Það verður varla annað sagt en að það stefni í háspennu á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins, ef marka má álitsgjafa Vísis. Álitsgjafarnir eru 10 talsins þetta árið og hafa það allir sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á Söngvakeppni Sjónvarpsins og Eurovision. Vísir fékk þá til að gefa sitt álit á lögunum sex sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni sem fara fram í Laugardalshöll næstkomandi laugardagskvöld. Einn þeirra bendir á athyglisverða staðreynd, en hún er sú að það er engin söngkona sem kemur ein fram í úrslitunum í ár. Segir sá álitsgjafi að það sé til marks um það að Íslendingar hafa síðastliðin þrjú ár sent söngkonur út í Eurovision en engin þeirra náði í úrslitin. Álitsgjafarnir eru langflestir á því að Dagur Sigurðsson muni standa uppi sem sigurvegari í ár, en að keppnin verði hins vegar hnífjöfn þar sem margir munu gera atlögu að Degi. Það sem fleytir Degi lengst að mati álitsgjafanna er frábær flutningur hans á laginu Í stormi. Álitsgjafarnir segja flutninginn margfalt betri en lagasmíðin sjálf og að Dagur sé líklegastur til að syngja sig beint til Lissabon í Portúgal, en líkt og áður segir er samkeppnin hörð. Til að mynda frá Aroni Hannesi og Heimilistónum. Álitsgjafarnir telja Golddigger, sem Aron Hannes flytur, hressilega poppsmíð en einhverjir eru þó ekki hrifnir af textanum. Ef Aron Hannes á að verða fulltrúi Íslands í Eurovision þarf hann að mati álitsgjafanna að fínpússa flutninginn og kveikja á sjarmanum. Framlag Heimilistóna, Kúst og fæjó, á það sammerkt að vera í miklu uppáhaldi hjá álitsgjöfunum, sem telja margir það eiga ágætis líkur á að ná í einvígið sjálft í úrslitunum, en það gæti brugðið til beggja vona.Fókus-hópurinn, með lagið Battleline, er með kraftmikið og vel flutt lag en hópurinn að fínpússa sviðsetninguna og setja betri „fókus“ í klæðaburðinn að mati álitsgjafanna til að ná í einvígið. Ari Ólafsson, með lagið Our Choice, á ekki sérstaka möguleika á að komast til Lissabon, þrátt fyrir frábæran flutning, að mati álitsgjafanna. Helstu ástæðurnar sem eru tíndar til eru þær að lagasmíðin sé fremur óeftirminnileg, sviðsetningin ekki nógu markviss og að hann muni hreinlega verða undir í samkeppni við Dag um atkvæðin. Áttan, með lagið Here For You, er talin eiga minnsta möguleikann í úrslitunum og þá sérstaklega vegna flutnings á laginu á seinna undankvöldi Söngvakeppninni. Álitsgjafarnir eru á því að Áttan hafi sína fylgjendur sem munu veita laginu sitt atkvæði en að dómnefndin muni gera út af við möguleika þeirra. Hér fyrir neðan má sjá umsagnirnar um lögin: Dagur Sigurðsson - Í stormi „Það er ekkert skrítið að Dagur sé síðastur á svið því hann kom eins og stormur á sviðið í Háskólabíó og var að mínu mati sigurvegari seinni riðilsins. Ég vona samt að þau fari aðeins og lagi atriðið eins og það kom fram í sjónvarpinu, því það var svolítið eins og að horfa á heilahristing ef það er hægt. mikið af blikkandi ljósum og of haðar skiptingar. En það voru aðeins tvo lög í ár þar sem ég fékk gæsahúð og sá Dagur til þess að ég missti andlitið í Háskólabíó. Hann varpaði síðan sprengju að hann ætlar að syngja á íslensku sem held ég að hafi verið sterkur leikur og gæti verið nóg til að hann fari alla leið í súperfínalinn. Ef það gerist þá held ég að hann sé að fara til Lissabon.“ „Þetta lag höfðar ekki til mín en það er vinsælt og Dagur flytur það óaðfinnanlega! Sviðsetning var vel útpæld fyrir sjónvarp og hentaði Degi en ég varð ringluð af sífeldum klippingum. Dagur á góðan séns á að komast í einvígið því bæði er lagið dómnefndavænt og hann er líklegur til að hala inn símatkvæðum, þó með fyrirvara að hann og Ari fari að taka stig hvor af öðrum.“ „Dagur Sigurðsson átti langsamlega besta flutninginn í undankeppnunum báðum og var jafnvel betri á sviði en í stúdíóútgáfu. Heildarlúkkið var mjög flott hjá honum og því ætti hann að fljúga í einvígið. Það eina sem mögulega gæti hallað á hann væri ef Ari Ólafsson (hinn karlsólóistinn með ballöðu í úrslitunum) steli atkvæðunum frá honum og þeir núlli hvorn annan út. Ég held samt ekki að sami markhópurinn kjósi þá tvo.“ „Frábær söngvari með fínt lag, þótt það sé ekki í eftirlæti hjá mér. Held að það verði í 1.-3. sæti bæði í símakosningu og hjá dómnefnd og fari því í einvígið. Held að Dagur vinni einvígið komist það þangað.“ „Gaman að sjá að fólk er loksins að uppgötva Dag sem flytjanda með þátttöku hans í Söngvakeppninni þó hann hafi verið að lengi. Fagri blakkur (e. dark horse) Söngvakeppninnar í ár að mínu mati og ég fæ gæsahúð í hvert skipti sem ég heyri lagið.Á að hafa rústað símakosningu seinni undankeppninnar sem kemur ekki á óvart. “ „Dagur fær 12 stig fyrir topp flutning enda stórsöngvari hér á ferð. Stóra spurningin er hvort lagið sé nógu sterkt til að koma honum alla leið. Lagið hefur ekki fallið í kramið hjá hjá Eurovision aðdáendum úti í heimi en hefur þó verið að vinna á eftir að aðdáendur sáu Dag flytja lagið “live” í undanriðlinum. Persónulega finnst mér lagið ekki nógu sterkt og finnst það ekki einu sinni ná að sýna í hvað Degi býr. Atriðið nær líklega inn í einvígið en það er 100% Degi að þakka, ekki laginu sjálfu.“ „Dagur er magnaður söngvari; það fer ekkert á milli mála. Ég myndi þó óska þess að hann myndi aðeins spara sig í „okkar hjörtu slá í takt“ hendingunni sem hann blastar alltaf. Hendingin verður þreytt svona síendurtekin og það væri að mínu mati fallegra ef hann færi í hana á mýkri máta til að byrja með. Hann tekur þetta svo mikið á blastinu að tölvan mín fraus í miðri hendingu þegar ég var að horfa á keppnina. Í alvöru. Lagið gerir ekki mikið fyrir mig og eftir að hafa lesið textann margoft skil ég hann ekki ennþá. Vill hann lækna krabbamein með ást a la David Wolff eða er það myndlíking fyrir eitthvað? Hvað þá? Einmanaleikann? Sorgina? Bleh. Lagið höfðar ekki til mín, sviðsetningin er fengin frekar skammlaust að láni frá sænsku undankeppninni 2016 en Dagur er samt svo kraftmikill og flottur að ég hlýt að brjóta odd af oflæti mínu og heillast með. Hann stóð algerlega upp úr í undankeppninni og ég yrði ekki hissa ef hann beltaði sig alla leið til Portúgal.“ „Ég var svakalega spennt að sjá Dag á stóra sviðinu í seinni undankeppninni og væntingar mínar voru upp úr öllu valdi. Samt náði hann, á einhvern undraverðan hátt að fara langt fram úr mínum væntingum. Þvílíkur maður, þvílík rödd og þvílík nærvera. Hann svoleiðis negldi þennan flutning fram á næsta dag (haha) og var það strax deginum (haha) ljósara að hann kæmist áfram. Þetta er ekki uppáhaldslagið mitt en Dagur er klárlega uppáhaldssöngvarinn minn í keppninni. Hann kemst í einvígið og ég held að þetta dásamlega sjarmatröll og raddmaskína komi aftan að öllum og vinni þessa keppni.“ „Dagur er fantagóður söngvari og flytur lagið af stakri snilld, sviðsetningin er góð en það mætti aðeins tímasetja skiptingarnar á skuggamyndunum betur. Ef Dagur fer út fyrir okkar hönd þá þurfum við aldeilis ekki að hafa áhyggjur af feilnótum né kraftlausum flutningi.“ „Lagið er ekki það mest grípandi en þessi söngrödd! Hún er af öðrum heimi. Ég myndi meira að segja fara á Queen tribute tónleika í Hörpu ef Dagur syngi öll lögin.“Aron Hannes - Golddigger „Ég ætla ekkert að leyna því að Aron Hannes er búinn að vera í uppáhaldi hjá mér frá fyrstu hlustun og tel ég að hann eigi mesta möguleika úti í Lissabon ef við viljum hugsa aðeins fram á við. Lagið grípur strax og Aron er svo frábær skemmtikraftur. Sveinn Rúnar og hans lið þurfa hins vegar aðeins að fínpússa atriðið sem var í Háskólabíóinu ef þeir ætlar sér að fara alla leið. Það var pínu lítið ef á má sletta "chaos" í sjónvarpinu ólíkt sem það var í salnum, Goldigger er meðsvolitla sérstöðu í ár vegna þess hversu fjörugt það er og tel ég að það sé það atriði sem ég get sagt það mun fara í Súperfínalinn.