Lægð dagsins annars eðlis Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. febrúar 2018 06:55 Lægðin sem heilsar upp á landsmenn í dag er víðáttumikil. VÍSIR/VILHELM Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur Er það ekki síst í ljósi þess að lægð dagsins í dag er annars eðlis en lægðir síðustu vikna, sem hafa verið litlar og krappar ásamt því að miðjur þeirra hafa farið yfir landið. Lægðin sem heilsar upp á landsmenn í dag er víðáttumikil og miðja hennar verður á djúpunum suður af landinu með þrýstingi rétt undir 950 mb að sögn veðurfræðings. „Lægðin sendir samskil yfir landið og í þeim er austan stormur og úrkoma,“ segir hann. Hann bætir við að það hlýni hjá okkur í dag „upp í frostmarkið eða rétt yfir það,“ og því verður úrkoman ýmist rigning, slydda eða snjókoma og mest af henni suðaustan- og austanlands. Óveðrið sem gæti orðið í dag mun þó ekki standa lengi yfir á hverjum stað ef marka má Veðurstofuna. það lægir snögglega við suðurströndina kringum hádegi og síðar einnig í öðrum landshlutum, með þeirri undantekningu að það blæs hraustlega á Vestfjörðum fram yfir miðnætti.Sjá einnig: Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarinsÞað verður svo fremur rólegt veður víðast hvar á morgun. Skúrir eða slydduél og hiti kringum frostmark, en hann ætti að hanga þurr í suðvesturfjórðungnum lengst af. Þá er ekki að sjá „nein stórátök“ í kortunum fyrir föstudag og laugardag. Hann gæti þó farið í sunnanátt með hláku á sunnudag og mánudag - „en enn er óvissa í spám um hversu mikil hlýindin verða.“ Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 8-15 m/s á Vestfjörðum, annars austlæg eða breytileg átt 3-10. Skúrir eða él, en lengst af þurrt suðvestantil á landinu. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag og laugardag:Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari vindur og bjartviðri á N- og A-landi. Hiti rétt ofan frostmarks við S- og V-ströndina, annars frost 1 til 7 stig.Á sunnudag:Sunnanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Hlýnandi veður.Á mánudag:Sunnanátt með rigningu eða súld, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 5 til 10 stig.Á þriðjudag:Snýst í suðvestanátt með skúrum og síðar éljum og kólnandi veðri. Þurrt norðaustantil á landinu. Veður Tengdar fréttir Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarins Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41 Hættulegt ferðaveður undir Eyjafjöllum í fyrramálið Mjög snarpar vindhviður verða undir Eyjafjöllum og hætta á foktjóni. Verður takmarkað skyggni í ofankomu og skafrenningi á svæðinu. 13. febrúar 2018 22:33 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur Er það ekki síst í ljósi þess að lægð dagsins í dag er annars eðlis en lægðir síðustu vikna, sem hafa verið litlar og krappar ásamt því að miðjur þeirra hafa farið yfir landið. Lægðin sem heilsar upp á landsmenn í dag er víðáttumikil og miðja hennar verður á djúpunum suður af landinu með þrýstingi rétt undir 950 mb að sögn veðurfræðings. „Lægðin sendir samskil yfir landið og í þeim er austan stormur og úrkoma,“ segir hann. Hann bætir við að það hlýni hjá okkur í dag „upp í frostmarkið eða rétt yfir það,“ og því verður úrkoman ýmist rigning, slydda eða snjókoma og mest af henni suðaustan- og austanlands. Óveðrið sem gæti orðið í dag mun þó ekki standa lengi yfir á hverjum stað ef marka má Veðurstofuna. það lægir snögglega við suðurströndina kringum hádegi og síðar einnig í öðrum landshlutum, með þeirri undantekningu að það blæs hraustlega á Vestfjörðum fram yfir miðnætti.Sjá einnig: Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarinsÞað verður svo fremur rólegt veður víðast hvar á morgun. Skúrir eða slydduél og hiti kringum frostmark, en hann ætti að hanga þurr í suðvesturfjórðungnum lengst af. Þá er ekki að sjá „nein stórátök“ í kortunum fyrir föstudag og laugardag. Hann gæti þó farið í sunnanátt með hláku á sunnudag og mánudag - „en enn er óvissa í spám um hversu mikil hlýindin verða.“ Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 8-15 m/s á Vestfjörðum, annars austlæg eða breytileg átt 3-10. Skúrir eða él, en lengst af þurrt suðvestantil á landinu. Víða frostlaust við ströndina, en vægt frost til landsins.Á föstudag og laugardag:Suðvestan 8-13 m/s og él, en hægari vindur og bjartviðri á N- og A-landi. Hiti rétt ofan frostmarks við S- og V-ströndina, annars frost 1 til 7 stig.Á sunnudag:Sunnanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Hlýnandi veður.Á mánudag:Sunnanátt með rigningu eða súld, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 5 til 10 stig.Á þriðjudag:Snýst í suðvestanátt með skúrum og síðar éljum og kólnandi veðri. Þurrt norðaustantil á landinu.
Veður Tengdar fréttir Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarins Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41 Hættulegt ferðaveður undir Eyjafjöllum í fyrramálið Mjög snarpar vindhviður verða undir Eyjafjöllum og hætta á foktjóni. Verður takmarkað skyggni í ofankomu og skafrenningi á svæðinu. 13. febrúar 2018 22:33 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Lokað á Hellisheiði og hluta þjóðvegarins Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41
Hættulegt ferðaveður undir Eyjafjöllum í fyrramálið Mjög snarpar vindhviður verða undir Eyjafjöllum og hætta á foktjóni. Verður takmarkað skyggni í ofankomu og skafrenningi á svæðinu. 13. febrúar 2018 22:33