Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 14:29 Lilja og Oddný voru gestir Heimis Más í Víglínunni í dag. Mikilvægast er að allt sé uppi á borðum varðandi endurgreiðslur á kostnaði til þingmanna. Þetta segja Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Rætt var við Lilju og Oddnýju í Víglínunni á Stöð 2 í dag.Oddný er ein þeirra tíu þingmanna sem fékk mest endurgreitt á síðasta ári vegna aksturskostnaðar. Oddný fékk 2.471.403 krónur endurgreiddar vegna aksturs 24.617 kílómetra. Oddný er þó langt á eftir Ásmundi Friðrikssyni sem fékk alls 4.627.144 krónur endurborgaðar á síðasta ári. Oddný segir að Ásmundur þurfi sjálfur að svara fyrir sig en tekur undir að um sé að ræða heil mikinn akstur. „Það sem mér finnst skipta máli í þessari umræðu er að allt sé uppi á borðum. Það sem hefur gert okkur sem erum að reyna að fara eftir reglunum og felst erum við heiðarlegt og got fólk, þegar leynd hvílir yfir upplýsingum þá er tortryggnin meiri,“ segir Oddný.Íhugar að leigja í Reykjavík „Landsbyggðarþingmenn fá greitt annars vegar fyrir að halda tvö heimili og hinsvegar keyra á milli og ég er í þeim hópi. Ég bý í garðinum og keyri á milli. Árið 2017 fóru 17 þúsund kílómetarar í akstur til og fráheimili. Um 6 þúsund um kjördæmið. Oddný segir að þingmenn hafi fengið tölvupóst í nóvember síðastliðnum þar sem þeim væri sagt að þeir sem mest ækju þyrftu að fara að nýta sér leigubíla. „Ég hef ekki rukkað fyrir akstur á þessu ári en ég er ekki komin á bílaleigubíl og það er fyrst og fremst að í þessari ófræð sem hefur verið hef ég kosið að vera á jeppanum mínum.“ Hún segist jafnframt vera að íhuga að leigja sér íbúð í Reykjavík til að minnka akstur en bendir á að það sé í raun dýrara fyrir skattgreiðendur, þó það geri líf hennar þægilegra.Skapi óþarfa tortryggni Oddný er þingmaður Suðurkjördæmis en Lilja, sem er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, tekur undir með henni. „Það er allt önnur staða þeirra sem eru í Reykjavík heldur en landsbyggðarþingmanna og verður að horfast í augu við það en ég er sammála að það er best að þetta sé allt uppi á borðum,“ segir Lilja. Hún segir jafnframt að hún hafi talið að svo væri. Hún hafi komið ný inn á þing í október árið 2016, búi miðsvæðis í Reykjavík og hafi aldrei þurft að skila akstursreikningum. Hún hafi því ekki áttað sig á því að leynd væri yfir þessum greiðslum. Ég tek heilshugar undir það að gera grein fyrir þessu, þetta sé allt skýrt. Það er verið að búa til óþarfa tortryggni og vantraust á stjórnmálin og það er engin þörf á því.“ Stj.mál Víglínan Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Mikilvægast er að allt sé uppi á borðum varðandi endurgreiðslur á kostnaði til þingmanna. Þetta segja Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Rætt var við Lilju og Oddnýju í Víglínunni á Stöð 2 í dag.Oddný er ein þeirra tíu þingmanna sem fékk mest endurgreitt á síðasta ári vegna aksturskostnaðar. Oddný fékk 2.471.403 krónur endurgreiddar vegna aksturs 24.617 kílómetra. Oddný er þó langt á eftir Ásmundi Friðrikssyni sem fékk alls 4.627.144 krónur endurborgaðar á síðasta ári. Oddný segir að Ásmundur þurfi sjálfur að svara fyrir sig en tekur undir að um sé að ræða heil mikinn akstur. „Það sem mér finnst skipta máli í þessari umræðu er að allt sé uppi á borðum. Það sem hefur gert okkur sem erum að reyna að fara eftir reglunum og felst erum við heiðarlegt og got fólk, þegar leynd hvílir yfir upplýsingum þá er tortryggnin meiri,“ segir Oddný.Íhugar að leigja í Reykjavík „Landsbyggðarþingmenn fá greitt annars vegar fyrir að halda tvö heimili og hinsvegar keyra á milli og ég er í þeim hópi. Ég bý í garðinum og keyri á milli. Árið 2017 fóru 17 þúsund kílómetarar í akstur til og fráheimili. Um 6 þúsund um kjördæmið. Oddný segir að þingmenn hafi fengið tölvupóst í nóvember síðastliðnum þar sem þeim væri sagt að þeir sem mest ækju þyrftu að fara að nýta sér leigubíla. „Ég hef ekki rukkað fyrir akstur á þessu ári en ég er ekki komin á bílaleigubíl og það er fyrst og fremst að í þessari ófræð sem hefur verið hef ég kosið að vera á jeppanum mínum.“ Hún segist jafnframt vera að íhuga að leigja sér íbúð í Reykjavík til að minnka akstur en bendir á að það sé í raun dýrara fyrir skattgreiðendur, þó það geri líf hennar þægilegra.Skapi óþarfa tortryggni Oddný er þingmaður Suðurkjördæmis en Lilja, sem er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, tekur undir með henni. „Það er allt önnur staða þeirra sem eru í Reykjavík heldur en landsbyggðarþingmanna og verður að horfast í augu við það en ég er sammála að það er best að þetta sé allt uppi á borðum,“ segir Lilja. Hún segir jafnframt að hún hafi talið að svo væri. Hún hafi komið ný inn á þing í október árið 2016, búi miðsvæðis í Reykjavík og hafi aldrei þurft að skila akstursreikningum. Hún hafi því ekki áttað sig á því að leynd væri yfir þessum greiðslum. Ég tek heilshugar undir það að gera grein fyrir þessu, þetta sé allt skýrt. Það er verið að búa til óþarfa tortryggni og vantraust á stjórnmálin og það er engin þörf á því.“
Stj.mál Víglínan Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21