“ „Fyrirfram hefði ég veðjað á Gold digger sem öruggan sigurvegara. Lagið er bæði grípandi og Aron Hannes sýndi það í fyrra að hann getur auðveldlega heillað fólk upp úr skónum með framkomu sinni. Hér hefur þó eitthvað klikkað. Á undankvöldinu virtist Aron áhugalaus um flutninginn og atriðið leit meira út eins og hallærisleg eftirherma af 90‘s rappara videoi en góðum eurovision poppsmelli árið 2018.Ef Aron kveikir á sjarmanum, bakraddirnar negli röddunina og þeir sleppi kannski gullinu aukast líkurnar á að lagið fari alla leið.“ „Atriðið varð ekki alveg nógu þétt á sviðinu þó að lagið sé grípandi. Ég held að áhorfendur sem eru markhópur Arons fari frekar í átt að Fókus hópnum eða jafnvel Áttunni.“ „Gold Digger er fínasta popplag en textinn pirrar mig svakalega, svona gegnumsýrður af karlrembu. Aron Hannes er aftur á móti frábær flytjandi og verður væntanlega ofarlega bæði í símakosningu og hjá dómnefnd, og held að það dugi í einvígið, dragi dómnefndin Áttuna og Heimilistóna niður.“ „Klárlega hressasta lagið í keppninni og það lag sem fólk man helst eftir. Mikill Bruno Mars fílingur. Aron Hannes fór í gegnum tækniklúður í seinni undankeppnina með glæsibrag og sýndi þar með að honum er treystandi fyrir Eurovision sviðinu - þvílíkur fagmaður.“ „ Aron Hannes mætir hér til leiks annað árið í röð með fönký poppsmell í anda Bruno Mars. Aron gefur ekkert eftir í útgeislun og skemmtun frekar en áður fyrr, þó að lagið nái ekki sömu hæðum og “Tonight” gerði í fyrra. Sömu sögu er þó að segja um gæði keppninnar í heild sinni – lögin í ár eru einfaldlega ekki í hæsta gæðaklassa. Því er ekkert ólíklegt að Golddigger nái inn í einvígið á úrslitakvöldinu. Það er einnig áhugavert að skoða álit Eurovision aðdáenda úti í heimi en þar trónir Golddigger á toppnum, bæði hjá fagfólki og almennum aðdáendum.Ef flutningur Arons á lokakvöldinu verður með besta móti, þá á lagið fullt erindi inn í einvígið og gæti jafnvel verið okkar besta von í keppninni úti.“ „Ah. Hvað skal segja. Ég kann að meta þéttleikann í stúdíó-versjóninni, Bruno Mars fílingurinn er fínn og lagið er grípandi. Aron er flottur á sviði og dansinn er mjög hressilegur. Flutningurinn er samt ekki alveg nógu þéttur á það heila, en verður kannski betri á laugardaginn þegar lagið er flutt á ensku og stressið eftir hljóðklúðrið ekki til staðar. Þá að aðalgalla lagsins: Textinn. Í fyrsta lagi. Íslenski textinn er skelfilegur. Hann er illa saminn, illa samsettur, passar ekki við hendingar, ofnotar slettur, styðst við enska orðaröðun og er bara á allan hátt fullkomlega óásættanlegur og móðgun við áheyrendur. Í öðru lagi. Umfjöllunarefnið er hreinlega skaðlegt og er hvorki viðeigandi fyrir femínískar samfélagsbylgjur sem riðið hafa yfir eyjuna okkar síðustu árin, né herferðina #sjúkást sem er í gangi um þessar mundir. Orðið golddigger er nær eingöngu notað yfir fjársjúkar konur sem rýja menn inn að skinni og það er vafasamt að semja lag um slíka staðalmynd. Að auki virðist sambandið sem textinn fjallar um vera virkilega óheilbrigt. Nú er ekkert að því að fjalla um óheilbrigð sambönd eða neikvæða hluti í lagatextum, en það verður að vera gert á réttan hátt. Að standa skælbrosandi og hress upp á sviði og syngja ástarsöng til manneskju sem fer illa með þig sendir mjög vafasöm skilaboð til markhóps þessa lags: unglinga. Niðurstaða: Ég vil frekar senda þetta lag út heldur en Áttuna, og á svo sem alveg von á því að því geti mögulega gengið vel á stóra sviðinu en vildi óska að þau hentu þessum texta í ruslið.“ „Hér erum við komin að mjög furðulegu máli. Hann Aron Hannes er algjör æðibiti. Hann er með gjörsamlega sturlaða rödd og í öllum viðtölum er hann svo einlægur og sjarmerandi. Svo kemur hann á sviðið, og þetta gerðist líka í fyrra, og virðist skilja persónuleikann sinn eftir inní búningsherbergi. Ég bara skil þetta ekki. Hann er að syngja fönk lag í anda Bruno Mars um einhverja kvensu sem er að hafa af honum allan aur og það örlar ekki á attitjúdí eða gæjastælum. Hvað er það? Aron: Plís, komdu í úrslitin stútfullur af þínum yndislega persónuleika og færðu þetta lag upp á næsta plan. Annars er þessi pía búin að hafa af þér miklu meira en bara peninga.“ „Í fyrra stóð Aron sig vel þegar hann flutti lagið Nótt en nú kemur hann aftur til leiks, endurbættur með töluvert betra lag. Golddigger fangar athygli manns við fyrstu hlustun. Lagið er afskaplega fjörugt og minnir á verk Bruno Mars sem er alls ekki neikvætt. Aroni líður vel á sviðinu ásamt færum dönsurum og bakröddum sem fengu að lokum að láta ljós sitt skína en þrátt fyrir bakraddaleysi í fyrri flutningi undankvöldsins þá negldi Aron sönginn. Ég hef sterkan grun um að Aron verði í einvíginu þann 3. mars og komist alla leið til Lissabon.“ „Aron Hannes er flinkur söngvari og lagið er grípandi, enda hef ég heyrt það margoft, síðast með einhverjum gúbbum sem stálu því líklega frá Prince. Annars er Gold digger-hópurinn klæddur eins og vinahópur sem er að fara saman í tíunda sinn á þjóðhátíð og hefur alveg misst metnaðinn.“Heimilistónar - Kúst og fæjó „Ég var með stjörnur í augunum þegar ég hitti þær stöllur, þvílíkir snillingar og hæfileikar sem hér er á ferð. Þetta var það lag sem ég setti vonir mínar að yrði öðruvísi og skemmtilegt, var tilbúinn að dressa mig upp í kjól ef þær færu út en ég varð pínu vonsvikin egar ég sá þau í Háskólabíó. Ég hefði viljað sjá þær fara alla leið verandi með kústin og fægiskóflu á sviði að þrifa og hafa gaman. Bakraddirnar fóru hins vegar á kostum og ef þau vinna í atriðinu og nota sýna leikhæfileika þá fara þau í Súperfínalinn. Ég persónulega elska að þær syngi á íslensku.“ „Kannski ekki besta lagið í keppninni en klárlega það lang lang skemmtilegasta! Lagið nær til bæði barna og fullorðinna og mun án efa raka inn símaatkvæðum en það er óvíst hvaða stefnu dómnefndin tekur varðandi lag sem er fyrst og fremst skemmtun. Sviðsetningin virkaði vel í undankeppninni og eina sem Heimilstónar gætu gert fyrir úrslitin er að hreinsa sönginn betur, sérstaklega Lolla sem leiðir. Spái þeim 2. sætinu.“ „Heimilistónar eru utan við allt mengið og þær gætu gert hvað sem er, floppað algjörlega eða komið sér í einvígið - og ég hallast frekar að því síðara, miðað við frammistöðu þeirra og framsetningu í undankeppninni.Mér persónulega finnst þær æðislegar og þær fá allan daginn mitt atkvæði en ég hef lengi verið eldheitur aðdáandi Heimilistóna.“ „Mitt uppáhaldslag í keppninni í ár. Það er alvöru húmor en um leið mikil hlýja í textanum og lagið er líflega flutt af Ólafíu Hrönn og stöllum hennar. Held að þetta verði í 2.-3. sæti í símakosningunni en dómnefndin komi í veg fyrir að það nái í einvígið. Komist það í einvígið gæti það alveg unnið.“ „Daðalagið” í ár - hresst og skemmtilegt og gæti komið verulega á óvart! Eina lagið sem verður alfarið á íslensku en Heimilistónar hafa yfirlýst markmið að semja og syngja á íslensku. Virðingarvert og gæti staðið út úr vegna þessa.“ „Hressilegt 50’s popp í flutningi þjóðþekktra leikkvenna – og ekki skemmir frumleg textasmíðin fyrir. Gallinn er hins vegar sá að það sem gerir lagið sjarmerandi er eitthvað sem ferðast ekki vel út fyrir landsteinana. Evrópubúar hafa ekki legið í hláturskrampa yfir Kötlu Margréti í “Stelpunum” eins og við Íslendingar, eða séð Lollu fara á kostum í óteljandi “Áramótaskaupum”. Eitthvað sem við lærðum “the hard way” árið 2006 í Sylvíu Nótt fíaskóinu. Það eina sem skiptir máli í Eurovision heimi er frumleg lagasmíði og þrusugóður flutningur – eitthvað sem þetta lag hefur ekki. Atriðið er jafnframt það eina sem er flutt á íslensku, sem dregur enn frekar úr sigurlíkum. (Gæti þó náð í einvígið vegna innlendra vinsælda)“ „Svo innilega íslenskt og glaðlegt og skemmtilegt. Ég fíla þetta í botn. Lolla er engin hörkusöngkona og það skiptir bara engu máli, því að hún gerir þetta á gleðinni. Heimilistónar myndu kannski ekki komast áfram upp úr undankeppninni en ég held einhvern veginn að við yrðum öll voða stolt af framlagi þeirra. Stundum þarf ekkert að vinna, heldur bara hafa gaman. Textinn er fyndinn, konseptið kózý og litagleðin allsráðandi. Ef þetta færi alla leið út mætti gera aðeins meira úr atriðinu, hafa það aðeins leikrænna. Ég á þó ekki von á því.“ „Þetta er náttúrulega atriðið sem er að fara til Portúgal ef marka má samfélagsmiðla eftir fyrri undankeppnina. Ég er ekki nógu sannfærð þó mér finnist þessar fjórar orkubombur sjúklega skemmtilegar og lagið helvíti hressandi. Ég væri þess vegna alls ekkert sár ef þær kæmust alla leið. Fyrir mig vantar bara eitthvað. Eitthvað smá meira úmf. Þannig að ef að þær brydda upp á einhverjum óvæntum uppákomum og nýta sína leiklistarlegu yfirburði til góðs á úrslitakvöldinu þá komast þær í einvígið. Ég held samt að þær þurfi ekkert að dusta rykið af portúgölsku kunnáttunni þetta sinnið.“ „Þetta lag er fyrst og fremst konungleg skemmtun! Textinn er frábær og hafa saumaklúbbar um landið allt tengt við karakterana í Heimilistónum. Sviðsetningin er glimrandi góð og bakraddirnar setja punktinn yfir i-ið. Þetta er eina lagið í keppninni sem ég er nokkuð viss um að muni koma okkur upp úr undanúrslitunum í Portúgal ef það færi fyrir Íslands hönd vegna þess að það er svo öðruvísi, fjörugt og með miðaldra söngkonum en eins og áður hefur komið fram er þeirra tími svo sannarlega kominn!Ég hef fulla trú á að saumaklúbbar landsins hópist saman, horfi á keppnina og kjósi þær alla leið í einvígið.“ „Besta lag keppninnar í ár. Líklega ekki lagið sem færir okkur loksins sigur í aðalkeppninni en svei mér þá ef þetta kemst ekki í það minnsta upp úr undanúrslitunum. Því þetta verður að vera lagið sem vinnur Söngvakeppnina. Heimilistónar eru mest sjarmerandi hljómsveit Íslands! Það er líka staðfest að Kúst og fæjó er lag sem þolir vel að vera klístrað við heilann í margar vikur.“Fókus - Battleline „Þetta er æðisleg powerballlaða með 5 mjög sterkum söngvurum sem eru að njóta sýn í botn. Það er æðislegt að sjá hvað þau hafa gaman af þessu og útgeislunin á sviðinu frá hverjum og einum er unaður að horfa á. Það er gaman að geta þess að 2 af 5 meðlimum Fókus eru hluti af FÁSES þannig að það væri ekki leiðinlegt að senda Eurovision aðdáendur út. Að mínu mati voru þau best á fyrra undankvöldinu. Það þarf allt að ganga upp hjá þeim til að þau fari alla leið og þau hafa burði til þess.“ „Fókus hópurinn kom virkilega á óvart í undankeppninni með einlægum en kröftugum flutningi. Það er hungur í þeim sem ég er fullviss um að eigi stóran hluta í að þau komust í úrslitin. Sviðsetning tókst vel hjá þeim og þau þurfa ekki annað en að fínpússa stöðurnar þannig að línurnar sem þau vinna út frá séu beinni og enginn aðeins út úr munstrinu. Fatnaður þeirra á sviðinu hefur verið til umræðu og finnst sumum þau of ósamstæð. Það er því alveg pæling hjá þeim hvort þau nái að samræma fatnaðinn aðeins án þessi að hann verði persónulegur fyrir hvert og eitt þeirra. Einu vonbrigði mín eru að þau syngi á ensku í úrslitunum enda lagið svo margfalt betra á íslensku. Eftir að hafa séð þau á sviði tel ég þau alveg eiga möguleika á að komast í einvígið.“ „ Fókus hópurinn er þéttur og lagið er með þeim sterkari í ár. Ég held að atriðið þeirra verði enn formaðra og sterkara í úrslitum en við sáum í undankeppninni. Markhópurinn þeirra er samt sá sami og Arons Hannesar og jafnvel Áttunnar líka, svo að það veltur dálítið á dagsforminu og stemmingunni, jafnvel röð laga á svið í úrslitunum!“ „ Fókus-hópurinn stalst í úrslit með frábærum flutningi á þessu skemmtilega lagi. Held samt að það nái ekki á toppinn hjá áhorfendum eða dómnefndinni, svo að það situr eftir í 5.-6. sæti.“ „Lagið sem greip mig strax við fyrstu hlustun. Þetta er svona lag sem ég myndi syngja inn á baði með hárbusta fyrir míkrófón og hárblásarann sem vindvél! Eitthvað við hljómaganginn í laginu sem minnir á sænsku söngvakeppnina, Melodifestivalen. Óvenjulegt að sjá svona sönghópa í Söngvakeppninni en eftir allar sólósöngkonurnar sem Ísland hefur sent í Eurovision væri bara hressandi að senda þessa fimmmenninga með hörku raddir. “ „ Fókushópurinn teflir fram europoppi í allri sinni dýrð; grípandi laglína, hin gullna upphækkun og raddaður kórsöngur. Þrátt fyrir að lagið sé ekki það frumlegasta sem heyrst hefur þá er viðlagið grípandi og flutningurinn mjög góður. Og það sem mikilvægast er – lagið er grípandi við fyrstu hlustun!Ef Fókus hópurinn setur meiri kraft í búninga og frumlegri sviðsetningu þá hefur lagið alla burði til þess að komast áfram í einvígið. Ég er því miður ekki viss um að það takist.“ „Mér finnst þetta lag eitthvað svo gamaldags. Eitthvað svona hópsöngs-sjálfshjálpar-popp sem mér finnst ekki alveg eiga heima á þessari öld. Að því sögðu þá púlluðu hollensku systurnar þrjár það alveg ágætlega í fyrra, flestum að óvörum; aðallega af því að söngurinn var fullkomlega pottþéttur. Það er hann því miður ekki hjá Fókus. Þau njóta sín mjög vel í þeim köflum sem þau syngja saman; radda vel og eru þétt. Sólólínurnar eru hins vegar eitthvað svo hjákátlegar. Svo skortir allan fókus í klæðnaðinn. Þau eru eins hópur af fólki sem er statt í fertugsafmæli frænku sinnar og þekkist ekki fyrirfram en ákveður að taka lagið. Það er þó vert að taka það fram að þetta er lagið sem skorar hvað best hjá erlendu júróblætisfólki.“ „ Þetta lag hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan lögin voru fyrst kynnt. Fimmmenningarnir í Fókus hópnum eru svo yndislega miklir lúðar, svo einlæg og skemmtileg að maður þykir vænt um þau frá fyrstu stundu. Ég varð hins vegar fyrir nokkrum vonbrigðum með atriðið í fyrri undankeppninni. Út af röddunum? Ó, nei - þau negldu þetta. Út af klæðaburði? Heldur betur. Ég er ekki að segja að þau þurfi að vera hvítklædd og tjísí eins og Boyzone en það er algjört nó nó að mæta á stóra sviðið í samtýningi. Svo mætti gera miklu meira við þetta atriði, splæsa í smá gullregn og flugelda til að fylgja kraftinum í hópnum.Ég hlakka til að sjá þau í úrslitunum og held að ef þau taka atriðið í gegn þá gætu þau komist í einvígið. Það er samt eitthvað sem segir mér að þau vinni ekki.“ „Í ár flytur hópurinn Fókus 100% klassískt Eurovision lag og ekki getum við kvartað undan því! Frábærir söngvarar sem ná vel saman en að hafa fimm aðalsöngvara og engar bakraddir láta mig á kaldhæðinn hátt missa fókus.“ „Er þetta ekki bara ágætt? Kraftmikið lag og sjarmerandi flytjendur. Mikill mínus fyrir alveg ótrúlega bragðdaufa búninga. Þetta er Söngvakeppni, ekki árshátíð Hagstofunnar!“Ari Ólafsson - Our Choice „Ari er klárlega vonarstjarnan okkar og á vonandi eftir að koma aftur í keppnina. Hann var frábær í Háskólabíó og átti skilið að fara áfram. Ég set spurningamerki við sviðsetninguna á laginu þar sem ég hefði frekar haft hann og bakraddir og sleppt hljómsveit, en það er bara minn persónulega skoðun. Ég er pínu hræddur um að Ari og Dagur verði að taka akvæði frá hvort ðrum þannig að það gæti orðið til þess að hvougt þeirra fari í úrslit en þeir verða báðir nálægt því.“ „Hin fullkomna formúla - byrjar á rólegu nótunum en stækkar svo smám saman, góður millikafli kemur á hárréttum tíma, lagið nær svo hápunkti rétt áður en því lýkur aftur á rólegu nótunum. Sviðsetning leit betur út á sviði en í sjónvarpi sem voru ákveðin vonbrigði. Í sjónvarpi leit þetta kaótískt út og hefði verið betra að hafa bara Ara, Þórunni á flyglinum og Örnu í bakröddum sjánaleg. Ef Ari neglir flutninginn eins í undanriðlinum og brosir kannski aðeins minna (samt bara pínu!) á hann möguleika á að komast í einvígið. Hættan er þó að hann keppi um atkvæði við Dag og það komi niður á þeim báðum.“ „ Sjarmerandi og flottur flutningur hjá honum í undankeppninni, en ef framsetning atriðisins tekur ekki stórkostlegum breytingum held ég að þetta lag týnist svolítið á milli hinna.“ „ Fallegt lag og afskaplega vel flutt hjá Ara. Þetta er hefðbundið lag sem höfðar til ákveðins hóps sem mun koma því í u.þ.b. 3.-4. sæti í símakosningu og dómnefndin mun vera nokkuð sammála. Ynni það aftur á móti Söngvakeppnina gæti það átt góðan séns á að komast í úrslit og ná inn á topp 20 í Eurovision.