Fangelsismál

Fréttamynd

Öryggi betur tryggt – fangelsis­mál færð til nú­tímans

Stórar og tímabærar breytingar eru framundan í fangelsimálum. Strax í apríl á þessu ári tilkynnti ríkisstjórnin um sjö þýðingarmiklar aðgerðir sem munu leiða til meiri samhæfingar innan kerfisins, betri nýtingu fjármuna og tryggari lagastoð fyrir nauðsynlegum en íþyngjandi inngripum. Ríkisstjórnin hefur tryggt fjármagn í þessar aðgerðir.

Skoðun
Fréttamynd

„Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“

Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir hefndarhegðun vaxandi ógn og hættulegan vítahring. Skaðleg hegðun ungmenna hafi aukist. Það þurfi að auka forvarnir og bregðast við fyrr. Slæmar hugmyndir og hegðun dreifist hratt á samfélagsmiðlum en það sé hægt að nota þá líka til að dreifa góðum hugmyndum hratt. 

Innlent
Fréttamynd

Of­beldi í garð fanga­varða eykst

Fangaverðir á Íslandi verða sífellt fyrir meira ofbeldi í starfi. Fimm urðu að leita á slysadeild eftir hópárás í liðinni viku þar sem sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. Talsmaður fangavarða segir mikilvægt að hlúð sé að fangavörðum sem lendi í slíkum árásum.

Innlent
Fréttamynd

Bana­maður ráð­herra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið

Fyrir rúmlega tuttugu árum var maður dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að stinga utanríkisráðherra Svíþjóðar til bana. Nú hefur maðurinn fengið sérstakt leyfi til að stíga fæti út fyrir fangelsið í von um að draga úr skaðlegum áhrifum fangelsisvistarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Vill þyngja refsingar við líkams­árásum

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sent refsiréttarnefnd bréf þar sem hún fer þess á leit við nefndina að athuga hvort tilefni sé til að endurskoða ákvæði almennra hegningarlaga sem varða líkamsárásir.

Innlent
Fréttamynd

42 pró­sent fanga er­lendir ríkis­borgarar

Erlendum ríkisborgurum sem afplána í fangelsum landsins hefur fjölgað á síðustu árum en á síðasta ári var hlutfallið 42 prósent. Árið 2019 var hlutfall erlendra ríkisborgara í fangelsum landsins 21 prósent og árið 2014 var hlutfallið 14 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Brúnkukrems- og karókíkvöld á dag­skrá kvenfanga

Aldrei hafa fleiri kvenfangar setið í fangelsi hér á landi. Í leið hefur virkni og félagsstarf í fangelsum aldrei verið blómlegra. Á kvennadeild fangelsisins á Hólmsheiði fara reglulega fram karókíkvöld, brúnkukremskvöld, súmbakvöld og svo lengi mætti telja. 

Lífið
Fréttamynd

Svíar leigja fangelsis­pláss í Eist­landi

Sænsk stjórnvöld hafa gert samkomulag við Eistland um að leigja um fjögur hundruð fangaklefa sem geta hýst allt að sex hundruð sænska fanga. Samningurinn á að leysa úr þröngri stöðu í fangelsismálum í Svíþjóð.

Erlent
Fréttamynd

Konum í af­plánun fjölgar: Með flókin á­föll á bakinu

Á síðustu árum hefur orðið marktæk aukning á fjölda kvenna sem afplána fangelsisdóma á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun má fyrst og fremst rekja aukninguna til þess að fleiri konur eru handteknar fyrir að smygla vímuefnum til landsins og eru í kjölfarið úrskurðaðar í gæsluvarðhald.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Af­mælis­ráð­stefna Af­stöðu

Afstaða, félag fanga, stendur fyrir ráðstefnu í dag í tilefni af tuttugu ára afmæli félagsins. Verður þar meðal annars rætt um hvernig afplánun hefur breyst og hvað hafi almennt breyst í fangelsismálum á síðustu árum.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í ein­angrun vegna pláss­leysis

Stjórn Fangavarðafélags Ísland hefur lýst yfir þungum áhyggjum sínum af ofnýtingu fangelsa landsins. Dæmi eru um að fangar sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald án takmarkanna þurfi að gista í einangrunarklefum til lengri tíma vegna plássleysis.

Innlent
Fréttamynd

Af­staða – á vaktinni í 20 ár

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Afstaða – félag um bætt fangelsismál og betrun var stofnað á Litla-Hrauni fyrir tuttugu árum. Félagið sem fyrst var stofnað utan um hagsmunamál fanga, eins og lengri útivist og betri aðstöðu í íþróttahúsi, hefur orðið að öflugu hagsmunafélagi sem berst fyrir bættum fangelsismálum á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Af­staða fær 600 þúsund í verð­laun frá Reykja­víkur­borg

Afstaða, félag um bætt fangelsismál og betrun, hlaut í dag 600 þúsund krónur að gjöf fyrir að hljóta mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2025. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri afhenti Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni félagsins, verðlaunin í Höfða fyrr í dag fyrir starf Afstöðu í þágu fanga og aðstandenda þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Raddir fanga

Í kennslubók í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands kom fram á níunda áratugnum að ekki heyrðist frá föngum hér á landi, engin rödd bærist þaðan.

Skoðun