Föngum á Litla-Hrauni skipt upp vegna hótana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 06:00 Litla-Hraun er stærsta fangelsi landsins. Vísir/Eyþór Tveir fangar, sem hafa haft sig hvað mest frammi í svokölluðu verkfalli á Litla-Hrauni, hafa verið fluttir á Hólmsheiði, meðal annars vegna hótana og ógnana í garð starfsmanna fangelsisins og samfanga. Hótanirnar hafa til að mynda beinst gegn Halldóri Vali Pálssyni, forstöðumanni Litla-Hrauns, og verið tilkynntar lögreglu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fangarnir ákváðu í upphafi viku að mæta hvorki til skóla né starfa eftir að íþróttasal Litla-Hrauns var lokað, en það var gert í kjölfar árásar á átján ára hælisleitanda í salnum. Segja fangarnir að um sé að ræða hóprefsingu og fara fram á að slíkum refsingum verði hætt tafarlaust. Þá eru þeir ósáttir við umfjöllun um árásina þar sem fram hafi komið að ráðist hafi verið á piltinn sökum kynþáttafordóma, en þeir segja þær ásakanir úr lausu lofti gripnar. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að útlit sé fyrir að ró sé að færast yfir hópinn og að einhverjir séu farnir að mæta til skóla og vinnu. Hann tekur á sama tíma fram að félagið standi ekki að baki mótmælunum, en að verið sé að miðla málum í samvinnu við fangelsismálayfirvöld. Aðspurður segist hann ekki kannast við meintar hótanir en segir það miður ef rétt reynist. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að verið sé að vinna í málinu. „Það er mikilvægt að fangar geti sótt vinnu og stundað nám í fangelsinu og það er okkar verkefni að tryggja það. Við höfum átt samskipti við Afstöðu og það er sameiginlegur vilji til að láta þessa hluti ganga upp,“ segir Páll, sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Heimildir blaðsins herma að um tiltekinn hóp fanga sé að ræða og aðrir fangar hafi ekki átt annars úrkosta en að taka þátt í aðgerðum hópsins, þrátt fyrir að hafa viljað mæta í skóla eða vinnu. Þeir vilji síður setja sig upp á móti umræddum föngum, sem eru þekktir og margdæmdir ofbeldismenn. Halldór Valur, forstöðumaður Litla-Hrauns, vildi ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla þegar eftir því var leitað. Fangelsismál Tengdar fréttir Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli Fangar mæta hvorki til náms né starfa á Litla-Hrauni. Eru ósáttir við hóprefsingar í kjölfar líkamsárásar í síðustu viku og mikils óróa gætir. Aðgerðum þeirra verður mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda. 31. janúar 2018 06:45 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Tveir fangar, sem hafa haft sig hvað mest frammi í svokölluðu verkfalli á Litla-Hrauni, hafa verið fluttir á Hólmsheiði, meðal annars vegna hótana og ógnana í garð starfsmanna fangelsisins og samfanga. Hótanirnar hafa til að mynda beinst gegn Halldóri Vali Pálssyni, forstöðumanni Litla-Hrauns, og verið tilkynntar lögreglu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fangarnir ákváðu í upphafi viku að mæta hvorki til skóla né starfa eftir að íþróttasal Litla-Hrauns var lokað, en það var gert í kjölfar árásar á átján ára hælisleitanda í salnum. Segja fangarnir að um sé að ræða hóprefsingu og fara fram á að slíkum refsingum verði hætt tafarlaust. Þá eru þeir ósáttir við umfjöllun um árásina þar sem fram hafi komið að ráðist hafi verið á piltinn sökum kynþáttafordóma, en þeir segja þær ásakanir úr lausu lofti gripnar. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að útlit sé fyrir að ró sé að færast yfir hópinn og að einhverjir séu farnir að mæta til skóla og vinnu. Hann tekur á sama tíma fram að félagið standi ekki að baki mótmælunum, en að verið sé að miðla málum í samvinnu við fangelsismálayfirvöld. Aðspurður segist hann ekki kannast við meintar hótanir en segir það miður ef rétt reynist. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að verið sé að vinna í málinu. „Það er mikilvægt að fangar geti sótt vinnu og stundað nám í fangelsinu og það er okkar verkefni að tryggja það. Við höfum átt samskipti við Afstöðu og það er sameiginlegur vilji til að láta þessa hluti ganga upp,“ segir Páll, sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Heimildir blaðsins herma að um tiltekinn hóp fanga sé að ræða og aðrir fangar hafi ekki átt annars úrkosta en að taka þátt í aðgerðum hópsins, þrátt fyrir að hafa viljað mæta í skóla eða vinnu. Þeir vilji síður setja sig upp á móti umræddum föngum, sem eru þekktir og margdæmdir ofbeldismenn. Halldór Valur, forstöðumaður Litla-Hrauns, vildi ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla þegar eftir því var leitað.
Fangelsismál Tengdar fréttir Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli Fangar mæta hvorki til náms né starfa á Litla-Hrauni. Eru ósáttir við hóprefsingar í kjölfar líkamsárásar í síðustu viku og mikils óróa gætir. Aðgerðum þeirra verður mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda. 31. janúar 2018 06:45 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli Fangar mæta hvorki til náms né starfa á Litla-Hrauni. Eru ósáttir við hóprefsingar í kjölfar líkamsárásar í síðustu viku og mikils óróa gætir. Aðgerðum þeirra verður mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda. 31. janúar 2018 06:45
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50