“ „Enginn eyrnaormur hér á ferð en óaðfinnanlegur flytjandi sem fleytir laginu langt. Hann fer rúmlega tvær og hálfa áttund í laginu og fær slatta af atkvæðum fyrir það.“ „Tilfinningaþrungin ballaða eins og lagahöfundi einum er lagið. Hinn ungi og brosmildi Ari vann hug og hjörtu áhorfenda með lífsgleði og einlægu yfirbragði í fyrri undanriðlinum, þar sem hann margþakkaði þjóðinni fyrir að kjósa atriðið áfram. En þrátt fyrir fínan flutning þá skilur lagið því miður lítið eftir sig. Það er, fyrir utan háa c-ið í lok lagsins - sem kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti því það passar engan veginn við uppbyggingu lagsins. Kjósendur verða því miður búnir að gleyma elsku lífsglaða Ara og háa c-inu hans um leið og næsta atriði hefst.“ „Ari er dásamlegur. Þessi 19 ára strákur syngur virkilega fallega og er brjálæðislega mikill sjarmur. Það er spennandi fyrir íslenskt tónlistarlíf að hann sé að fara út í þennan virta skóla í Bretlandi og ég held með honum, sem söngvara, bara svona almennt í lífinu. En þar líkur mínum stuðningi. Lagið er alveg drepleiðinlegt og enski textinn virkilega klúðurslegur (þó hann sé skárri en sá íslenski). Textinn er fullur af endurtekningum; viðlagið er bara sömu línurnar aftur og aftur, örlítið breyttar. Sviðsetningin hentar laginu svo hróplega illa að ég hreinlega skil ekki hvað aðstandendur lagsins voru að hugsa. Í stað þess að Ari standi og skíni á myrku sviði, í mesta lagi með Þórunni með sér, leikandi á flygil eða einhver lágstemmd gimmik, þá er hann með heila hljómsveit á sviðinu, með ótengdu hljóðfærin sín að spila einhverjar óskilgreindar bassalínur með blóðrauðan sólarlagsbakgrunn. -Eins og hann sé að keppa í söngkeppni framhaldsskólanna og vilji leyfa öllum vinum sínum að standa með sér á sviðinu svo þau fái ókeypis inn á keppnina. Allan tímann var tómur barstóll í mynd, beint fyrir aftan hann. Þetta var bara draslaralegt. Ari komst áfram á flutningnum, enda sá eini í fyrri undankeppninni sem ekki var falskur bróðurpart lagsins. Ef Dagur væri ekki að keppa líka myndi Ari kannski vinna keppnina út á það að vera sætur strákur að flytja kraftmikla ballöðu á mjög sómasamlegan hátt, en mér þykir líklegt að Dagur ræni hann fylginu.“ „Ari er náttúrulega ofurkrúttsprengja, brjálæðislega myndarlegur með þessa dásamlegu spékoppa og með rödd sem gæti svæft engla. Hins vegar finnst mér þetta lag ekkert sérstaklega spennandi og ég bara get ekki fyrir mitt litla líf munað hvernig það er. Ég er rosalega ánægð að Ari er kominn alla þessa leið því ef maður væri aðeins að dæma eftir flutningi á hann það svo sannarlega skilið.Hann á eftir að bræða okkur enn og ný í úrslitunum en ég held að það nái ekki lengra en það.“ „Lagið Heim í flutningi Ara nær að spegla Portúgalska sigurlagið frá því í fyrra á vissan hátt; hugljúft lag með frábærum söngvara. Sviðsetningin í atriðinu er hins vegar ekki upp á marga fiska og væri ef til vill hreinlegra ef Ari stæði einn á sviðinu. Einnig er texti lagsins full klisjukenndur. Þrátt fyrir þetta yrði ég stoltur Íslendingur ef Ari keppti fyrir okkar hönd í Lissabon.“ „Mér leiðist alltaf frekar mikið lög með boðskap, sérstaklega þegar hann er svona útjaskaður. Ari Ólafsson er mikið krútt en það hefði mátt fá þroskaðri söngvara til að syngja þetta lag. Til dæmis Dag Sigurðsson! Í sumum löndum hefur stundum verið kosið milli laga sem einn og sami flytjandinn syngur. Getum við plís gert það og látið Dag syngja?“Áttan - Here For You „Það er mjög erfitt að dæma þau Egil og Sonju, þau eru svo hress og skemmtileg og gaman að horfa á í viðtölum en þvi miður var flutningur þeirra eki sá besti sem heyrst hefur. En þau komust hinsvegar í úrslit þannig að það má ekki útiloka þau en ef dómnefndinar dæma eftir flutningi þá eru þau ekki að fara í superfinalinn en lagið sjálft er mjög fínt pop lag.“ „Lang leiðinlegasta lagið að mínu mati í úrslitunum og alls ekki von á góðum flutningi frekar en í undankeppninni. Þá er sviðsetningin klisjukennd og ruglingsleg á sama tíma. Átti von á meira frá Áttunni! Vinsældir þeirra skulu þó ekki vanmetnar og alveg von á því að þau nái langt þó ég eigi síður von á að sjá þau í einvíginu.“ „Hér verða allir að hugsa framar öðru: Verður ekki flutningurinn að trompa baklandið/vinsældirnar heima fyrir - þegar við sendum lag í Eurovision?Viljum við að framlag Íslands verði mest tvítaða atriðið í Eurovision í Portúgal? Og það yrði þá ekki fyrir frábæran flutning.“ „Ágætt lag en mjög illa flutt af aðalsöngvurunum í undankeppninni. Held samt að það verði í 1.-2. sæti í símakosningunni vegna vinsælda Áttunnar, en á von á að dómnefnd dragi það niður. Komist það aftur á móti í úrslit tel ég líklegt að lagið tapi þar sem fólk sem ekki fílar þau muni sameinast á móti. “ „Sómasamlegt lag þó það vanti einhvern “Nei nei nei - húkk” í það. Lagið mun ekki hljóta náð fyrir augum dómnefndarinnar vegna lélegs flutnings. Það mun koma mér verulega á óvart komist þetta í einvígið.“ „Ódýrt en þó grípandi elektrópopp sem virkar vel í útvarpi en er algjör skelfing á sviði. Ef það er eitthvað sem Eurovisionheimur getur ekki horft framhjá þá er það slakur flutningur, og hvað þá rammfalskir söngvarar. Og ef sviðsframkoman þótti slæm hér á Íslandi þá á hún bara eftir að HRÍÐversna við komuna til Portúgal, þar sem spennan og álagið er margfalt á við hérna heima (exhibit A: framlag Íslands 2015). Krakkarnir í Áttunni eru stórskemmtileg og vinsæl hjá ungu kynslóðinni en Eurovision er því miður ekki þeirra tebolli. Það er einfaldlega ekki hægt að vera góður í öllu.Þrátt fyrir að lagið fái sennilega ágætis símakosningu frá Áttuaðdáendum þá mun dómnefndin sjá til þess að þetta lag komi ekki nálægt einvíginu.“ „Áttan höfðar ekkert til mín. Lagið er glatað, söngvararnir geta ekki flutt það án autotunesins sem hélt þeim í réttri tónhæð í upptökunni og mér finnst þau bara eitthvað svo vandræðaleg. Það kom mér alls ekkert á óvart að þau kæmust áfram, enda er þetta snjallt markaðsfólk með brand sem allt ungt fólk þekkir, en ég vona innilega að dómnefndin káli möguleikum þessa framlags á kostnað lýðræðisins.“ „Því miður þá er ég með tvö eyru og þar af leiðandi var ég ekkert yfir mig hrifin af framlagi Áttunnar. Bæði finnst mér lagið ekkert spes og þau Egill og Sonja náðu sér ekki á strik í flutningnum. Æi, af hverju að tala undir rós? Þau voru bara rammfölsk. En þau eru vinsæl, þau eru falleg og þau eru svakalega heillandi persónuleikar. Þau eru dugleg í markaðsvinnu og vita alveg hvað þarf til að hala inn atkvæðum. Þess vegna mega þau vera ofboðslega stolt af sér að komast svona langt og ég er svo glöð fyrir Sonju hönd að hún sé að keppa loksins í Eurovision. En ég held að atkvæðasmölunin muni lúta í lægra haldi fyrir góðum söng í úrslitunum.“ „Það er eitthvað ótrúlega aðdáunarvert við sjálfsöryggið hjá Áttu-flokknum. Þegar fólk nær að brosa sig í gegnum flutning sem er stöðugum hálftón yfir réttri nótu á það eiginlega skilið að komast í úrslit. En ALLS ekki lengra en það.“Álitsgjafar Vísis:Tinna Ólafsdóttir textasmiður hjá PIPAR\TBWAAuður Friðriksdóttir sálfræðingur og áhugamaður um EurovisionLilja Katrín Gunnarsdóttir textasmiður og bakariIngibjörg Auðbjörg Straumland athafnarstjóri og vefhönnuðurAgla Friðjónsdóttir rekstrarverkfræðingur - og Eurovision nördLaufey Helga Guðmundsdóttir meðlimur í stjórn FÁSESFlosi Jón Ófeigsson meðlimur í stjórn FÁSESHildur Tryggvadóttir Flovenz ritstjóri Alls um Júróvisjon og FÁSES-liðiEyrún Valsdóttir FÁSES-liðiReynir Þór Eggertsson doktor í norrænum fræðum og framhaldsskólakennari Eurovision Tengdar fréttir Finnskur Eurovision-sérfræðingur hefur valið sitt sigurlag í Söngvakeppninni Thomas finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. 24. febrúar 2018 10:04 Snapchat gæti komið Heimilistónum í klípu Berist athugasemd frá Evrópu mun RÚV bregðast við í takt við lög og reglur. 23. febrúar 2018 11:00 Dagur verður næsti fulltrúi Íslands í Eurovision ef marka má Betsson Stuðullinn á Fókushópinn og Ara Ólafsson er tólf. 28. febrúar 2018 10:37 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni
