Cruz leggur spilin á borðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 06:30 Nikolas Cruz var leiddur fyrir dómara í gær. Skjáskot Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. Lögfræðingur hans, Melissa McNeill, segir Cruz vera fullan iðrunar eftir árásina. Hann sé ungur, brotinn maður og harmi sleginn. Í gögnum sem nú þegar hafa verið lögð fram gegn honum fyrir þarlendum dómstólum er haft eftir Cruz að hann hafi náð að flýja af vettvangi eftir að hafa hleypt af vopnum sínum, sem hann skildi svo eftir á skólalóðinni. Hann var dreginn fyrir dómara í gær en hann verður sóttur til saka fyrir öll morðin 17. Skotárásin sem hann stóð fyrir er sú mannskæðasta í bandarískum skóla síðan árið 2012.Sjá einnig: „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“„Cruz segist vera byssumaðurinn sem fór inn á skólalóðina með AR-15 riffill og tók að skjóta á nemendur sem hann sá í og við skólabygginguna,“ segir meðal annars í gögnunum sem lögð voru fyrir dómara í gær. Þar kemur jafnframt fram að Cruz hafi verið með fleiri skothylki sem hann geymdi í bakpoka og hliðartösku. Eftir skothríðina hafi hann kastað frá sér vopnunum með það fyrir augum að falla inn í mannfjöldann og reyna þannig að yfirgefa vettvanginn í allri ringulreiðinni sem skapaðist.Hann er sagður hafa komist óséður af skólalóðinni og haldið rakleiðis í næstu Walmart-verslun þar sem hann faldi sig um stund. Því næst fór hann á McDonalds en um klukkustund eftir árásina náðu lögreglumenn að hafa hendur í hári hans. Mikil ringulreið skapaðist á skólalóðinni. Hana nýtti Cruz sér til að komast af vettvangi.Vísir/AFPÞrátt fyrir játninguna er ekki enn vitað um ástæður þess að Cruz myrti fólkið en hann hafði verið rekinn úr skólanum fyrir ótilgreind agabrot. Þá höfðu vinir hans grínast með að hann væri líklegur til þess að mæta með riffil í skólann og hefja skothríð. Sjá einnig: Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Bandaríska leyniþjónustun hefur að sama skapi viðurkennt að hafa fengið ábendingar um að Nikolas Cruz gæti verið líklegur til vandræða, ekki síst vegna samfélagsmiðlahegðunar hans. Færslur hans á samfélagsmiðlum teikna upp mynd af ungum manni, fullum af hatri. Margar hverjar voru gegnumsýrðar af kynþáttahatri og átti hann það til að hreyta fúkyrðum í múslima og svart fólk. Í færslum sínum sagðist hann ætla að berjast gegn andfastistum og öllum þeim lögreglumönnum sem myndu standa í vegi hans. Undir lok síðasta árs lýsti hann því fjálglega yfir að hann ætlaði sér að verða „atvinnuskotárásarmaður,“ eins og hann orðaði það. Þá hafði Cruz jafnframt bein tengsl við hópa hvítra þjóernissinna vestanhafs. Ætlaði að skrópa á degi ástarinnar Ef marka má fjölskylduna sem hýsti Cruz virðist ekkert hafa verið óeðlilegt við drenginn þegar hann vaknaði að morgni árásarinnar. Það eina óeðlilega var að hann neitaði að mæta í íþróttir í fyrsta tíma. „Það er valentínusardagurinn. Ég fer ekki í skólann á valentínusardaginn,“ hefur lögmaður fjölskyldunnar eftir honum í samtali við CNN. Þau hafi ekki gert neitt í málinu, skrifuðu þetta bara á unglingastæla og leyfðu honum að vera heima. Þau höfðu tekið Cruz að sér á síðasta ári eftir að móðir hans lést. Þau segja augljóst að hann hafi verið þunglyndur og þau hafi því gert allt sem í þeirra valdi stóð til að létta honum lífið. Þannig hafi þau yfirleitt keyrt hann í skólann og hjálpuðu honum að útvega sér vinnu. Þau vissu að Cruz ættu byssu en segjast hafa sett skýrar reglur um notkun hennar. Hún ætti að vera í læstri kistu í herbergi hans öllum stundum. Cruz hafði þó engu að síður lykilinn að henni í fórum sínum. „Fjölskyldan gerði það sem hún hélt að væri rétt í stöðunni. Þau tóku að sér brotið barn og reyndu að hjálpa því. Það þýðir ekki að hann hafi ekki mátt taka byssuna með sér inn á heimili þeirra. Þau læstu hana inni og trúðu því að það væru nægar ráðstafanir, að það yrði ekkert vandamál. Enginn sá að svona ódæðisverk væri í kortunum hjá þessu barni, að það gæti nokkurn tímann gert eitthvað þessu líkt,“ segir lögmaður fjölskyldunnar. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. Lögfræðingur hans, Melissa McNeill, segir Cruz vera fullan iðrunar eftir árásina. Hann sé ungur, brotinn maður og harmi sleginn. Í gögnum sem nú þegar hafa verið lögð fram gegn honum fyrir þarlendum dómstólum er haft eftir Cruz að hann hafi náð að flýja af vettvangi eftir að hafa hleypt af vopnum sínum, sem hann skildi svo eftir á skólalóðinni. Hann var dreginn fyrir dómara í gær en hann verður sóttur til saka fyrir öll morðin 17. Skotárásin sem hann stóð fyrir er sú mannskæðasta í bandarískum skóla síðan árið 2012.Sjá einnig: „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“„Cruz segist vera byssumaðurinn sem fór inn á skólalóðina með AR-15 riffill og tók að skjóta á nemendur sem hann sá í og við skólabygginguna,“ segir meðal annars í gögnunum sem lögð voru fyrir dómara í gær. Þar kemur jafnframt fram að Cruz hafi verið með fleiri skothylki sem hann geymdi í bakpoka og hliðartösku. Eftir skothríðina hafi hann kastað frá sér vopnunum með það fyrir augum að falla inn í mannfjöldann og reyna þannig að yfirgefa vettvanginn í allri ringulreiðinni sem skapaðist.Hann er sagður hafa komist óséður af skólalóðinni og haldið rakleiðis í næstu Walmart-verslun þar sem hann faldi sig um stund. Því næst fór hann á McDonalds en um klukkustund eftir árásina náðu lögreglumenn að hafa hendur í hári hans. Mikil ringulreið skapaðist á skólalóðinni. Hana nýtti Cruz sér til að komast af vettvangi.Vísir/AFPÞrátt fyrir játninguna er ekki enn vitað um ástæður þess að Cruz myrti fólkið en hann hafði verið rekinn úr skólanum fyrir ótilgreind agabrot. Þá höfðu vinir hans grínast með að hann væri líklegur til þess að mæta með riffil í skólann og hefja skothríð. Sjá einnig: Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Bandaríska leyniþjónustun hefur að sama skapi viðurkennt að hafa fengið ábendingar um að Nikolas Cruz gæti verið líklegur til vandræða, ekki síst vegna samfélagsmiðlahegðunar hans. Færslur hans á samfélagsmiðlum teikna upp mynd af ungum manni, fullum af hatri. Margar hverjar voru gegnumsýrðar af kynþáttahatri og átti hann það til að hreyta fúkyrðum í múslima og svart fólk. Í færslum sínum sagðist hann ætla að berjast gegn andfastistum og öllum þeim lögreglumönnum sem myndu standa í vegi hans. Undir lok síðasta árs lýsti hann því fjálglega yfir að hann ætlaði sér að verða „atvinnuskotárásarmaður,“ eins og hann orðaði það. Þá hafði Cruz jafnframt bein tengsl við hópa hvítra þjóernissinna vestanhafs. Ætlaði að skrópa á degi ástarinnar Ef marka má fjölskylduna sem hýsti Cruz virðist ekkert hafa verið óeðlilegt við drenginn þegar hann vaknaði að morgni árásarinnar. Það eina óeðlilega var að hann neitaði að mæta í íþróttir í fyrsta tíma. „Það er valentínusardagurinn. Ég fer ekki í skólann á valentínusardaginn,“ hefur lögmaður fjölskyldunnar eftir honum í samtali við CNN. Þau hafi ekki gert neitt í málinu, skrifuðu þetta bara á unglingastæla og leyfðu honum að vera heima. Þau höfðu tekið Cruz að sér á síðasta ári eftir að móðir hans lést. Þau segja augljóst að hann hafi verið þunglyndur og þau hafi því gert allt sem í þeirra valdi stóð til að létta honum lífið. Þannig hafi þau yfirleitt keyrt hann í skólann og hjálpuðu honum að útvega sér vinnu. Þau vissu að Cruz ættu byssu en segjast hafa sett skýrar reglur um notkun hennar. Hún ætti að vera í læstri kistu í herbergi hans öllum stundum. Cruz hafði þó engu að síður lykilinn að henni í fórum sínum. „Fjölskyldan gerði það sem hún hélt að væri rétt í stöðunni. Þau tóku að sér brotið barn og reyndu að hjálpa því. Það þýðir ekki að hann hafi ekki mátt taka byssuna með sér inn á heimili þeirra. Þau læstu hana inni og trúðu því að það væru nægar ráðstafanir, að það yrði ekkert vandamál. Enginn sá að svona ódæðisverk væri í kortunum hjá þessu barni, að það gæti nokkurn tímann gert eitthvað þessu líkt,“ segir lögmaður fjölskyldunnar.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00 „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Skólaskotárás í Flórída er sú tíunda vestan hafs á tæplega hálfu ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti talar um geðheilsuvanda, Demókratar benda á byssueign. 16. febrúar 2018 07:00
„Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45
Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans, kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda við skólann í öruggt skjól. 15. febrúar 2018 18:45