Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2018 20:45 Grjótið kom upp af hafsbotni norðan Grímseyjar og er úr nýlegu hrauni. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar fyrir tólf árum, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur segir þó ekkert benda til að hrinan núna tengist eldsumbrotum. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þegar fréttir berast af jarðskjálftahrinu við Grímsey rifjast upp viðtal sem við tókum við Bryndísi Brandsdóttur fyrir fjórum árum um viðamiklar rannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem fram fóru á árunum 2001 til 2005. Þrívíddarmyndir með fjölgeislamælingum leiddu í ljós nokkur neðansjávareldfjöll, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Bryndís sýndi okkur þá hraunmola sem náðist upp af hafsbotni árið 2005. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur í Öskju, húsi Háskóla Íslands, í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Við hittum Bryndísi aftur í dag og hún varðveitir enn hraunmolann, sem er úr nýlegu gosi á hafsbotni. Ekki hefur þó tekist að tímasetja það eldgos nákvæmlega en steinninn gæti hafa verið nokkurra ára eða fárra áratuga gamall. Hann kom upp af Stóragrunni norðan Grímseyjar, þar sem stærsta neðansjávareldfjallið er á svæðinu. Skjálftahrinan núna er mun nær Grímsey, í eldstöð sem kallast Nafir. Þar sjást hins vegar núna hvorki merki um eldgos né kvikuhreyfingar, að sögn Bryndísar. Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni en þaðan kom hraunmolinn.Svo virðist sem neðansjávargos séu algeng úti fyrir Norðurlandi. Þannig segir Bryndís að nýleg hraun hafi fundist víðar en á Stóragrunni, og nefnir svokallaðan Hól og fleiri staði á hafsbotninum. En Grímseyingar virðast þó geta verið rólegir gagnvart eldsumbrotum sem stendur, það virðist ekkert leynigos í gangi, að því er fram kemur í viðtali við Bryndísi, sem sjá má hér: Grímsey Tengdar fréttir Segir líkur á að kvika sé á leið upp í setlög í Eyjafjarðarál Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, telur miklar líkur á að kvika sé að brjótast upp í setlög á botni Eyjafjarðaáls. Kvikan komist þó ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar heldur myndi kvikuinnskot inni í setinu. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur birtir í dag á eldfjallabloggi sínu um jarðskjálftahrinuna norðanlands. 23. október 2012 21:01 Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar fyrir tólf árum, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur segir þó ekkert benda til að hrinan núna tengist eldsumbrotum. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þegar fréttir berast af jarðskjálftahrinu við Grímsey rifjast upp viðtal sem við tókum við Bryndísi Brandsdóttur fyrir fjórum árum um viðamiklar rannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem fram fóru á árunum 2001 til 2005. Þrívíddarmyndir með fjölgeislamælingum leiddu í ljós nokkur neðansjávareldfjöll, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Bryndís sýndi okkur þá hraunmola sem náðist upp af hafsbotni árið 2005. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur í Öskju, húsi Háskóla Íslands, í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Við hittum Bryndísi aftur í dag og hún varðveitir enn hraunmolann, sem er úr nýlegu gosi á hafsbotni. Ekki hefur þó tekist að tímasetja það eldgos nákvæmlega en steinninn gæti hafa verið nokkurra ára eða fárra áratuga gamall. Hann kom upp af Stóragrunni norðan Grímseyjar, þar sem stærsta neðansjávareldfjallið er á svæðinu. Skjálftahrinan núna er mun nær Grímsey, í eldstöð sem kallast Nafir. Þar sjást hins vegar núna hvorki merki um eldgos né kvikuhreyfingar, að sögn Bryndísar. Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni en þaðan kom hraunmolinn.Svo virðist sem neðansjávargos séu algeng úti fyrir Norðurlandi. Þannig segir Bryndís að nýleg hraun hafi fundist víðar en á Stóragrunni, og nefnir svokallaðan Hól og fleiri staði á hafsbotninum. En Grímseyingar virðast þó geta verið rólegir gagnvart eldsumbrotum sem stendur, það virðist ekkert leynigos í gangi, að því er fram kemur í viðtali við Bryndísi, sem sjá má hér:
Grímsey Tengdar fréttir Segir líkur á að kvika sé á leið upp í setlög í Eyjafjarðarál Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, telur miklar líkur á að kvika sé að brjótast upp í setlög á botni Eyjafjarðaáls. Kvikan komist þó ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar heldur myndi kvikuinnskot inni í setinu. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur birtir í dag á eldfjallabloggi sínu um jarðskjálftahrinuna norðanlands. 23. október 2012 21:01 Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Segir líkur á að kvika sé á leið upp í setlög í Eyjafjarðarál Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, telur miklar líkur á að kvika sé að brjótast upp í setlög á botni Eyjafjarðaáls. Kvikan komist þó ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar heldur myndi kvikuinnskot inni í setinu. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur birtir í dag á eldfjallabloggi sínu um jarðskjálftahrinuna norðanlands. 23. október 2012 21:01
Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00