Það verður varla annað sagt en að það stefni í háspennu á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins, ef marka má álitsgjafa Vísis. Álitsgjafarnir eru 10 talsins þetta árið og hafa það allir sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á Söngvakeppni Sjónvarpsins og Eurovision. Vísir fékk þá til að gefa sitt álit á lögunum sex sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni sem fara fram í Laugardalshöll næstkomandi laugardagskvöld. Einn þeirra bendir á athyglisverða staðreynd, en hún er sú að það er engin söngkona sem kemur ein fram í úrslitunum í ár. Segir sá álitsgjafi að það sé til marks um það að Íslendingar hafa síðastliðin þrjú ár sent söngkonur út í Eurovision en engin þeirra náði í úrslitin. Álitsgjafarnir eru langflestir á því að Dagur Sigurðsson muni standa uppi sem sigurvegari í ár, en að keppnin verði hins vegar hnífjöfn þar sem margir munu gera atlögu að Degi. Það sem fleytir Degi lengst að mati álitsgjafanna er frábær flutningur hans á laginu Í stormi. Álitsgjafarnir segja flutninginn margfalt betri en lagasmíðin sjálf og að Dagur sé líklegastur til að syngja sig beint til Lissabon í Portúgal, en líkt og áður segir er samkeppnin hörð. Til að mynda frá Aroni Hannesi og Heimilistónum. Álitsgjafarnir telja Golddigger, sem Aron Hannes flytur, hressilega poppsmíð en einhverjir eru þó ekki hrifnir af textanum. Ef Aron Hannes á að verða fulltrúi Íslands í Eurovision þarf hann að mati álitsgjafanna að fínpússa flutninginn og kveikja á sjarmanum. Framlag Heimilistóna, Kúst og fæjó, á það sammerkt að vera í miklu uppáhaldi hjá álitsgjöfunum, sem telja margir það eiga ágætis líkur á að ná í einvígið sjálft í úrslitunum, en það gæti brugðið til beggja vona.Fókus-hópurinn, með lagið Battleline, er með kraftmikið og vel flutt lag en hópurinn að fínpússa sviðsetninguna og setja betri „fókus“ í klæðaburðinn að mati álitsgjafanna til að ná í einvígið. Ari Ólafsson, með lagið Our Choice, á ekki sérstaka möguleika á að komast til Lissabon, þrátt fyrir frábæran flutning, að mati álitsgjafanna. Helstu ástæðurnar sem eru tíndar til eru þær að lagasmíðin sé fremur óeftirminnileg, sviðsetningin ekki nógu markviss og að hann muni hreinlega verða undir í samkeppni við Dag um atkvæðin. Áttan, með lagið Here For You, er talin eiga minnsta möguleikann í úrslitunum og þá sérstaklega vegna flutnings á laginu á seinna undankvöldi Söngvakeppninni. Álitsgjafarnir eru á því að Áttan hafi sína fylgjendur sem munu veita laginu sitt atkvæði en að dómnefndin muni gera út af við möguleika þeirra. Hér fyrir neðan má sjá umsagnirnar um lögin: Dagur Sigurðsson - Í stormi „Það er ekkert skrítið að Dagur sé síðastur á svið því hann kom eins og stormur á sviðið í Háskólabíó og var að mínu mati sigurvegari seinni riðilsins. Ég vona samt að þau fari aðeins og lagi atriðið eins og það kom fram í sjónvarpinu, því það var svolítið eins og að horfa á heilahristing ef það er hægt. mikið af blikkandi ljósum og of haðar skiptingar. En það voru aðeins tvo lög í ár þar sem ég fékk gæsahúð og sá Dagur til þess að ég missti andlitið í Háskólabíó. Hann varpaði síðan sprengju að hann ætlar að syngja á íslensku sem held ég að hafi verið sterkur leikur og gæti verið nóg til að hann fari alla leið í súperfínalinn. Ef það gerist þá held ég að hann sé að fara til Lissabon.“ „Þetta lag höfðar ekki til mín en það er vinsælt og Dagur flytur það óaðfinnanlega! Sviðsetning var vel útpæld fyrir sjónvarp og hentaði Degi en ég varð ringluð af sífeldum klippingum. Dagur á góðan séns á að komast í einvígið því bæði er lagið dómnefndavænt og hann er líklegur til að hala inn símatkvæðum, þó með fyrirvara að hann og Ari fari að taka stig hvor af öðrum.“ „Dagur Sigurðsson átti langsamlega besta flutninginn í undankeppnunum báðum og var jafnvel betri á sviði en í stúdíóútgáfu. Heildarlúkkið var mjög flott hjá honum og því ætti hann að fljúga í einvígið. Það eina sem mögulega gæti hallað á hann væri ef Ari Ólafsson (hinn karlsólóistinn með ballöðu í úrslitunum) steli atkvæðunum frá honum og þeir núlli hvorn annan út. Ég held samt ekki að sami markhópurinn kjósi þá tvo.“ „Frábær söngvari með fínt lag, þótt það sé ekki í eftirlæti hjá mér. Held að það verði í 1.-3. sæti bæði í símakosningu og hjá dómnefnd og fari því í einvígið. Held að Dagur vinni einvígið komist það þangað.“ „Gaman að sjá að fólk er loksins að uppgötva Dag sem flytjanda með þátttöku hans í Söngvakeppninni þó hann hafi verið að lengi. Fagri blakkur (e. dark horse) Söngvakeppninnar í ár að mínu mati og ég fæ gæsahúð í hvert skipti sem ég heyri lagið.Á að hafa rústað símakosningu seinni undankeppninnar sem kemur ekki á óvart. “ „Dagur fær 12 stig fyrir topp flutning enda stórsöngvari hér á ferð. Stóra spurningin er hvort lagið sé nógu sterkt til að koma honum alla leið. Lagið hefur ekki fallið í kramið hjá hjá Eurovision aðdáendum úti í heimi en hefur þó verið að vinna á eftir að aðdáendur sáu Dag flytja lagið “live” í undanriðlinum. Persónulega finnst mér lagið ekki nógu sterkt og finnst það ekki einu sinni ná að sýna í hvað Degi býr. Atriðið nær líklega inn í einvígið en það er 100% Degi að þakka, ekki laginu sjálfu.“ „Dagur er magnaður söngvari; það fer ekkert á milli mála. Ég myndi þó óska þess að hann myndi aðeins spara sig í „okkar hjörtu slá í takt“ hendingunni sem hann blastar alltaf. Hendingin verður þreytt svona síendurtekin og það væri að mínu mati fallegra ef hann færi í hana á mýkri máta til að byrja með. Hann tekur þetta svo mikið á blastinu að tölvan mín fraus í miðri hendingu þegar ég var að horfa á keppnina. Í alvöru. Lagið gerir ekki mikið fyrir mig og eftir að hafa lesið textann margoft skil ég hann ekki ennþá. Vill hann lækna krabbamein með ást a la David Wolff eða er það myndlíking fyrir eitthvað? Hvað þá? Einmanaleikann? Sorgina? Bleh. Lagið höfðar ekki til mín, sviðsetningin er fengin frekar skammlaust að láni frá sænsku undankeppninni 2016 en Dagur er samt svo kraftmikill og flottur að ég hlýt að brjóta odd af oflæti mínu og heillast með. Hann stóð algerlega upp úr í undankeppninni og ég yrði ekki hissa ef hann beltaði sig alla leið til Portúgal.“ „Ég var svakalega spennt að sjá Dag á stóra sviðinu í seinni undankeppninni og væntingar mínar voru upp úr öllu valdi. Samt náði hann, á einhvern undraverðan hátt að fara langt fram úr mínum væntingum. Þvílíkur maður, þvílík rödd og þvílík nærvera. Hann svoleiðis negldi þennan flutning fram á næsta dag (haha) og var það strax deginum (haha) ljósara að hann kæmist áfram. Þetta er ekki uppáhaldslagið mitt en Dagur er klárlega uppáhaldssöngvarinn minn í keppninni. Hann kemst í einvígið og ég held að þetta dásamlega sjarmatröll og raddmaskína komi aftan að öllum og vinni þessa keppni.“ „Dagur er fantagóður söngvari og flytur lagið af stakri snilld, sviðsetningin er góð en það mætti aðeins tímasetja skiptingarnar á skuggamyndunum betur. Ef Dagur fer út fyrir okkar hönd þá þurfum við aldeilis ekki að hafa áhyggjur af feilnótum né kraftlausum flutningi.“ „Lagið er ekki það mest grípandi en þessi söngrödd! Hún er af öðrum heimi. Ég myndi meira að segja fara á Queen tribute tónleika í Hörpu ef Dagur syngi öll lögin.“Aron Hannes - Golddigger „Ég ætla ekkert að leyna því að Aron Hannes er búinn að vera í uppáhaldi hjá mér frá fyrstu hlustun og tel ég að hann eigi mesta möguleika úti í Lissabon ef við viljum hugsa aðeins fram á við. Lagið grípur strax og Aron er svo frábær skemmtikraftur. Sveinn Rúnar og hans lið þurfa hins vegar aðeins að fínpússa atriðið sem var í Háskólabíóinu ef þeir ætlar sér að fara alla leið. Það var pínu lítið ef á má sletta "chaos" í sjónvarpinu ólíkt sem það var í salnum, Goldigger er meðsvolitla sérstöðu í ár vegna þess hversu fjörugt það er og tel ég að það sé það atriði sem ég get sagt það mun fara í Súperfínalinn.