Nýrri Evrópulöggjöf ætlað að skapa sameiginlegan markað í fjármálaþjónustu Hersir Aron Ólafsson og Ingvar Þór Björnsson skrifa 11. febrúar 2018 15:21 Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna. RB Íslensk fjármálafyrirtæki þurfa að búa sig undir stóraukna erlenda samkeppni á næstu árum. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að skapa sameiginlegan evrópskan markað í fjármálaþjónustu. Stefnt er að því að hin nýja tilskipun verði að lögum í EES-ríkjum, þ.á.m. Íslandi, núna í ár. Tilskipunin snýr sérstaklega að greiðsluþjónustu, en Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir von á miklum breytingum á því sviði. „Markmiðið með þessum nýju lögum er að auka samkeppni á markaði og neytendavernd og ýta undir nýsköpun með að gera nýjum aðilum auðveldara að bjóða upp á alls konar fjártækniþjónustu,“ segir Friðrik. Þannig hafa svokölluð fjártæknifyrirtæki þegar haslað sér völl hér á landi og sinna ýmsu sem áður var mestmegnis í höndum viðskiptabanka og greiðslukortafyrirtækja. Í dag má m.a. framkvæma greiðslur í gegnum smáforritin AUR og KASS, taka ýmiss konar lán hjá Framtíðinni og hafa heildaryfirsýn yfir fjármálin hjá Meniga – svo dæmi séu tekin. Friðrik bendir hins vegar á að stóra samkeppnin muni á næstu árum líklega koma erlendis frá – og því raunhæft að íslenskir aðilar þurfi í náinni framtíð í auknum mæli að kljást við risa á borð við Amazon og Paypal. „Það er kannski lykillinn í þessu að það er verið að búa til samevrópskan markað fyrir fjármálaþjónustu og í rauninni er verið að móta framtíðina og opna fjármálamarkaðinn,“ segir hann. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að samhliða því sem hagur neytenda vænkist með aukinni samkeppni skapi hinn opni markaður einnig miklar áskoranir fyrir eftirlitsaðila. „Það er upplýsingaöryggi, það er hætta á einhvers konar þjóðhagsvarúðaráhættum, það er hætta varðandi varnir gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti,“ segir Jón. Jón Þór segir því að yfirvöld þurfi að vera búin undir breytta tíma, enda verði margir hinna nýju aðila á markaði ólíkir núverandi bankastofnunum og kortafyrirtækjum – og krefjist því annars konar eftirlits. „Þetta er mjög fjölbreytt flóra af fyrirtækjum sem hafa áhuga á að hasla sér völl og veita fjölbreyttari eða sérhæfðari fjármálaþjónustu sem falla ekkert endilega að hefðbundna regluverkinu sem miðast að miklu leyti við stóra heildstæða banka,“ segir hann. Neytendur Viðskipti Tengdar fréttir Bankar lækka kostnað með nýjum kerfum Bankastjóri Landsbankans segir ný innlána- og greiðslukerfi, sem bankinn tekur í notkun síðar í mánuðinum, geta leitt til hagræðingar í rekstri bankakerfisins. 9. nóvember 2017 08:00 Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Íslensk fjármálafyrirtæki þurfa að búa sig undir stóraukna erlenda samkeppni á næstu árum. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að skapa sameiginlegan evrópskan markað í fjármálaþjónustu. Stefnt er að því að hin nýja tilskipun verði að lögum í EES-ríkjum, þ.á.m. Íslandi, núna í ár. Tilskipunin snýr sérstaklega að greiðsluþjónustu, en Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir von á miklum breytingum á því sviði. „Markmiðið með þessum nýju lögum er að auka samkeppni á markaði og neytendavernd og ýta undir nýsköpun með að gera nýjum aðilum auðveldara að bjóða upp á alls konar fjártækniþjónustu,“ segir Friðrik. Þannig hafa svokölluð fjártæknifyrirtæki þegar haslað sér völl hér á landi og sinna ýmsu sem áður var mestmegnis í höndum viðskiptabanka og greiðslukortafyrirtækja. Í dag má m.a. framkvæma greiðslur í gegnum smáforritin AUR og KASS, taka ýmiss konar lán hjá Framtíðinni og hafa heildaryfirsýn yfir fjármálin hjá Meniga – svo dæmi séu tekin. Friðrik bendir hins vegar á að stóra samkeppnin muni á næstu árum líklega koma erlendis frá – og því raunhæft að íslenskir aðilar þurfi í náinni framtíð í auknum mæli að kljást við risa á borð við Amazon og Paypal. „Það er kannski lykillinn í þessu að það er verið að búa til samevrópskan markað fyrir fjármálaþjónustu og í rauninni er verið að móta framtíðina og opna fjármálamarkaðinn,“ segir hann. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að samhliða því sem hagur neytenda vænkist með aukinni samkeppni skapi hinn opni markaður einnig miklar áskoranir fyrir eftirlitsaðila. „Það er upplýsingaöryggi, það er hætta á einhvers konar þjóðhagsvarúðaráhættum, það er hætta varðandi varnir gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti,“ segir Jón. Jón Þór segir því að yfirvöld þurfi að vera búin undir breytta tíma, enda verði margir hinna nýju aðila á markaði ólíkir núverandi bankastofnunum og kortafyrirtækjum – og krefjist því annars konar eftirlits. „Þetta er mjög fjölbreytt flóra af fyrirtækjum sem hafa áhuga á að hasla sér völl og veita fjölbreyttari eða sérhæfðari fjármálaþjónustu sem falla ekkert endilega að hefðbundna regluverkinu sem miðast að miklu leyti við stóra heildstæða banka,“ segir hann.
Neytendur Viðskipti Tengdar fréttir Bankar lækka kostnað með nýjum kerfum Bankastjóri Landsbankans segir ný innlána- og greiðslukerfi, sem bankinn tekur í notkun síðar í mánuðinum, geta leitt til hagræðingar í rekstri bankakerfisins. 9. nóvember 2017 08:00 Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Bankar lækka kostnað með nýjum kerfum Bankastjóri Landsbankans segir ný innlána- og greiðslukerfi, sem bankinn tekur í notkun síðar í mánuðinum, geta leitt til hagræðingar í rekstri bankakerfisins. 9. nóvember 2017 08:00
Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00