Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 11:32 Frá Hellisheiði í gær. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson „Það voru 109 manns í 35 hópum að störfum frá miðnætti þangað til átta í morgun. Helstu verkefnin voru fastir bílar víða, aðallega á Norðurlandi og Vestfjörðum,“ segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar um verkefni næturinnar. Björgunarsveitir aðstoðuðu bíla á meðal annars 30 bíla í vanda á Akureyri á fjórða tímanum í nótt og einnig var fólk aðstoðað við að komast heim af þorrablótum á tveimur stöðum í nótt.Sjá einnig: Ófært víða innanbæjar á Akureyri „Uppi á Holtavörðu heiði var bíll fastur og fimm manns í honum. Björgunarsveitir frá Sauðárkróki og Varmahlíð fóru í það verkefni og voru svolítið lengi að komast að þeim, þurftu nánast að hleypa öllu lofti úr dekkjunum á björgunarsveitarbílunum til að komast að þeim. Það endaði þannig að það var ekkert hreyft við þeim bíl og fólkið flutt niður af heiðinni. Bíllinn var skilinn eftir og verður þá verkefni Vegagerðarinnar í dag að leysa.“ Um sex í morgun tóku svo við verkefni á Sauðárkróki, Reykjanesi og Ísafirði þar sem flytja þurfti heilbrigðisstarfsfólk til og frá vinnu og til að sinna heimahjúkrun. Svo bárust einnig beiðnir um aðstoð frá Stykkishólmi og Hólmavík í morgun vegna fastra bifreiða. „Á Biskupstungnabraut var krefjandi verkefni í gær og fram á nótt og þar eru einhverjir bílar, ég veit að Vegagerðin og lögreglan eru að vinna að því að vinda ofan af því og þess vegna er brautin lokuð.“ Nánari upplýsingar um lokanir á vegum má finna neðst í fréttinni.Björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum um allt land síðan í gær vegna veðurs.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSvæðisstjórn á Selfossi „Aðgerðum í Árnessýslu lauk um klukkan tvö í nótt. Þá var búið að flytja alla bíla sem hægt var að flytja og fólk yfir á Selfoss.“ Nokkrir hópar eru nú í Árnessýslu að aðstoða við að ferja fólk til Reykjavíkur og aðstoða með lokanir. Sjá einnig: Björgunaraðilar unnið þrekvirki við að koma fólki til byggða. Svæðisstjórn hefur nú verið virkjuð á Selfossi. Búist er við að veður versni hratt á Suðurlandi þegar dregur nær hádeginu. Í svæðisstjórn eru saman komnir fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita og Vegagerðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi vinna viðbragðsaðilar nú að því að yfirfara búnað og tæki til ásamt því að undirbúa sig fyrir verkefni sem búast má við að fylgi versnandi veðri. Búast má við víðtækum lokunum á vegum á Suðurlandi vegna ófærðar og biður lögregla ökumenn að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu og virða lokanir lögreglu og vegagerðarinnar. Af gefnu tilefni er áréttað að björgunarsveitir starfa í umboði lögreglu við lokanir á vegum og mega ökumenn sem ekki virða þær lokanir búast við sektum.Hættulegar aðstæðurLögregla gagnrýndi í gær að ökumenn á breyttum bílum vildu aka á lokuðum vegum og tækju óánægju sína út á björgunarsveitarfólki. Davíð Þór segir að það sé sem betur fer aðeins í undantekningum að ökumenn virði ekki lokanir. „Ég ítreka það bara að fólk virði lokanir. Vegum er ekki lokað af ástæðulausu.“ Davíð Þór segir að þegar sé unnið á vegum við að ryðja, losa bíla og annað að þá flækir hver auka bíll málið enn frekar. „Það er ekki verið að loka bara til að loka. Það er oft verið að vinna í hættulegum aðstæðum. Það eru bílar fastir á vegunum, snjómoksturstæki og björgunarsveitir að vinna. Það getur því skapað hættu ef það kemur bíll á veginn í blindbyl. Þó að vegurinn sé ekki á kafi snjó getur verið skafrenningur og fólk að vinna og aðstæður hættulegar, þess vegna er verið að loka.“ Davíð Þór segir að reynt sé að loka vegum til að fyrirbyggja aðstæður eins og komu upp í gær, þar sem fólk var fast í fjölda bíla í afleitum aðstæðum og gat ekki farið áfram né aftur á bak og vill ekki fara út úr bílnum. „Það vilja fæstir lenda í þannig stöðu. Hver bíll sem bætist við gerir verkefnið flóknara.“Það snjóaði víða í nótt. Þessi mynd var tekin á Bolungarvík í morgun en snjóflóðahætta er á Vestfjörðum í dag.Hafþór GunnarssonViðburðum frestað og messufall Víða hefur viðburðum verið frestað í dag. 112-viðburðinum í Hörpu, Leiðsögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og fleiri viðburða hefur verið frestað vegna stormviðvörunar. Einnig hefur verið töluvert um messufall og verður ekki messa í Dómkirkjunni, Hallgrímskirkju, Laugarneskirkju, Langholtskirkju, Hafnarfjarðarkirkju og einnig falla niður samkomur í Fíladelfíu og víðar. Nánar má lesa um veðrið á veðurvef Vísis. „Það er mikilvægt að fólk fylgist með upplýsingum frá fjölmiðlum, Veðurstofunni og viðbragðsaðilum og fari eftir leiðbeiningum þessara aðila. Mér fannst gaman þegar lögreglan kom með þá ráðleggingu fyrir jól að ætti nú bara að vera heima hjá sér með heitt kakó og hafa það kósý. Nú er sunnudagur og ég held að þetta sé akkúrat veðrið í það. Ef fólk þarf að fara eitthvað þá þarf bara að fylgjast með fréttum.“Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Lokaðir eru vegirnir um Hellisheiði, Þrengslin, Biskupstungnabraut Mosfellsheiði, Kjósarskarð, Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku. Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, Mývatns – og Möðrudalsöræfi og Súðavíkurhlíð. Auk þessara lokana er víða ófært eða ekki ferðaveður. Búast má við því að vegarkaflinn frá Markarfljóti að Vík lokist aftur um 12:00. Búast má við því að sú lokun muni vara fram á mánudag. Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Stormur og takmarkað skyggni í dag Veðrið á Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi verður slæmt í dag og má búast við samgöngutruflunum. 11. febrúar 2018 08:15 Ófært víða innanbæjar á Akureyri Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir hér á landi lokist fyrirvaralaust í dag og þjónustu hætt. 11. febrúar 2018 09:20 Hellisheiði og Þrengslum lokað Lögregla biður ökumenn að virða lokanir. 11. febrúar 2018 11:30 Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
„Það voru 109 manns í 35 hópum að störfum frá miðnætti þangað til átta í morgun. Helstu verkefnin voru fastir bílar víða, aðallega á Norðurlandi og Vestfjörðum,“ segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar um verkefni næturinnar. Björgunarsveitir aðstoðuðu bíla á meðal annars 30 bíla í vanda á Akureyri á fjórða tímanum í nótt og einnig var fólk aðstoðað við að komast heim af þorrablótum á tveimur stöðum í nótt.Sjá einnig: Ófært víða innanbæjar á Akureyri „Uppi á Holtavörðu heiði var bíll fastur og fimm manns í honum. Björgunarsveitir frá Sauðárkróki og Varmahlíð fóru í það verkefni og voru svolítið lengi að komast að þeim, þurftu nánast að hleypa öllu lofti úr dekkjunum á björgunarsveitarbílunum til að komast að þeim. Það endaði þannig að það var ekkert hreyft við þeim bíl og fólkið flutt niður af heiðinni. Bíllinn var skilinn eftir og verður þá verkefni Vegagerðarinnar í dag að leysa.“ Um sex í morgun tóku svo við verkefni á Sauðárkróki, Reykjanesi og Ísafirði þar sem flytja þurfti heilbrigðisstarfsfólk til og frá vinnu og til að sinna heimahjúkrun. Svo bárust einnig beiðnir um aðstoð frá Stykkishólmi og Hólmavík í morgun vegna fastra bifreiða. „Á Biskupstungnabraut var krefjandi verkefni í gær og fram á nótt og þar eru einhverjir bílar, ég veit að Vegagerðin og lögreglan eru að vinna að því að vinda ofan af því og þess vegna er brautin lokuð.“ Nánari upplýsingar um lokanir á vegum má finna neðst í fréttinni.Björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum um allt land síðan í gær vegna veðurs.Vísir/Jóhann K. JóhannssonSvæðisstjórn á Selfossi „Aðgerðum í Árnessýslu lauk um klukkan tvö í nótt. Þá var búið að flytja alla bíla sem hægt var að flytja og fólk yfir á Selfoss.“ Nokkrir hópar eru nú í Árnessýslu að aðstoða við að ferja fólk til Reykjavíkur og aðstoða með lokanir. Sjá einnig: Björgunaraðilar unnið þrekvirki við að koma fólki til byggða. Svæðisstjórn hefur nú verið virkjuð á Selfossi. Búist er við að veður versni hratt á Suðurlandi þegar dregur nær hádeginu. Í svæðisstjórn eru saman komnir fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita og Vegagerðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi vinna viðbragðsaðilar nú að því að yfirfara búnað og tæki til ásamt því að undirbúa sig fyrir verkefni sem búast má við að fylgi versnandi veðri. Búast má við víðtækum lokunum á vegum á Suðurlandi vegna ófærðar og biður lögregla ökumenn að vera ekki á ferð að nauðsynjalausu og virða lokanir lögreglu og vegagerðarinnar. Af gefnu tilefni er áréttað að björgunarsveitir starfa í umboði lögreglu við lokanir á vegum og mega ökumenn sem ekki virða þær lokanir búast við sektum.Hættulegar aðstæðurLögregla gagnrýndi í gær að ökumenn á breyttum bílum vildu aka á lokuðum vegum og tækju óánægju sína út á björgunarsveitarfólki. Davíð Þór segir að það sé sem betur fer aðeins í undantekningum að ökumenn virði ekki lokanir. „Ég ítreka það bara að fólk virði lokanir. Vegum er ekki lokað af ástæðulausu.“ Davíð Þór segir að þegar sé unnið á vegum við að ryðja, losa bíla og annað að þá flækir hver auka bíll málið enn frekar. „Það er ekki verið að loka bara til að loka. Það er oft verið að vinna í hættulegum aðstæðum. Það eru bílar fastir á vegunum, snjómoksturstæki og björgunarsveitir að vinna. Það getur því skapað hættu ef það kemur bíll á veginn í blindbyl. Þó að vegurinn sé ekki á kafi snjó getur verið skafrenningur og fólk að vinna og aðstæður hættulegar, þess vegna er verið að loka.“ Davíð Þór segir að reynt sé að loka vegum til að fyrirbyggja aðstæður eins og komu upp í gær, þar sem fólk var fast í fjölda bíla í afleitum aðstæðum og gat ekki farið áfram né aftur á bak og vill ekki fara út úr bílnum. „Það vilja fæstir lenda í þannig stöðu. Hver bíll sem bætist við gerir verkefnið flóknara.“Það snjóaði víða í nótt. Þessi mynd var tekin á Bolungarvík í morgun en snjóflóðahætta er á Vestfjörðum í dag.Hafþór GunnarssonViðburðum frestað og messufall Víða hefur viðburðum verið frestað í dag. 112-viðburðinum í Hörpu, Leiðsögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og fleiri viðburða hefur verið frestað vegna stormviðvörunar. Einnig hefur verið töluvert um messufall og verður ekki messa í Dómkirkjunni, Hallgrímskirkju, Laugarneskirkju, Langholtskirkju, Hafnarfjarðarkirkju og einnig falla niður samkomur í Fíladelfíu og víðar. Nánar má lesa um veðrið á veðurvef Vísis. „Það er mikilvægt að fólk fylgist með upplýsingum frá fjölmiðlum, Veðurstofunni og viðbragðsaðilum og fari eftir leiðbeiningum þessara aðila. Mér fannst gaman þegar lögreglan kom með þá ráðleggingu fyrir jól að ætti nú bara að vera heima hjá sér með heitt kakó og hafa það kósý. Nú er sunnudagur og ég held að þetta sé akkúrat veðrið í það. Ef fólk þarf að fara eitthvað þá þarf bara að fylgjast með fréttum.“Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Lokaðir eru vegirnir um Hellisheiði, Þrengslin, Biskupstungnabraut Mosfellsheiði, Kjósarskarð, Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku. Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, Mývatns – og Möðrudalsöræfi og Súðavíkurhlíð. Auk þessara lokana er víða ófært eða ekki ferðaveður. Búast má við því að vegarkaflinn frá Markarfljóti að Vík lokist aftur um 12:00. Búast má við því að sú lokun muni vara fram á mánudag. Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Stormur og takmarkað skyggni í dag Veðrið á Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi verður slæmt í dag og má búast við samgöngutruflunum. 11. febrúar 2018 08:15 Ófært víða innanbæjar á Akureyri Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir hér á landi lokist fyrirvaralaust í dag og þjónustu hætt. 11. febrúar 2018 09:20 Hellisheiði og Þrengslum lokað Lögregla biður ökumenn að virða lokanir. 11. febrúar 2018 11:30 Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Stormur og takmarkað skyggni í dag Veðrið á Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi verður slæmt í dag og má búast við samgöngutruflunum. 11. febrúar 2018 08:15
Ófært víða innanbæjar á Akureyri Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir hér á landi lokist fyrirvaralaust í dag og þjónustu hætt. 11. febrúar 2018 09:20
Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33