“ „Fyrirfram hefði ég veðjað á Gold digger sem öruggan sigurvegara. Lagið er bæði grípandi og Aron Hannes sýndi það í fyrra að hann getur auðveldlega heillað fólk upp úr skónum með framkomu sinni. Hér hefur þó eitthvað klikkað. Á undankvöldinu virtist Aron áhugalaus um flutninginn og atriðið leit meira út eins og hallærisleg eftirherma af 90‘s rappara videoi en góðum eurovision poppsmelli árið 2018.Ef Aron kveikir á sjarmanum, bakraddirnar negli röddunina og þeir sleppi kannski gullinu aukast líkurnar á að lagið fari alla leið.“ „Atriðið varð ekki alveg nógu þétt á sviðinu þó að lagið sé grípandi. Ég held að áhorfendur sem eru markhópur Arons fari frekar í átt að Fókus hópnum eða jafnvel Áttunni.“ „Gold Digger er fínasta popplag en textinn pirrar mig svakalega, svona gegnumsýrður af karlrembu. Aron Hannes er aftur á móti frábær flytjandi og verður væntanlega ofarlega bæði í símakosningu og hjá dómnefnd, og held að það dugi í einvígið, dragi dómnefndin Áttuna og Heimilistóna niður.“ „Klárlega hressasta lagið í keppninni og það lag sem fólk man helst eftir. Mikill Bruno Mars fílingur. Aron Hannes fór í gegnum tækniklúður í seinni undankeppnina með glæsibrag og sýndi þar með að honum er treystandi fyrir Eurovision sviðinu - þvílíkur fagmaður.“ „ Aron Hannes mætir hér til leiks annað árið í röð með fönký poppsmell í anda Bruno Mars. Aron gefur ekkert eftir í útgeislun og skemmtun frekar en áður fyrr, þó að lagið nái ekki sömu hæðum og “Tonight” gerði í fyrra. Sömu sögu er þó að segja um gæði keppninnar í heild sinni – lögin í ár eru einfaldlega ekki í hæsta gæðaklassa. Því er ekkert ólíklegt að Golddigger nái inn í einvígið á úrslitakvöldinu. Það er einnig áhugavert að skoða álit Eurovision aðdáenda úti í heimi en þar trónir Golddigger á toppnum, bæði hjá fagfólki og almennum aðdáendum.Ef flutningur Arons á lokakvöldinu verður með besta móti, þá á lagið fullt erindi inn í einvígið og gæti jafnvel verið okkar besta von í keppninni úti.“ „Ah. Hvað skal segja. Ég kann að meta þéttleikann í stúdíó-versjóninni, Bruno Mars fílingurinn er fínn og lagið er grípandi. Aron er flottur á sviði og dansinn er mjög hressilegur. Flutningurinn er samt ekki alveg nógu þéttur á það heila, en verður kannski betri á laugardaginn þegar lagið er flutt á ensku og stressið eftir hljóðklúðrið ekki til staðar. Þá að aðalgalla lagsins: Textinn. Í fyrsta lagi. Íslenski textinn er skelfilegur. Hann er illa saminn, illa samsettur, passar ekki við hendingar, ofnotar slettur, styðst við enska orðaröðun og er bara á allan hátt fullkomlega óásættanlegur og móðgun við áheyrendur. Í öðru lagi. Umfjöllunarefnið er hreinlega skaðlegt og er hvorki viðeigandi fyrir femínískar samfélagsbylgjur sem riðið hafa yfir eyjuna okkar síðustu árin, né herferðina #sjúkást sem er í gangi um þessar mundir. Orðið golddigger er nær eingöngu notað yfir fjársjúkar konur sem rýja menn inn að skinni og það er vafasamt að semja lag um slíka staðalmynd. Að auki virðist sambandið sem textinn fjallar um vera virkilega óheilbrigt. Nú er ekkert að því að fjalla um óheilbrigð sambönd eða neikvæða hluti í lagatextum, en það verður að vera gert á réttan hátt. Að standa skælbrosandi og hress upp á sviði og syngja ástarsöng til manneskju sem fer illa með þig sendir mjög vafasöm skilaboð til markhóps þessa lags: unglinga. Niðurstaða: Ég vil frekar senda þetta lag út heldur en Áttuna, og á svo sem alveg von á því að því geti mögulega gengið vel á stóra sviðinu en vildi óska að þau hentu þessum texta í ruslið.“ „Hér erum við komin að mjög furðulegu máli. Hann Aron Hannes er algjör æðibiti. Hann er með gjörsamlega sturlaða rödd og í öllum viðtölum er hann svo einlægur og sjarmerandi. Svo kemur hann á sviðið, og þetta gerðist líka í fyrra, og virðist skilja persónuleikann sinn eftir inní búningsherbergi. Ég bara skil þetta ekki. Hann er að syngja fönk lag í anda Bruno Mars um einhverja kvensu sem er að hafa af honum allan aur og það örlar ekki á attitjúdí eða gæjastælum. Hvað er það? Aron: Plís, komdu í úrslitin stútfullur af þínum yndislega persónuleika og færðu þetta lag upp á næsta plan. Annars er þessi pía búin að hafa af þér miklu meira en bara peninga.“ „Í fyrra stóð Aron sig vel þegar hann flutti lagið Nótt en nú kemur hann aftur til leiks, endurbættur með töluvert betra lag. Golddigger fangar athygli manns við fyrstu hlustun. Lagið er afskaplega fjörugt og minnir á verk Bruno Mars sem er alls ekki neikvætt. Aroni líður vel á sviðinu ásamt færum dönsurum og bakröddum sem fengu að lokum að láta ljós sitt skína en þrátt fyrir bakraddaleysi í fyrri flutningi undankvöldsins þá negldi Aron sönginn. Ég hef sterkan grun um að Aron verði í einvíginu þann 3. mars og komist alla leið til Lissabon.“ „Aron Hannes er flinkur söngvari og lagið er grípandi, enda hef ég heyrt það margoft, síðast með einhverjum gúbbum sem stálu því líklega frá Prince. Annars er Gold digger-hópurinn klæddur eins og vinahópur sem er að fara saman í tíunda sinn á þjóðhátíð og hefur alveg misst metnaðinn.“Heimilistónar - Kúst og fæjó „Ég var með stjörnur í augunum þegar ég hitti þær stöllur, þvílíkir snillingar og hæfileikar sem hér er á ferð. Þetta var það lag sem ég setti vonir mínar að yrði öðruvísi og skemmtilegt, var tilbúinn að dressa mig upp í kjól ef þær færu út en ég varð pínu vonsvikin egar ég sá þau í Háskólabíó. Ég hefði viljað sjá þær fara alla leið verandi með kústin og fægiskóflu á sviði að þrifa og hafa gaman. Bakraddirnar fóru hins vegar á kostum og ef þau vinna í atriðinu og nota sýna leikhæfileika þá fara þau í Súperfínalinn. Ég persónulega elska að þær syngi á íslensku.“ „Kannski ekki besta lagið í keppninni en klárlega það lang lang skemmtilegasta! Lagið nær til bæði barna og fullorðinna og mun án efa raka inn símaatkvæðum en það er óvíst hvaða stefnu dómnefndin tekur varðandi lag sem er fyrst og fremst skemmtun. Sviðsetningin virkaði vel í undankeppninni og eina sem Heimilstónar gætu gert fyrir úrslitin er að hreinsa sönginn betur, sérstaklega Lolla sem leiðir. Spái þeim 2. sætinu.“ „Heimilistónar eru utan við allt mengið og þær gætu gert hvað sem er, floppað algjörlega eða komið sér í einvígið - og ég hallast frekar að því síðara, miðað við frammistöðu þeirra og framsetningu í undankeppninni.Mér persónulega finnst þær æðislegar og þær fá allan daginn mitt atkvæði en ég hef lengi verið eldheitur aðdáandi Heimilistóna.“ „Mitt uppáhaldslag í keppninni í ár. Það er alvöru húmor en um leið mikil hlýja í textanum og lagið er líflega flutt af Ólafíu Hrönn og stöllum hennar. Held að þetta verði í 2.-3. sæti í símakosningunni en dómnefndin komi í veg fyrir að það nái í einvígið. Komist það í einvígið gæti það alveg unnið.“ „Daðalagið” í ár - hresst og skemmtilegt og gæti komið verulega á óvart! Eina lagið sem verður alfarið á íslensku en Heimilistónar hafa yfirlýst markmið að semja og syngja á íslensku. Virðingarvert og gæti staðið út úr vegna þessa.“ „Hressilegt 50’s popp í flutningi þjóðþekktra leikkvenna – og ekki skemmir frumleg textasmíðin fyrir. Gallinn er hins vegar sá að það sem gerir lagið sjarmerandi er eitthvað sem ferðast ekki vel út fyrir landsteinana. Evrópubúar hafa ekki legið í hláturskrampa yfir Kötlu Margréti í “Stelpunum” eins og við Íslendingar, eða séð Lollu fara á kostum í óteljandi “Áramótaskaupum”. Eitthvað sem við lærðum “the hard way” árið 2006 í Sylvíu Nótt fíaskóinu. Það eina sem skiptir máli í Eurovision heimi er frumleg lagasmíði og þrusugóður flutningur – eitthvað sem þetta lag hefur ekki. Atriðið er jafnframt það eina sem er flutt á íslensku, sem dregur enn frekar úr sigurlíkum. (Gæti þó náð í einvígið vegna innlendra vinsælda)“ „Svo innilega íslenskt og glaðlegt og skemmtilegt. Ég fíla þetta í botn. Lolla er engin hörkusöngkona og það skiptir bara engu máli, því að hún gerir þetta á gleðinni. Heimilistónar myndu kannski ekki komast áfram upp úr undankeppninni en ég held einhvern veginn að við yrðum öll voða stolt af framlagi þeirra. Stundum þarf ekkert að vinna, heldur bara hafa gaman. Textinn er fyndinn, konseptið kózý og litagleðin allsráðandi. Ef þetta færi alla leið út mætti gera aðeins meira úr atriðinu, hafa það aðeins leikrænna. Ég á þó ekki von á því.