Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2018 22:15 Jón Benediktsson, bóndi á Auðnum í Laxárdal. Fyrir aftan má sjá dalinn sem átti að sökkva. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stíflan fræga sem sprengd var í Mývatnssveit fyrir nærri hálfri öld var valin vegna þess að hún lá vel við höggi. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þar rifjuðu bændur úr Laxárdal upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. Þetta var aðalfrétt dagblaðanna í lok ágústmánaðar 1970. Þetta var ein stærsta frétt ársins 1970 þegar þingeyskir bændur komu saman og sprengdu stíflu í Miðkvísl Laxár þar sem hún rennur úr Mývatni. Stóru átökin snerust þó ekki um þessa litlu stíflu heldur um miklu stærri áform, nærri sextíu metra háa stíflu sem reisa átti efst í gljúfrunum ofan Laxárvirkjunar, ásamt miklum vatnaflutningum af vatnasviði Skjálfandafljóts. Við rifjuðum upp þessa atburði með Laxdælingum en bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir, segja að stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. „Það hreyfði hér verulega við fólki. Og við höldum að nánast allir Laxdælingar hafi verið andsnúnir þessu,” sagði Halldór. Bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar fjölmennur mótmælaakstur Þingeyinga til Akureyrar dugði ekki á ráðamenn voru send sterkari skilaboð; með dínamiti. Jón Benediktsson á Auðnum segir að stíflan í Miðkvísl hafi verið valin vegna þess að hún var reist án tilskilinna stjórnvaldsleyfa. „Og gegn hörðum andmælum landeigenda, sem sáu sér ekki fært að koma við lögbanni. Þannig að þetta mannvirki átti eiginlega engan rétt á sér og lá þessvegna vel við höggi,” sagði Jón. Áskell Jónasson á Þverá tók einnig þátt í að sprengja stífluna. En er orðið ljóst að bændurnir höfðu sigur? „Já, ég held að það megi segja það. Maður er að vona að það sé orðinn endanlegur sigur,” sagði Áskell. Áskell Jónasson, bóndi á Þverá í Laxárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En er Laxárdeilunni í raun lokið? Þeirri spurningu var varpað fram í þættinum í kvöld. Þátturinn verður endursýndur næstkomandi sunnudagskvöld klukkan 17.30. Áfram verður svo fjallað um mannlíf í Laxárdal í næsta þætti „Um land allt" mánudagskvöldið 26. febrúar en þá kynnumst við sögufrægum húsaminjum og heyrum af litríkum Laxdælingum fyrri tíma. Brot úr þættinum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld: Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Stíflan fræga sem sprengd var í Mývatnssveit fyrir nærri hálfri öld var valin vegna þess að hún lá vel við höggi. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þar rifjuðu bændur úr Laxárdal upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. Þetta var aðalfrétt dagblaðanna í lok ágústmánaðar 1970. Þetta var ein stærsta frétt ársins 1970 þegar þingeyskir bændur komu saman og sprengdu stíflu í Miðkvísl Laxár þar sem hún rennur úr Mývatni. Stóru átökin snerust þó ekki um þessa litlu stíflu heldur um miklu stærri áform, nærri sextíu metra háa stíflu sem reisa átti efst í gljúfrunum ofan Laxárvirkjunar, ásamt miklum vatnaflutningum af vatnasviði Skjálfandafljóts. Við rifjuðum upp þessa atburði með Laxdælingum en bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir, segja að stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. „Það hreyfði hér verulega við fólki. Og við höldum að nánast allir Laxdælingar hafi verið andsnúnir þessu,” sagði Halldór. Bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar fjölmennur mótmælaakstur Þingeyinga til Akureyrar dugði ekki á ráðamenn voru send sterkari skilaboð; með dínamiti. Jón Benediktsson á Auðnum segir að stíflan í Miðkvísl hafi verið valin vegna þess að hún var reist án tilskilinna stjórnvaldsleyfa. „Og gegn hörðum andmælum landeigenda, sem sáu sér ekki fært að koma við lögbanni. Þannig að þetta mannvirki átti eiginlega engan rétt á sér og lá þessvegna vel við höggi,” sagði Jón. Áskell Jónasson á Þverá tók einnig þátt í að sprengja stífluna. En er orðið ljóst að bændurnir höfðu sigur? „Já, ég held að það megi segja það. Maður er að vona að það sé orðinn endanlegur sigur,” sagði Áskell. Áskell Jónasson, bóndi á Þverá í Laxárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En er Laxárdeilunni í raun lokið? Þeirri spurningu var varpað fram í þættinum í kvöld. Þátturinn verður endursýndur næstkomandi sunnudagskvöld klukkan 17.30. Áfram verður svo fjallað um mannlíf í Laxárdal í næsta þætti „Um land allt" mánudagskvöldið 26. febrúar en þá kynnumst við sögufrægum húsaminjum og heyrum af litríkum Laxdælingum fyrri tíma. Brot úr þættinum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld:
Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28