30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta lögreglumönnum: „Ég ætla heim til þeirra og berja þá í andlitið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 15:45 Maðurinn neitaði að Facebook færslan hafi verið hótun í garð umræddra lögreglumanna. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær tónlistarmanninn Hjört Howser í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni með því að hóta lögreglumönnum á Facebook síðu sinni. Þann 28. júní 2016 birti Hjörtur tengil á frétt af Stundinni með fyrirsögninni „Myndband: Lögreglumenn drógu hælisleitendur út úr kirkju.“ Í mynd sem fyldi fréttinni mátti sjá lögreglumenn í lögregluaðgerðum. Skrifaði Hjörtur eftirfarandi með tenglinum á fréttina:VARÚÐ – HÓTUNARSTATUS! Ég vil fá að vita nöfn þessara tveggja lögreglubjána, útbólginna steraneitenda með hallærislegar „Game-of-Thrones“ klippingar sínar – því ég ætla heim til þeirra og berja þá í andlitið – nákvæmlega eins kjaftshögg og þeim finnst eðlilegt og sjálfsagt að berja mann í andlitið á kirkjutröppum – þar sem grið höfðu rofin og 16 ára gamall drengur dreginn burt með lögregluofbeldi“.Rituð í reiði, kaldhæðni og af dómgreindarleysi Hjörtur neitaði að Facebook færslan hafi verið hótun í garð umræddra lögreglumanna. Sagði hann að færslan hafi verið rituð í reiði, kaldhæðni og af dómgreindarleysi. Fyrst og fremst hafi reiði hans beinst að því hvernig málsmeðferð hælisleitenda væri háttað hér á landi, en ekki að þeim lögreglumönnum sem sjáist á myndbandi og fylgi hælisleitandanum út úr kirkjunni. Hins vegar hafi honum gramist að annar lögreglumannanna hafi slegið til ungs manns sem stóð utan kirkjunnar og hafði uppi athugasemdir við aðgerðir lögreglunnar. Þá þvertók hann fyrir það að ætlun hans hafi verið að vekja ótta hjá lögreglumönnunum, hvað þá að hann hafi haft í huga að fylgja skrifunum eftir með ofbeldi. Slíkt hafi aldrei verið ætlunin og kvaðst hann reiðubúinn að biðja lögreglumennina afsökunar hafi skrif hans vakið þeim ugg. Báðir lögreglumennirnir sögðu fyrir dómi að þeir hefðu tekið skrif ákærða alvarlega og litið á þau sem hótun um ofbeldi í þeirra garð. Í kjölfarið hafi þeir orðið varari um sig en ella. Kvaðst annar þeirra allt eins hafa átt von á því að ákærði kæmi að heimili sínu og fylgdi hótun sinni eftir gagnvart sér, eiginkonu sinni eða barni. Hjörtur játaði hins vegar skýlaust að hafa haft í vörslum sínum skammbyssu, skotgeymi og 3 byssukúlur án þess að hafa til þess tilskilið leyfi. Var Hirti sem fyrr segir dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Skammbyssan var gerð upptæk og þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Dómsmál Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær tónlistarmanninn Hjört Howser í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni með því að hóta lögreglumönnum á Facebook síðu sinni. Þann 28. júní 2016 birti Hjörtur tengil á frétt af Stundinni með fyrirsögninni „Myndband: Lögreglumenn drógu hælisleitendur út úr kirkju.“ Í mynd sem fyldi fréttinni mátti sjá lögreglumenn í lögregluaðgerðum. Skrifaði Hjörtur eftirfarandi með tenglinum á fréttina:VARÚÐ – HÓTUNARSTATUS! Ég vil fá að vita nöfn þessara tveggja lögreglubjána, útbólginna steraneitenda með hallærislegar „Game-of-Thrones“ klippingar sínar – því ég ætla heim til þeirra og berja þá í andlitið – nákvæmlega eins kjaftshögg og þeim finnst eðlilegt og sjálfsagt að berja mann í andlitið á kirkjutröppum – þar sem grið höfðu rofin og 16 ára gamall drengur dreginn burt með lögregluofbeldi“.Rituð í reiði, kaldhæðni og af dómgreindarleysi Hjörtur neitaði að Facebook færslan hafi verið hótun í garð umræddra lögreglumanna. Sagði hann að færslan hafi verið rituð í reiði, kaldhæðni og af dómgreindarleysi. Fyrst og fremst hafi reiði hans beinst að því hvernig málsmeðferð hælisleitenda væri háttað hér á landi, en ekki að þeim lögreglumönnum sem sjáist á myndbandi og fylgi hælisleitandanum út úr kirkjunni. Hins vegar hafi honum gramist að annar lögreglumannanna hafi slegið til ungs manns sem stóð utan kirkjunnar og hafði uppi athugasemdir við aðgerðir lögreglunnar. Þá þvertók hann fyrir það að ætlun hans hafi verið að vekja ótta hjá lögreglumönnunum, hvað þá að hann hafi haft í huga að fylgja skrifunum eftir með ofbeldi. Slíkt hafi aldrei verið ætlunin og kvaðst hann reiðubúinn að biðja lögreglumennina afsökunar hafi skrif hans vakið þeim ugg. Báðir lögreglumennirnir sögðu fyrir dómi að þeir hefðu tekið skrif ákærða alvarlega og litið á þau sem hótun um ofbeldi í þeirra garð. Í kjölfarið hafi þeir orðið varari um sig en ella. Kvaðst annar þeirra allt eins hafa átt von á því að ákærði kæmi að heimili sínu og fylgdi hótun sinni eftir gagnvart sér, eiginkonu sinni eða barni. Hjörtur játaði hins vegar skýlaust að hafa haft í vörslum sínum skammbyssu, skotgeymi og 3 byssukúlur án þess að hafa til þess tilskilið leyfi. Var Hirti sem fyrr segir dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Skammbyssan var gerð upptæk og þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns.
Dómsmál Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira