Taldi tilkynningarskyldu á lögreglustöð ganga of langt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 14:34 Rannsókn lögreglu á málinu hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Vísir/Ernir Héraðdsdómur Reykjavíkur hefur framlengt farbann yfir öðrum eiganda pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market. Mun maðurinn sæta farbanni til 9. mars næstkomandi. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir í samtali við Vísi að maðurinn sætti sig við úrskurð héraðsdóms og að hann verði ekki kærður til Landsréttar. Fimm Pólverjar voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu hér á landi þann 12. desember síðastliðinn grunaðir um aðild að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Þremur þeirra var fljótlega sleppt og voru þá tveir eftir í varðhaldi, annars vegar verslunarstjóri Euro Market og hins vegar annar eiganda keðjunnar. Var verslunarstjóranum sleppt úr haldi í janúar en eigandinn úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi og var maðurinn úrskurðaður í farbann.Í verkahring dómara að taka afstöðu til hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar Þann 19. janúar krafðist lögregla þess að manninum yrði gert að tilkynna sig tvisvar á dag í eigin persónu á lögreglustöðina við Hlemm. Héraðsdómur felldi þá ákvörðun úr gildi. Var þá lagt til að manninum yrði gert að tilkynna sig einu sinni á dag í eigin persónu á lögreglustöðina Í Kópavogi. Féllst héraðsdómur ekki á þá tillögu. Manninum var þó gert að ganga með staðsetningarbúnað svo unnt sé að fylgjast með ferðum hans.Sagði í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að með ákvörðuninni hefði lögreglan gengið of langt gagnvart hinum grunaða og að ekki verði séð að nauðsyn sé til að leggja jafn íþyngjandi skyldur á hann og þær sem felast í ákvörðun lögreglu. Í rökstuðningi sínum sagði lögreglan að tilkynningarskyldan væri nauðsynleg vegna þess að maðurinn hafi mikil tengsl erlendis og að ákvörðun um farbann sem slík nægði ekki til að varna því að hann reyndi að komast úr landi. „Af þessu tilefni áréttar dómurinn að það leiðir af ákvæði 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008, sbr. b-lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga, að ef talin er nauðsyn á að skerða frelsi sakbornings með ákvörðun um farbann vegna þess að ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, þá er það í verkahring dómara að taka afstöðu til þess í úrskurði hvaða ráðstafanir eru taldar nauðsynlegar að því leyti,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Í aðgerðum lögreglunnar í desember var lagt hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni auk þess sem talið er að hægt sé að framleiða 26 þúsund e-töflur úr MDMA-töflunum. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi. Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira
Héraðdsdómur Reykjavíkur hefur framlengt farbann yfir öðrum eiganda pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market. Mun maðurinn sæta farbanni til 9. mars næstkomandi. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir í samtali við Vísi að maðurinn sætti sig við úrskurð héraðsdóms og að hann verði ekki kærður til Landsréttar. Fimm Pólverjar voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu hér á landi þann 12. desember síðastliðinn grunaðir um aðild að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Þremur þeirra var fljótlega sleppt og voru þá tveir eftir í varðhaldi, annars vegar verslunarstjóri Euro Market og hins vegar annar eiganda keðjunnar. Var verslunarstjóranum sleppt úr haldi í janúar en eigandinn úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi og var maðurinn úrskurðaður í farbann.Í verkahring dómara að taka afstöðu til hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar Þann 19. janúar krafðist lögregla þess að manninum yrði gert að tilkynna sig tvisvar á dag í eigin persónu á lögreglustöðina við Hlemm. Héraðsdómur felldi þá ákvörðun úr gildi. Var þá lagt til að manninum yrði gert að tilkynna sig einu sinni á dag í eigin persónu á lögreglustöðina Í Kópavogi. Féllst héraðsdómur ekki á þá tillögu. Manninum var þó gert að ganga með staðsetningarbúnað svo unnt sé að fylgjast með ferðum hans.Sagði í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að með ákvörðuninni hefði lögreglan gengið of langt gagnvart hinum grunaða og að ekki verði séð að nauðsyn sé til að leggja jafn íþyngjandi skyldur á hann og þær sem felast í ákvörðun lögreglu. Í rökstuðningi sínum sagði lögreglan að tilkynningarskyldan væri nauðsynleg vegna þess að maðurinn hafi mikil tengsl erlendis og að ákvörðun um farbann sem slík nægði ekki til að varna því að hann reyndi að komast úr landi. „Af þessu tilefni áréttar dómurinn að það leiðir af ákvæði 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008, sbr. b-lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga, að ef talin er nauðsyn á að skerða frelsi sakbornings með ákvörðun um farbann vegna þess að ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, þá er það í verkahring dómara að taka afstöðu til þess í úrskurði hvaða ráðstafanir eru taldar nauðsynlegar að því leyti,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Í aðgerðum lögreglunnar í desember var lagt hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni auk þess sem talið er að hægt sé að framleiða 26 þúsund e-töflur úr MDMA-töflunum. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi.
Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17