“ „Þetta er náttúrulega atriðið sem er að fara til Portúgal ef marka má samfélagsmiðla eftir fyrri undankeppnina. Ég er ekki nógu sannfærð þó mér finnist þessar fjórar orkubombur sjúklega skemmtilegar og lagið helvíti hressandi. Ég væri þess vegna alls ekkert sár ef þær kæmust alla leið. Fyrir mig vantar bara eitthvað. Eitthvað smá meira úmf. Þannig að ef að þær brydda upp á einhverjum óvæntum uppákomum og nýta sína leiklistarlegu yfirburði til góðs á úrslitakvöldinu þá komast þær í einvígið. Ég held samt að þær þurfi ekkert að dusta rykið af portúgölsku kunnáttunni þetta sinnið.“ „Þetta lag er fyrst og fremst konungleg skemmtun! Textinn er frábær og hafa saumaklúbbar um landið allt tengt við karakterana í Heimilistónum. Sviðsetningin er glimrandi góð og bakraddirnar setja punktinn yfir i-ið. Þetta er eina lagið í keppninni sem ég er nokkuð viss um að muni koma okkur upp úr undanúrslitunum í Portúgal ef það færi fyrir Íslands hönd vegna þess að það er svo öðruvísi, fjörugt og með miðaldra söngkonum en eins og áður hefur komið fram er þeirra tími svo sannarlega kominn!Ég hef fulla trú á að saumaklúbbar landsins hópist saman, horfi á keppnina og kjósi þær alla leið í einvígið.“ „Besta lag keppninnar í ár. Líklega ekki lagið sem færir okkur loksins sigur í aðalkeppninni en svei mér þá ef þetta kemst ekki í það minnsta upp úr undanúrslitunum. Því þetta verður að vera lagið sem vinnur Söngvakeppnina. Heimilistónar eru mest sjarmerandi hljómsveit Íslands! Það er líka staðfest að Kúst og fæjó er lag sem þolir vel að vera klístrað við heilann í margar vikur.“Fókus - Battleline „Þetta er æðisleg powerballlaða með 5 mjög sterkum söngvurum sem eru að njóta sýn í botn. Það er æðislegt að sjá hvað þau hafa gaman af þessu og útgeislunin á sviðinu frá hverjum og einum er unaður að horfa á. Það er gaman að geta þess að 2 af 5 meðlimum Fókus eru hluti af FÁSES þannig að það væri ekki leiðinlegt að senda Eurovision aðdáendur út. Að mínu mati voru þau best á fyrra undankvöldinu. Það þarf allt að ganga upp hjá þeim til að þau fari alla leið og þau hafa burði til þess.“ „Fókus hópurinn kom virkilega á óvart í undankeppninni með einlægum en kröftugum flutningi. Það er hungur í þeim sem ég er fullviss um að eigi stóran hluta í að þau komust í úrslitin. Sviðsetning tókst vel hjá þeim og þau þurfa ekki annað en að fínpússa stöðurnar þannig að línurnar sem þau vinna út frá séu beinni og enginn aðeins út úr munstrinu. Fatnaður þeirra á sviðinu hefur verið til umræðu og finnst sumum þau of ósamstæð. Það er því alveg pæling hjá þeim hvort þau nái að samræma fatnaðinn aðeins án þessi að hann verði persónulegur fyrir hvert og eitt þeirra. Einu vonbrigði mín eru að þau syngi á ensku í úrslitunum enda lagið svo margfalt betra á íslensku. Eftir að hafa séð þau á sviði tel ég þau alveg eiga möguleika á að komast í einvígið.“ „ Fókus hópurinn er þéttur og lagið er með þeim sterkari í ár. Ég held að atriðið þeirra verði enn formaðra og sterkara í úrslitum en við sáum í undankeppninni. Markhópurinn þeirra er samt sá sami og Arons Hannesar og jafnvel Áttunnar líka, svo að það veltur dálítið á dagsforminu og stemmingunni, jafnvel röð laga á svið í úrslitunum!“ „ Fókus-hópurinn stalst í úrslit með frábærum flutningi á þessu skemmtilega lagi. Held samt að það nái ekki á toppinn hjá áhorfendum eða dómnefndinni, svo að það situr eftir í 5.-6. sæti.“ „Lagið sem greip mig strax við fyrstu hlustun. Þetta er svona lag sem ég myndi syngja inn á baði með hárbusta fyrir míkrófón og hárblásarann sem vindvél! Eitthvað við hljómaganginn í laginu sem minnir á sænsku söngvakeppnina, Melodifestivalen. Óvenjulegt að sjá svona sönghópa í Söngvakeppninni en eftir allar sólósöngkonurnar sem Ísland hefur sent í Eurovision væri bara hressandi að senda þessa fimmmenninga með hörku raddir. “ „ Fókushópurinn teflir fram europoppi í allri sinni dýrð; grípandi laglína, hin gullna upphækkun og raddaður kórsöngur. Þrátt fyrir að lagið sé ekki það frumlegasta sem heyrst hefur þá er viðlagið grípandi og flutningurinn mjög góður. Og það sem mikilvægast er – lagið er grípandi við fyrstu hlustun!Ef Fókus hópurinn setur meiri kraft í búninga og frumlegri sviðsetningu þá hefur lagið alla burði til þess að komast áfram í einvígið. Ég er því miður ekki viss um að það takist.“ „Mér finnst þetta lag eitthvað svo gamaldags. Eitthvað svona hópsöngs-sjálfshjálpar-popp sem mér finnst ekki alveg eiga heima á þessari öld. Að því sögðu þá púlluðu hollensku systurnar þrjár það alveg ágætlega í fyrra, flestum að óvörum; aðallega af því að söngurinn var fullkomlega pottþéttur. Það er hann því miður ekki hjá Fókus. Þau njóta sín mjög vel í þeim köflum sem þau syngja saman; radda vel og eru þétt. Sólólínurnar eru hins vegar eitthvað svo hjákátlegar. Svo skortir allan fókus í klæðnaðinn. Þau eru eins hópur af fólki sem er statt í fertugsafmæli frænku sinnar og þekkist ekki fyrirfram en ákveður að taka lagið. Það er þó vert að taka það fram að þetta er lagið sem skorar hvað best hjá erlendu júróblætisfólki.“ „ Þetta lag hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan lögin voru fyrst kynnt. Fimmmenningarnir í Fókus hópnum eru svo yndislega miklir lúðar, svo einlæg og skemmtileg að maður þykir vænt um þau frá fyrstu stundu. Ég varð hins vegar fyrir nokkrum vonbrigðum með atriðið í fyrri undankeppninni. Út af röddunum? Ó, nei - þau negldu þetta. Út af klæðaburði? Heldur betur. Ég er ekki að segja að þau þurfi að vera hvítklædd og tjísí eins og Boyzone en það er algjört nó nó að mæta á stóra sviðið í samtýningi. Svo mætti gera miklu meira við þetta atriði, splæsa í smá gullregn og flugelda til að fylgja kraftinum í hópnum.Ég hlakka til að sjá þau í úrslitunum og held að ef þau taka atriðið í gegn þá gætu þau komist í einvígið. Það er samt eitthvað sem segir mér að þau vinni ekki.“ „Í ár flytur hópurinn Fókus 100% klassískt Eurovision lag og ekki getum við kvartað undan því! Frábærir söngvarar sem ná vel saman en að hafa fimm aðalsöngvara og engar bakraddir láta mig á kaldhæðinn hátt missa fókus.“ „Er þetta ekki bara ágætt? Kraftmikið lag og sjarmerandi flytjendur. Mikill mínus fyrir alveg ótrúlega bragðdaufa búninga. Þetta er Söngvakeppni, ekki árshátíð Hagstofunnar!“Ari Ólafsson - Our Choice „Ari er klárlega vonarstjarnan okkar og á vonandi eftir að koma aftur í keppnina. Hann var frábær í Háskólabíó og átti skilið að fara áfram. Ég set spurningamerki við sviðsetninguna á laginu þar sem ég hefði frekar haft hann og bakraddir og sleppt hljómsveit, en það er bara minn persónulega skoðun. Ég er pínu hræddur um að Ari og Dagur verði að taka akvæði frá hvort ðrum þannig að það gæti orðið til þess að hvougt þeirra fari í úrslit en þeir verða báðir nálægt því.“ „Hin fullkomna formúla - byrjar á rólegu nótunum en stækkar svo smám saman, góður millikafli kemur á hárréttum tíma, lagið nær svo hápunkti rétt áður en því lýkur aftur á rólegu nótunum. Sviðsetning leit betur út á sviði en í sjónvarpi sem voru ákveðin vonbrigði. Í sjónvarpi leit þetta kaótískt út og hefði verið betra að hafa bara Ara, Þórunni á flyglinum og Örnu í bakröddum sjánaleg. Ef Ari neglir flutninginn eins í undanriðlinum og brosir kannski aðeins minna (samt bara pínu!) á hann möguleika á að komast í einvígið. Hættan er þó að hann keppi um atkvæði við Dag og það komi niður á þeim báðum.“ „ Sjarmerandi og flottur flutningur hjá honum í undankeppninni, en ef framsetning atriðisins tekur ekki stórkostlegum breytingum held ég að þetta lag týnist svolítið á milli hinna.“ „ Fallegt lag og afskaplega vel flutt hjá Ara. Þetta er hefðbundið lag sem höfðar til ákveðins hóps sem mun koma því í u.þ.b. 3.-4. sæti í símakosningu og dómnefndin mun vera nokkuð sammála. Ynni það aftur á móti Söngvakeppnina gæti það átt góðan séns á að komast í úrslit og ná inn á topp 20 í Eurovision.“ „Enginn eyrnaormur hér á ferð en óaðfinnanlegur flytjandi sem fleytir laginu langt. Hann fer rúmlega tvær og hálfa áttund í laginu og fær slatta af atkvæðum fyrir það.“ „Tilfinningaþrungin ballaða eins og lagahöfundi einum er lagið. Hinn ungi og brosmildi Ari vann hug og hjörtu áhorfenda með lífsgleði og einlægu yfirbragði í fyrri undanriðlinum, þar sem hann margþakkaði þjóðinni fyrir að kjósa atriðið áfram. En þrátt fyrir fínan flutning þá skilur lagið því miður lítið eftir sig. Það er, fyrir utan háa c-ið í lok lagsins - sem kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti því það passar engan veginn við uppbyggingu lagsins. Kjósendur verða því miður búnir að gleyma elsku lífsglaða Ara og háa c-inu hans um leið og næsta atriði hefst.“ „Ari er dásamlegur. Þessi 19 ára strákur syngur virkilega fallega og er brjálæðislega mikill sjarmur. Það er spennandi fyrir íslenskt tónlistarlíf að hann sé að fara út í þennan virta skóla í Bretlandi og ég held með honum, sem söngvara, bara svona almennt í lífinu. En þar líkur mínum stuðningi. Lagið er alveg drepleiðinlegt og enski textinn virkilega klúðurslegur (þó hann sé skárri en sá íslenski). Textinn er fullur af endurtekningum; viðlagið er bara sömu línurnar aftur og aftur, örlítið breyttar. Sviðsetningin hentar laginu svo hróplega illa að ég hreinlega skil ekki hvað aðstandendur lagsins voru að hugsa. Í stað þess að Ari standi og skíni á myrku sviði, í mesta lagi með Þórunni með sér, leikandi á flygil eða einhver lágstemmd gimmik, þá er hann með heila hljómsveit á sviðinu, með ótengdu hljóðfærin sín að spila einhverjar óskilgreindar bassalínur með blóðrauðan sólarlagsbakgrunn. -Eins og hann sé að keppa í söngkeppni framhaldsskólanna og vilji leyfa öllum vinum sínum að standa með sér á sviðinu svo þau fái ókeypis inn á keppnina. Allan tímann var tómur barstóll í mynd, beint fyrir aftan hann. Þetta var bara draslaralegt. Ari komst áfram á flutningnum, enda sá eini í fyrri undankeppninni sem ekki var falskur bróðurpart lagsins. Ef Dagur væri ekki að keppa líka myndi Ari kannski vinna keppnina út á það að vera sætur strákur að flytja kraftmikla ballöðu á mjög sómasamlegan hátt, en mér þykir líklegt að Dagur ræni hann fylginu.“ „Ari er náttúrulega ofurkrúttsprengja, brjálæðislega myndarlegur með þessa dásamlegu spékoppa og með rödd sem gæti svæft engla. Hins vegar finnst mér þetta lag ekkert sérstaklega spennandi og ég bara get ekki fyrir mitt litla líf munað hvernig það er. Ég er rosalega ánægð að Ari er kominn alla þessa leið því ef maður væri aðeins að dæma eftir flutningi á hann það svo sannarlega skilið.Hann á eftir að bræða okkur enn og ný í úrslitunum en ég held að það nái ekki lengra en það.“ „Lagið Heim í flutningi Ara nær að spegla Portúgalska sigurlagið frá því í fyrra á vissan hátt; hugljúft lag með frábærum söngvara. Sviðsetningin í atriðinu er hins vegar ekki upp á marga fiska og væri ef til vill hreinlegra ef Ari stæði einn á sviðinu. Einnig er texti lagsins full klisjukenndur. Þrátt fyrir þetta yrði ég stoltur Íslendingur ef Ari keppti fyrir okkar hönd í Lissabon.“ „Mér leiðist alltaf frekar mikið lög með boðskap, sérstaklega þegar hann er svona útjaskaður. Ari Ólafsson er mikið krútt en það hefði mátt fá þroskaðri söngvara til að syngja þetta lag. Til dæmis Dag Sigurðsson! Í sumum löndum hefur stundum verið kosið milli laga sem einn og sami flytjandinn syngur. Getum við plís gert það og látið Dag syngja?“Áttan - Here For You „Það er mjög erfitt að dæma þau Egil og Sonju, þau eru svo hress og skemmtileg og gaman að horfa á í viðtölum en þvi miður var flutningur þeirra eki sá besti sem heyrst hefur. En þau komust hinsvegar í úrslit þannig að það má ekki útiloka þau en ef dómnefndinar dæma eftir flutningi þá eru þau ekki að fara í superfinalinn en lagið sjálft er mjög fínt pop lag.“ „Lang leiðinlegasta lagið að mínu mati í úrslitunum og alls ekki von á góðum flutningi frekar en í undankeppninni. Þá er sviðsetningin klisjukennd og ruglingsleg á sama tíma. Átti von á meira frá Áttunni! Vinsældir þeirra skulu þó ekki vanmetnar og alveg von á því að þau nái langt þó ég eigi síður von á að sjá þau í einvíginu.“ „Hér verða allir að hugsa framar öðru: Verður ekki flutningurinn að trompa baklandið/vinsældirnar heima fyrir - þegar við sendum lag í Eurovision?Viljum við að framlag Íslands verði mest tvítaða atriðið í Eurovision í Portúgal? Og það yrði þá ekki fyrir frábæran flutning.“ „Ágætt lag en mjög illa flutt af aðalsöngvurunum í undankeppninni. Held samt að það verði í 1.-2. sæti í símakosningunni vegna vinsælda Áttunnar, en á von á að dómnefnd dragi það niður. Komist það aftur á móti í úrslit tel ég líklegt að lagið tapi þar sem fólk sem ekki fílar þau muni sameinast á móti. “ „Sómasamlegt lag þó það vanti einhvern “Nei nei nei - húkk” í það. Lagið mun ekki hljóta náð fyrir augum dómnefndarinnar vegna lélegs flutnings. Það mun koma mér verulega á óvart komist þetta í einvígið.“ „Ódýrt en þó grípandi elektrópopp sem virkar vel í útvarpi en er algjör skelfing á sviði. Ef það er eitthvað sem Eurovisionheimur getur ekki horft framhjá þá er það slakur flutningur, og hvað þá rammfalskir söngvarar. Og ef sviðsframkoman þótti slæm hér á Íslandi þá á hún bara eftir að HRÍÐversna við komuna til Portúgal, þar sem spennan og álagið er margfalt á við hérna heima (exhibit A: framlag Íslands 2015). Krakkarnir í Áttunni eru stórskemmtileg og vinsæl hjá ungu kynslóðinni en Eurovision er því miður ekki þeirra tebolli. Það er einfaldlega ekki hægt að vera góður í öllu.Þrátt fyrir að lagið fái sennilega ágætis símakosningu frá Áttuaðdáendum þá mun dómnefndin sjá til þess að þetta lag komi ekki nálægt einvíginu.“ „Áttan höfðar ekkert til mín. Lagið er glatað, söngvararnir geta ekki flutt það án autotunesins sem hélt þeim í réttri tónhæð í upptökunni og mér finnst þau bara eitthvað svo vandræðaleg. Það kom mér alls ekkert á óvart að þau kæmust áfram, enda er þetta snjallt markaðsfólk með brand sem allt ungt fólk þekkir, en ég vona innilega að dómnefndin káli möguleikum þessa framlags á kostnað lýðræðisins.“ „Því miður þá er ég með tvö eyru og þar af leiðandi var ég ekkert yfir mig hrifin af framlagi Áttunnar. Bæði finnst mér lagið ekkert spes og þau Egill og Sonja náðu sér ekki á strik í flutningnum. Æi, af hverju að tala undir rós? Þau voru bara rammfölsk. En þau eru vinsæl, þau eru falleg og þau eru svakalega heillandi persónuleikar. Þau eru dugleg í markaðsvinnu og vita alveg hvað þarf til að hala inn atkvæðum. Þess vegna mega þau vera ofboðslega stolt af sér að komast svona langt og ég er svo glöð fyrir Sonju hönd að hún sé að keppa loksins í Eurovision. En ég held að atkvæðasmölunin muni lúta í lægra haldi fyrir góðum söng í úrslitunum.“ „Það er eitthvað ótrúlega aðdáunarvert við sjálfsöryggið hjá Áttu-flokknum. Þegar fólk nær að brosa sig í gegnum flutning sem er stöðugum hálftón yfir réttri nótu á það eiginlega skilið að komast í úrslit. En ALLS ekki lengra en það.“Álitsgjafar Vísis:Tinna Ólafsdóttir textasmiður hjá PIPAR\TBWAAuður Friðriksdóttir sálfræðingur og áhugamaður um EurovisionLilja Katrín Gunnarsdóttir textasmiður og bakariIngibjörg Auðbjörg Straumland athafnarstjóri og vefhönnuðurAgla Friðjónsdóttir rekstrarverkfræðingur - og Eurovision nördLaufey Helga Guðmundsdóttir meðlimur í stjórn FÁSESFlosi Jón Ófeigsson meðlimur í stjórn FÁSESHildur Tryggvadóttir Flovenz ritstjóri Alls um Júróvisjon og FÁSES-liðiEyrún Valsdóttir FÁSES-liðiReynir Þór Eggertsson doktor í norrænum fræðum og framhaldsskólakennari
Finnskur Eurovision-sérfræðingur hefur valið sitt sigurlag í Söngvakeppninni Thomas finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. 24. febrúar 2018 10:04
Snapchat gæti komið Heimilistónum í klípu Berist athugasemd frá Evrópu mun RÚV bregðast við í takt við lög og reglur. 23. febrúar 2018 11:00
Dagur verður næsti fulltrúi Íslands í Eurovision ef marka má Betsson Stuðullinn á Fókushópinn og Ara Ólafsson er tólf. 28. febrúar 2018 10:37