Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 18:49 Margir hafa kveikt á kertum fyrir Ján Kuciak í Slóvakíu. EPA/Vísir Blaðamaður í Slóvakíu var myrtur ásamt unnustu sinni og er talið að morðin tengist starfi hans. Ján Kuciak var 27 ára gamalll og var að rannsaka ásakanir um skattsvik viðskiptamanna tengdum stærsta stjórnmálaflokknum í Slóvakíu. Lík Kuciak og unnustu hans Martinu Kušnírová fundust á heimili sínu á sunnudag eftir að áhyggjufullir ættingjar höfðu samband við lögreglu. Hafði þá ekki heyrst frá þeim í viku. Samkvæmt frétt Guardian voru þau skotin og er haft eftir lögreglumanninum Tibor Gašpar að þetta tengist líklega rannsóknarblaðamennsku. Kuciak skrifaði fyrir fréttavefinn Aktuality.sk og skrifaði þar aðallega um skattamál. Í frétt Guardian kemur fram að síðasta fréttin hans hafi birst þann 9. febrúar og hafi verið um hugsanleg skattsvik í kringum lúxusíbúðirnar Five Star Residence. Hafði hann rannsakað þetta mál í einhvern tíma. Í október skrifaði hann á Facebook um símtal með hótunum frá viðskiptamanni sem tengdist málinu. „Það eru 44 dagar síðan ég lagði fram kæru... vegna hótana.“ Lögregla veit ekki hvenær parið var skotið en telur að það hafi verið einhvern tíman á milli fimmtudags og sunnudags. Það voru merki um að unnustan hefði reynt að fela sig fyrir morðingja sínum. Ríkisstjórn Slóvakíu hefur lofað háum fundarlaunum fyrir þann sem getur gefið upplýsingar um þá sem frömdu ódæðið. Robert Fico forsætisráðherra sagði í tilkynningu að ef það sannaðist að málið tengdist starfi blaðamannsins væri það „árás á frelsi fjölmiðla og lýðræðið í Slóvakíu.“ Fjölmiðlar Slóvakía Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Blaðamaður í Slóvakíu var myrtur ásamt unnustu sinni og er talið að morðin tengist starfi hans. Ján Kuciak var 27 ára gamalll og var að rannsaka ásakanir um skattsvik viðskiptamanna tengdum stærsta stjórnmálaflokknum í Slóvakíu. Lík Kuciak og unnustu hans Martinu Kušnírová fundust á heimili sínu á sunnudag eftir að áhyggjufullir ættingjar höfðu samband við lögreglu. Hafði þá ekki heyrst frá þeim í viku. Samkvæmt frétt Guardian voru þau skotin og er haft eftir lögreglumanninum Tibor Gašpar að þetta tengist líklega rannsóknarblaðamennsku. Kuciak skrifaði fyrir fréttavefinn Aktuality.sk og skrifaði þar aðallega um skattamál. Í frétt Guardian kemur fram að síðasta fréttin hans hafi birst þann 9. febrúar og hafi verið um hugsanleg skattsvik í kringum lúxusíbúðirnar Five Star Residence. Hafði hann rannsakað þetta mál í einhvern tíma. Í október skrifaði hann á Facebook um símtal með hótunum frá viðskiptamanni sem tengdist málinu. „Það eru 44 dagar síðan ég lagði fram kæru... vegna hótana.“ Lögregla veit ekki hvenær parið var skotið en telur að það hafi verið einhvern tíman á milli fimmtudags og sunnudags. Það voru merki um að unnustan hefði reynt að fela sig fyrir morðingja sínum. Ríkisstjórn Slóvakíu hefur lofað háum fundarlaunum fyrir þann sem getur gefið upplýsingar um þá sem frömdu ódæðið. Robert Fico forsætisráðherra sagði í tilkynningu að ef það sannaðist að málið tengdist starfi blaðamannsins væri það „árás á frelsi fjölmiðla og lýðræðið í Slóvakíu.“
Fjölmiðlar Slóvakía Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira