Tíu sinnum ráðist á skóla á tæpu hálfu ári Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Fréttablaðiið Enn á ný er skotvopnaeign í deiglunni í Bandaríkjunum eftir tíundu mannskæðu skólaskotárás undanfarins hálfs árs. Sautján létust þegar hinn nítján ára Nikolas Kruz réðst á fyrrverandi samnemendur sína í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Parkland í Flórída á miðvikudag. Líkt og áður benda Repúblikanar á geðheilsuvanda en Demókratar telja mikla byssueign og of frjálslynda löggjöf ástæðu áratugalangs morðfaraldurs. „Svo margt bendir til þess að árásarmaðurinn í Flórída hafi átt við andleg veikindi að stríða. Hann var meðal annars rekinn úr skóla fyrir slæma hegðun. Nágrannar og samnemendur vissu að hann var til vandræða. Slíkt verður að tilkynna yfirvöldum,“ tísti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær.Sjá einnig: Cruz leggur spilin á borðið Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana í Flórída, sagði of snemmt að ræða um hvort þrengri skotvopnalöggjöf hefði komið í veg fyrir árásina. „Það verður að kynna sér staðreyndir málsins áður en maður stekkur til og talar um löggjöf sem maður heldur að hefði komið í veg fyrir svona harmleik.“ Þetta féllst Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Connecticut, ekki á. „Ekki segja mér að það sé ekki rétti tíminn til að ræða byssuofbeldið. Ef þú sem stjórnmálamaður aðhefst ekkert þá ertu samsekur.“ Alríkislögreglan (FBI) staðfesti í gær að henni hefði verið gert viðvart um Cruz áður en árásin átti sér stað. Hann hefði í fyrra til að mynda skrifað eftirfarandi ummæli á YouTube: „Ég ætla að verða atvinnumaður í skólaskotárásum.“ Málið hafi verið rannsakað en ekki hafi tekist að bera kennsl á þann sem skrifaði ummælin fyrr en nú. Birtist í Fréttablaðinu Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00 „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Enn á ný er skotvopnaeign í deiglunni í Bandaríkjunum eftir tíundu mannskæðu skólaskotárás undanfarins hálfs árs. Sautján létust þegar hinn nítján ára Nikolas Kruz réðst á fyrrverandi samnemendur sína í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Parkland í Flórída á miðvikudag. Líkt og áður benda Repúblikanar á geðheilsuvanda en Demókratar telja mikla byssueign og of frjálslynda löggjöf ástæðu áratugalangs morðfaraldurs. „Svo margt bendir til þess að árásarmaðurinn í Flórída hafi átt við andleg veikindi að stríða. Hann var meðal annars rekinn úr skóla fyrir slæma hegðun. Nágrannar og samnemendur vissu að hann var til vandræða. Slíkt verður að tilkynna yfirvöldum,“ tísti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær.Sjá einnig: Cruz leggur spilin á borðið Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana í Flórída, sagði of snemmt að ræða um hvort þrengri skotvopnalöggjöf hefði komið í veg fyrir árásina. „Það verður að kynna sér staðreyndir málsins áður en maður stekkur til og talar um löggjöf sem maður heldur að hefði komið í veg fyrir svona harmleik.“ Þetta féllst Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Connecticut, ekki á. „Ekki segja mér að það sé ekki rétti tíminn til að ræða byssuofbeldið. Ef þú sem stjórnmálamaður aðhefst ekkert þá ertu samsekur.“ Alríkislögreglan (FBI) staðfesti í gær að henni hefði verið gert viðvart um Cruz áður en árásin átti sér stað. Hann hefði í fyrra til að mynda skrifað eftirfarandi ummæli á YouTube: „Ég ætla að verða atvinnumaður í skólaskotárásum.“ Málið hafi verið rannsakað en ekki hafi tekist að bera kennsl á þann sem skrifaði ummælin fyrr en nú.
Birtist í Fréttablaðinu Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00 „Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30
Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00
„Trump! Vinsamlegast gerðu eitthvað!“ Tilfinningaþrungið viðtal bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við móður stúlku sem lést í skotárásinni í Flórída í gær hefur vakið mikla athygli. 15. febrúar 2018 23:42