Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 15:50 Ásmundur Einar Daðason, jafnréttis-og félagsmálaráðherra kynnti niðurstöður greiningar umboðsmanns á ríkisstjórnarfundi. Vísir/Eyþór Sjötíu prósent þeirra sem voru á aldrinum 18-29 ára og sóttu um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara voru með svokallað „smálán“. Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. Þetta er niðurstaða greiningar umboðsmanns sem Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra kallaði eftir. Að því er séð verður er ungt fólk sérlegur markhópur auglýsinga smálánafyrirtækja, segir í grein ráðherra sem birtist á vefsíðu stjórnarráðsins. Þetta sé hópur sem sé í veikri stöðu. „Þetta er veruleiki sem verður að bregðast við áður en staðan versnar enn frekar,“ segir Ásmundur. Þeir sem tilheyra aldurshópnum 18-29 ára hefur fjölgað mest af þeim sem leita úrræða hjá umboðsmanni skuldara vegna greiðsluerfiðleika og þá hefur hlutfall smálána af heildarskuld aukist umtalsvert. Í greiningunni kemur fram að meirihluti unga fólksins sem sótti um greiðsluaðlögun á síðasta ári bjuggu í leiguhúsnæði og margir í félagslegu leiguhúsnæði. Meirihluti hópsins hafði ekki lokið menntun umfram grunnskólapróf, 34% hópsins var í vinnu og þá var fjórðungur ungmennanna örorkulífeyrisþegar. Ásmundur segir starfsemi smálánafyritækjanna þrífast á gráu svæði, lagaramminn sé ófullnægjandi því starfsemin sé ekki eftirlitsskyld með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Ásmundur kynnti niðurstöður greiningar umboðsmanns á ríkisstjórnarfundi í gær. Hann segir aðgerða þörf og telur best að unnið sé þverpólitískt að umbótum og að unnið sé saman, þvert á ráðuneyti. Það sé mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að staðan versni. Smálán Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Sjötíu prósent þeirra sem voru á aldrinum 18-29 ára og sóttu um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara voru með svokallað „smálán“. Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. Þetta er niðurstaða greiningar umboðsmanns sem Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra kallaði eftir. Að því er séð verður er ungt fólk sérlegur markhópur auglýsinga smálánafyrirtækja, segir í grein ráðherra sem birtist á vefsíðu stjórnarráðsins. Þetta sé hópur sem sé í veikri stöðu. „Þetta er veruleiki sem verður að bregðast við áður en staðan versnar enn frekar,“ segir Ásmundur. Þeir sem tilheyra aldurshópnum 18-29 ára hefur fjölgað mest af þeim sem leita úrræða hjá umboðsmanni skuldara vegna greiðsluerfiðleika og þá hefur hlutfall smálána af heildarskuld aukist umtalsvert. Í greiningunni kemur fram að meirihluti unga fólksins sem sótti um greiðsluaðlögun á síðasta ári bjuggu í leiguhúsnæði og margir í félagslegu leiguhúsnæði. Meirihluti hópsins hafði ekki lokið menntun umfram grunnskólapróf, 34% hópsins var í vinnu og þá var fjórðungur ungmennanna örorkulífeyrisþegar. Ásmundur segir starfsemi smálánafyritækjanna þrífast á gráu svæði, lagaramminn sé ófullnægjandi því starfsemin sé ekki eftirlitsskyld með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Ásmundur kynnti niðurstöður greiningar umboðsmanns á ríkisstjórnarfundi í gær. Hann segir aðgerða þörf og telur best að unnið sé þverpólitískt að umbótum og að unnið sé saman, þvert á ráðuneyti. Það sé mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að staðan versni.
Smálán Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira