Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. febrúar 2018 14:30 Fjárfestar horfa hýru auga til lands í Dalasýslu vegna áforma um vindorkuver. Vísir/Jóhann K. Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. Annar eigandi Storm Orku sem hyggur á uppbygginguna segir hugmyndina skammt á veg komna. Forvitni dró íbúa Dalabyggðar á íbúafund sveitarstjórnar í Dalabúð í gærkvöldi þar sem áform fyrirtækisins Storm Orku, að reisa 36 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða, voru kynnt. Sveitarstjórn undirritaði viljayfirlýsingu um uppbyggingu við Storm Orku snemma í haust áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Fram kom á fundinum í gær að vindmyllurnar yrðu flestar þrjátíu og sex og að hver og ein yrði ekki hætti en 150 metrar í hæstu stöðu. Raforkuframleiðslan gæti orðið að hámarki 130 MW sem tengd yrði burðarlínu Landsnets. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slægleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vinorku og vindorkuver. „Við fáum engar upplýsingar og það átti bara að keyra þetta í gegn án þess að láta nokkurn mann vita. Mér finnst það bara ekki í lagi. Mér finnst ég bara vera stödd í einhverri miðri martröð og athugasemdir okkar snúa að vinnubrögðum sveitarstjórnar. Ég get bara ekki hugsað til þess ef þetta hefði bara farið í gegn án þess að fólki hefði verið gefinn kostur á því að koma með athugasemdir eða kynna sér málið. Við sjáum það líka þegar við förum af stað hérna að fólk veit ekkert um þetta.“ Þetta sagði Steinunn Sigurbjörnsdóttir íbúa á fundinum í gær. Storm Orka eru í eigu bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona en þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum í ágúst á síðasta ári, gagngert til þess að vinna að hugmyndum að vindorkuveri á jörðinni. Sigurður sagði vinnuna mun skemur komna en menn gerðu sér grein fyrir. „Það er búið að vinna hellingsundirbúningsvinnu en það er miklu meiri vinna sem er eftir. Á þessu stigi er þetta bara hugmynd,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Er það í hendi að þið getið byrjað að framleiða raforku frá þessum stað? „Það er langt frá því, alveg ofboðslega langt frá því.“ Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. Annar eigandi Storm Orku sem hyggur á uppbygginguna segir hugmyndina skammt á veg komna. Forvitni dró íbúa Dalabyggðar á íbúafund sveitarstjórnar í Dalabúð í gærkvöldi þar sem áform fyrirtækisins Storm Orku, að reisa 36 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða, voru kynnt. Sveitarstjórn undirritaði viljayfirlýsingu um uppbyggingu við Storm Orku snemma í haust áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Fram kom á fundinum í gær að vindmyllurnar yrðu flestar þrjátíu og sex og að hver og ein yrði ekki hætti en 150 metrar í hæstu stöðu. Raforkuframleiðslan gæti orðið að hámarki 130 MW sem tengd yrði burðarlínu Landsnets. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slægleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vinorku og vindorkuver. „Við fáum engar upplýsingar og það átti bara að keyra þetta í gegn án þess að láta nokkurn mann vita. Mér finnst það bara ekki í lagi. Mér finnst ég bara vera stödd í einhverri miðri martröð og athugasemdir okkar snúa að vinnubrögðum sveitarstjórnar. Ég get bara ekki hugsað til þess ef þetta hefði bara farið í gegn án þess að fólki hefði verið gefinn kostur á því að koma með athugasemdir eða kynna sér málið. Við sjáum það líka þegar við förum af stað hérna að fólk veit ekkert um þetta.“ Þetta sagði Steinunn Sigurbjörnsdóttir íbúa á fundinum í gær. Storm Orka eru í eigu bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona en þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum í ágúst á síðasta ári, gagngert til þess að vinna að hugmyndum að vindorkuveri á jörðinni. Sigurður sagði vinnuna mun skemur komna en menn gerðu sér grein fyrir. „Það er búið að vinna hellingsundirbúningsvinnu en það er miklu meiri vinna sem er eftir. Á þessu stigi er þetta bara hugmynd,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Er það í hendi að þið getið byrjað að framleiða raforku frá þessum stað? „Það er langt frá því, alveg ofboðslega langt frá því.“
Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45
Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45
Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45