Svo segir í sveitarstjórnarlögum: „Sveitarstjórn skal leitast við að tryggja íbúum sveitarfélagsins og þeim sem njóta þjónustu þess möguleika til að taka þátt í og hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins og undirbúning stefnumótunar.“ Þannig er í lögunum opnað á að borgarstjórn afsali sér hluta af valdi sínu til borgarbúa. Enda er litið svo á að þar sem vald kjörinna fulltrúa er fengið frá almenningi sé eðlilegt að borgarstjórn leitist við að virkja þátttöku borgarbúa. Sem er einmitt mergurinn málsins í tengslum við íbúalýðræði; virkja þátttöku og valdefla borgarbúa og auka traust þeirra til stjórnsýslu borgarinnar með því að veita þeim innsýn í hvernig borgarkerfið virkar, efla lýðræðisvitund borgarbúa til að styrkja félagsauð í borginni. Ýmsar leiðir eru færar í þessu tilliti fyrir utan íbúakosningar um einstök málefni. Virk upplýsingagjöf er lykilatriði fyrir utan sértæk verkefni eins og til dæmis íbúaverkefnið Hverfið mitt en þátttaka í því hefur aukist ár frá ári. Vel hefur verið hlustað eftir gagnrýni og við henni brugðist. Á sl. ári voru settir töluvert meiri fjármunir í Hverfið mitt og eru fjölmargar borgbætandi framkvæmdir bein afleiðing hugmynda íbúa í verkefninu. Aðrar leiðir til íbúalýðræðis eru reglulegir borgarafundir, aukin þátttaka íbúa í fjárhagsáætlanagerð og það sem ég tel sumpart vera mikilvægasta úrræðið; margefld hverfisráð með aukinni þátttöku íbúasamtaka hverfanna. Hverfisráð borganna eiga að vera fyrsta gátt íbúa í hverfunum fyrir samráð og hafi þau meira forræði yfir framkvæmdum og aukna ábyrgð með upplýsingamiðlun hafa þau burði til að gegna mun mikilvægara hlutverki í lýðræðisþróun Reykjavíkur. Höfundur býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar