Tónleikaútgáfa með leikrænum tilþrifum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 08:00 Valgerður með einn af glæsikjólunum sem hún skartar í sýningunni. VÍSIR/ANTON BRINK Það var ansi löng æfing í gærkveldi og verður það líka í kvöld. Nú er lokaspretturinn hafinn,“ segir Valgerður Guðnadóttir söngkona um uppfærslu The Phantom of the Opera, eftir Andrew Lloyd Webber, í Hörpu. Frumsýningin er 17. febrúar og aðeins þrjár sýningar eru fyrirhugaðar, að sögn Eiðs Arnarsonar sem stendur að uppfærslunni ásamt Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni. The Phantom of the Opera er stór tónleikasýning með níu einsöngvurum, þrjátíu manna kór og tíu dönsurum auk 50 hljóðfæraleikara úr SinfóníaNord, undir stjórn Þorvaldar Bjarna. Titilhlutverkið er í höndum Þórs Breiðfjörð en Valgerður fer líka með eitt af stóru hlutverkunum. „Ég held að Andrew Lloyd Webber hafi hugsað þetta upphaflega sem óperu en það er skilgreint sem söngleikur,“ segir hún þegar hún er beðin um að lýsa verkinu. „Þó eru þarna hlutverk sem eru hrein óperuhlutverk, eins og hennar Carlottu sem Diddú syngur, það þarf þjálfaða óperusöngkonu til að túlka það. Verkið gerist í óperuhúsi, eins og ráða má af titlinum. „Við fáum sterka tilfinningu fyrir staðsetningunni því þar er verið að flytja brot úr ímynduðum óperum. Hannibal er ein þeirra sem þar eru á fjölunum, þar er kór og dansarar og þar er aðaldívan Carlotta (Diddú). Svo er þar uppgötvuð þessi unga, hæfileikaríka söngkona Christine sem ég leik. Þannig að þetta stykki er töluvert krefjandi fyrir okkur söngvarana.“ Fyrstu æfingar á The Phantom of the Opera voru í byrjun janúar, að sögn Valgerðar, og nú er að koma að æfingum með hljómsveitinni. „Hann Kjartan Valdemarsson píanóleikari hefur verið okkar hljómsveit á öllum æfingum til þessa,“ lýsir hún. Valgerður tók þátt í uppfærslu Vesalinganna á sínum tíma en segir vinnu í kringum þessa sýningu ívið snúnari. „Þetta er tónleikaútgáfa með leikrænum tilþrifum – óperudraugurinn, sem Þór Breiðfjörð túlkar, dregur til dæmis Christine með sér niður í undirheimana þar sem hann býr, þannig að það er eitt og annað sem gerir sýninguna flókna. Svo er myndum varpað á veggina á bak við, við erum með leikmuni, þó ekki sé um leikhúsuppfærslu að ræða, og búningarnir eru geggjaðir. Búningarnir koma frá búningaleigu í Bretlandi, að sögn Valgerðar. „Það er verið að setja The Phantom of the Operan upp úti um allan heim, alltaf, og margar leigur sjá um að leigja búninga fyrir hann. Hann Eiður fann þessa, þeir voru nýlega í notkun á Möltu og komu bara hér í hús um síðustu helgi – þeir eru dálítið geggjaðir, get ég sagt þér. Flestir söngvararnir í sýningunni þurfa að hafa búningaskipti nokkrum sinnum, því þeir þurfa að bregða sér í hin ýmsu hlutverk í óperunni og eru svo í sínum hversdagsfötum líka, en þau eru auðvitað ekki á pari við þau sem við klæðumst dagsdaglega, heldur frá því um aldamótin 1900. Sagan hefst 1905 en svo er farið aftur í tímann og atburðir rifjaðir upp sem þá áttu sér stað, þá erum við komin á 19. öldina. Sagan er mögnuð, tónlistin flott og búningarnir mikið fyrir augað.“ Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Það var ansi löng æfing í gærkveldi og verður það líka í kvöld. Nú er lokaspretturinn hafinn,“ segir Valgerður Guðnadóttir söngkona um uppfærslu The Phantom of the Opera, eftir Andrew Lloyd Webber, í Hörpu. Frumsýningin er 17. febrúar og aðeins þrjár sýningar eru fyrirhugaðar, að sögn Eiðs Arnarsonar sem stendur að uppfærslunni ásamt Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni. The Phantom of the Opera er stór tónleikasýning með níu einsöngvurum, þrjátíu manna kór og tíu dönsurum auk 50 hljóðfæraleikara úr SinfóníaNord, undir stjórn Þorvaldar Bjarna. Titilhlutverkið er í höndum Þórs Breiðfjörð en Valgerður fer líka með eitt af stóru hlutverkunum. „Ég held að Andrew Lloyd Webber hafi hugsað þetta upphaflega sem óperu en það er skilgreint sem söngleikur,“ segir hún þegar hún er beðin um að lýsa verkinu. „Þó eru þarna hlutverk sem eru hrein óperuhlutverk, eins og hennar Carlottu sem Diddú syngur, það þarf þjálfaða óperusöngkonu til að túlka það. Verkið gerist í óperuhúsi, eins og ráða má af titlinum. „Við fáum sterka tilfinningu fyrir staðsetningunni því þar er verið að flytja brot úr ímynduðum óperum. Hannibal er ein þeirra sem þar eru á fjölunum, þar er kór og dansarar og þar er aðaldívan Carlotta (Diddú). Svo er þar uppgötvuð þessi unga, hæfileikaríka söngkona Christine sem ég leik. Þannig að þetta stykki er töluvert krefjandi fyrir okkur söngvarana.“ Fyrstu æfingar á The Phantom of the Opera voru í byrjun janúar, að sögn Valgerðar, og nú er að koma að æfingum með hljómsveitinni. „Hann Kjartan Valdemarsson píanóleikari hefur verið okkar hljómsveit á öllum æfingum til þessa,“ lýsir hún. Valgerður tók þátt í uppfærslu Vesalinganna á sínum tíma en segir vinnu í kringum þessa sýningu ívið snúnari. „Þetta er tónleikaútgáfa með leikrænum tilþrifum – óperudraugurinn, sem Þór Breiðfjörð túlkar, dregur til dæmis Christine með sér niður í undirheimana þar sem hann býr, þannig að það er eitt og annað sem gerir sýninguna flókna. Svo er myndum varpað á veggina á bak við, við erum með leikmuni, þó ekki sé um leikhúsuppfærslu að ræða, og búningarnir eru geggjaðir. Búningarnir koma frá búningaleigu í Bretlandi, að sögn Valgerðar. „Það er verið að setja The Phantom of the Operan upp úti um allan heim, alltaf, og margar leigur sjá um að leigja búninga fyrir hann. Hann Eiður fann þessa, þeir voru nýlega í notkun á Möltu og komu bara hér í hús um síðustu helgi – þeir eru dálítið geggjaðir, get ég sagt þér. Flestir söngvararnir í sýningunni þurfa að hafa búningaskipti nokkrum sinnum, því þeir þurfa að bregða sér í hin ýmsu hlutverk í óperunni og eru svo í sínum hversdagsfötum líka, en þau eru auðvitað ekki á pari við þau sem við klæðumst dagsdaglega, heldur frá því um aldamótin 1900. Sagan hefst 1905 en svo er farið aftur í tímann og atburðir rifjaðir upp sem þá áttu sér stað, þá erum við komin á 19. öldina. Sagan er mögnuð, tónlistin flott og búningarnir mikið fyrir augað.“
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira