Aldrei fleiri í Vinstri grænum Jakob Bjarnar skrifar 16. febrúar 2018 15:43 Vinstri græn aldrei verið fleiri og ríkir fögnuður mikill í þeirra herbúðum. visir/laufey Vinstri græn rufu 6 þúsund félaga múrinn í vikunni. 6010 félagar eru í dag skráðir í hreyfinguna og er það í fyrsta sinn í nítján ára sögu VG sem fjöldi skráðra félaga fer yfir 6 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Vinstri grænna og hún lék við hvurn sinn fingur þegar Vísir ræddi við hana nú rétt í þessu. Hún telur ljóst að meginástæðan sé væntanlegt forval Vinstri grænna í Reykjavík.Frá árinu 2005. Stofnandi og formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon og þá nýkjörinn varaformaður, Katrín Jakobsdóttir -- vinsælasti stjórnmálamaður landsins.visir/e.ólFyrir liggur að nýlegt ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk var biti sem margir áttu erfitt með að kyngja og skrifaði Vísir fréttir af úrsögnum úr flokknum. En, Björg Eva segir að fljótlega eftir að þær fréttir tóku að birtast hafi dregið úr þeim úrsögnum og farið að bera á því að fólk skráði sig í flokkinn. Drífa Snædal, þungavigtarkona í VG, sagði sig með látum úr flokknum og sagði ríkisstjórnarsamstarfið eins og að éta skít.Margir ánægðir með ríkisstjórnarsamstarfið „Það var líka fólk sem var ánægt með þetta ríkisstjórnarsamstarf og skráði sig í flokkinn vegna þess. Það var til í dæminu líka,“ segir Björg Eva. En dregur ekki úr því þó að það hafi tekið á að ganga til þessa samstarfs.Björg Eva framkvæmdastjóri er ánægð með ganginn í flokksstarfinu.vgEn, þetta met bendir til þess að ekkert sljákki í óvéfengjanlegum vinsældum Katrínar Jakobsdóttur formanns? „Það get ég ekkert sagt um en flokkurinn er stærri en nokkru sinni áður. Það er það eina sem ég get sagt um þetta nema ég veit að forvalið í Reykjavík hefur talsvert um þetta að segja. En, það var sígandi lukka á undan líka.“ Í forvalinu er einkum tekist á um þriðja sætið en Líf Magneudóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, býður sig ein fram í 1. sætið. Rafræn kosning um fimm efstu sætin fer fram 24. febrúar. Í tilkynningu kemur fram að frambjóðendur VG í Reykjavík kynni stefnumál sín á frambjóðendafundi úti á Granda á morgun laugardag, á milli klukkan tvö og fjögur á fundi sem er öllum opinn í Messanum Grandagarði 8. Tengdar fréttir Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri Grænna hefur sagt sig úr flokknum vegna ríkisstjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokkinn. 16. nóvember 2017 14:25 Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr VG Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði síðan á mánudag þegar tilkynnt var að flokkurinn myndi fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 16. nóvember 2017 15:19 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Vinstri græn rufu 6 þúsund félaga múrinn í vikunni. 6010 félagar eru í dag skráðir í hreyfinguna og er það í fyrsta sinn í nítján ára sögu VG sem fjöldi skráðra félaga fer yfir 6 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Vinstri grænna og hún lék við hvurn sinn fingur þegar Vísir ræddi við hana nú rétt í þessu. Hún telur ljóst að meginástæðan sé væntanlegt forval Vinstri grænna í Reykjavík.Frá árinu 2005. Stofnandi og formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon og þá nýkjörinn varaformaður, Katrín Jakobsdóttir -- vinsælasti stjórnmálamaður landsins.visir/e.ólFyrir liggur að nýlegt ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk var biti sem margir áttu erfitt með að kyngja og skrifaði Vísir fréttir af úrsögnum úr flokknum. En, Björg Eva segir að fljótlega eftir að þær fréttir tóku að birtast hafi dregið úr þeim úrsögnum og farið að bera á því að fólk skráði sig í flokkinn. Drífa Snædal, þungavigtarkona í VG, sagði sig með látum úr flokknum og sagði ríkisstjórnarsamstarfið eins og að éta skít.Margir ánægðir með ríkisstjórnarsamstarfið „Það var líka fólk sem var ánægt með þetta ríkisstjórnarsamstarf og skráði sig í flokkinn vegna þess. Það var til í dæminu líka,“ segir Björg Eva. En dregur ekki úr því þó að það hafi tekið á að ganga til þessa samstarfs.Björg Eva framkvæmdastjóri er ánægð með ganginn í flokksstarfinu.vgEn, þetta met bendir til þess að ekkert sljákki í óvéfengjanlegum vinsældum Katrínar Jakobsdóttur formanns? „Það get ég ekkert sagt um en flokkurinn er stærri en nokkru sinni áður. Það er það eina sem ég get sagt um þetta nema ég veit að forvalið í Reykjavík hefur talsvert um þetta að segja. En, það var sígandi lukka á undan líka.“ Í forvalinu er einkum tekist á um þriðja sætið en Líf Magneudóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, býður sig ein fram í 1. sætið. Rafræn kosning um fimm efstu sætin fer fram 24. febrúar. Í tilkynningu kemur fram að frambjóðendur VG í Reykjavík kynni stefnumál sín á frambjóðendafundi úti á Granda á morgun laugardag, á milli klukkan tvö og fjögur á fundi sem er öllum opinn í Messanum Grandagarði 8.
Tengdar fréttir Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri Grænna hefur sagt sig úr flokknum vegna ríkisstjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokkinn. 16. nóvember 2017 14:25 Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr VG Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði síðan á mánudag þegar tilkynnt var að flokkurinn myndi fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 16. nóvember 2017 15:19 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Drífa hættir í VG og segir ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk verða „eins og að éta skít“ Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri Grænna hefur sagt sig úr flokknum vegna ríkisstjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokkinn. 16. nóvember 2017 14:25
Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr VG Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði síðan á mánudag þegar tilkynnt var að flokkurinn myndi fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. 16. nóvember 2017 15:19