Ekki einu sinni þjálfari eða liðsfélagar Messi vissu að hann ætlaði að gera þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 22:30 Lionel Messi skoraði sérstakt mark í spænska boltanum um helgina eða mark sem menn í Barcelona höfðu ekki séð í tólf ár. Markið sem Messi skoraði beint úr aukaspyrnu á móti Girona minnti á markið sem Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði á móti Werder Bremen árið 2006.Messi 'fooled everyone' with low free kick - Lionel Messi surprised his teammates and his manager with a free kick in Barcelona's win against Girona which evoked memories of Ronaldinho in 2006. https://t.co/lOxmP9kGwM — E-FC Barcelona (@e_fcbarca) February 25, 2018 Messi hafði áður lagt upp mark fyrir Luis Suarez og skorað annað sjálfur eftir að Börsungar lentu 1-0 undir í upphafi leiks. Þriðja markið úr aukaspyrnunni fór síðan langt með að ganga frá leiknum. Annað mark Messi kom úr aukspyrnu sem liðið fékk rétt fyrir utan teig. Í stað þess að reyna að skrúfa boltann undir vegginn eins og menn gera oftast þá nýtti Argentínumaðurinn sér það að veggurinn hoppaði allur upp. Messi skaut því boltanum undir varnarvegginn og í bláhornið. Markvörðurinn átti engan möguleika. Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, var spurður út í aukaspyrnumarkið eftir leikinn. „Það er erfitt að venjast þessu. Alltaf þegar maður heldur að hann hafi gert allt saman þá kemur hann þér aftur á óvart. Við vorum að bíða eftir að sjá hvernig hann færi að því að koma boltanum yfir vegginn og þá setur hann boltann undir hann,“ sagði Ernesto Valverde. „Þegar maður sér þá hugsar maður ósjálfsrátt að Leo lætur þetta líta svo einfalt út. Þetta er samt ekki svo einfalt,“ sagði Ernesto Valverde.Most freekick goals in La Liga in the last 25 years: [21] MESSI (three this season) [19] Cristiano Ronaldo (zero this season) [16] Roberto Carlos [15] Ronaldinho [13] Doubt [12] Assunçao [11] Rivaldo [10] Beñat and Nihat pic.twitter.com/tU68r4Kxiy — FORÇA BARÇA (@ForcaBarcaEN) February 24, 2018 Coutinho, nýjasti liðsfélagði Messi var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum. „Leo er magnaður. Hann plataði alla með því að setja aukaspyrnuna sína undir vegginn. Það er ótrúlegt að sjá hversu góður hann er. Ég næ betra sambandi við hann og Suarez með hverjum leik. Messi er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Coutinho. Það má sjá mörkin úr leiknum sem og aukaspyrnumark Lionel Messi (eftir 30 sekúndur) í spilaranum hér fyrir ofan. Spænski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira
Lionel Messi skoraði sérstakt mark í spænska boltanum um helgina eða mark sem menn í Barcelona höfðu ekki séð í tólf ár. Markið sem Messi skoraði beint úr aukaspyrnu á móti Girona minnti á markið sem Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði á móti Werder Bremen árið 2006.Messi 'fooled everyone' with low free kick - Lionel Messi surprised his teammates and his manager with a free kick in Barcelona's win against Girona which evoked memories of Ronaldinho in 2006. https://t.co/lOxmP9kGwM — E-FC Barcelona (@e_fcbarca) February 25, 2018 Messi hafði áður lagt upp mark fyrir Luis Suarez og skorað annað sjálfur eftir að Börsungar lentu 1-0 undir í upphafi leiks. Þriðja markið úr aukaspyrnunni fór síðan langt með að ganga frá leiknum. Annað mark Messi kom úr aukspyrnu sem liðið fékk rétt fyrir utan teig. Í stað þess að reyna að skrúfa boltann undir vegginn eins og menn gera oftast þá nýtti Argentínumaðurinn sér það að veggurinn hoppaði allur upp. Messi skaut því boltanum undir varnarvegginn og í bláhornið. Markvörðurinn átti engan möguleika. Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, var spurður út í aukaspyrnumarkið eftir leikinn. „Það er erfitt að venjast þessu. Alltaf þegar maður heldur að hann hafi gert allt saman þá kemur hann þér aftur á óvart. Við vorum að bíða eftir að sjá hvernig hann færi að því að koma boltanum yfir vegginn og þá setur hann boltann undir hann,“ sagði Ernesto Valverde. „Þegar maður sér þá hugsar maður ósjálfsrátt að Leo lætur þetta líta svo einfalt út. Þetta er samt ekki svo einfalt,“ sagði Ernesto Valverde.Most freekick goals in La Liga in the last 25 years: [21] MESSI (three this season) [19] Cristiano Ronaldo (zero this season) [16] Roberto Carlos [15] Ronaldinho [13] Doubt [12] Assunçao [11] Rivaldo [10] Beñat and Nihat pic.twitter.com/tU68r4Kxiy — FORÇA BARÇA (@ForcaBarcaEN) February 24, 2018 Coutinho, nýjasti liðsfélagði Messi var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum. „Leo er magnaður. Hann plataði alla með því að setja aukaspyrnuna sína undir vegginn. Það er ótrúlegt að sjá hversu góður hann er. Ég næ betra sambandi við hann og Suarez með hverjum leik. Messi er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Coutinho. Það má sjá mörkin úr leiknum sem og aukaspyrnumark Lionel Messi (eftir 30 sekúndur) í spilaranum hér fyrir ofan.
Spænski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Sjá meira