Jón Arnór: Gleði en ekki léttir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 21:57 Jón Arnór Stefánsson í leiknum í kvöld. vísir/Bára Íslendingar unnu Finna, 81-76, í undankeppni HM 2019 í kvöld og héldu þar með vonum sínum á lífi um sæti í lokakeppninni. Þetta var fyrsti sigur Íslands í undankeppninni og hann var kærkominn. Jón Arnór segir að liðsheildin, fyrst og fremst, hafi skapað sigurinn í kvöld. „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik í allan dag. Og ég hafði engar áhyggjur,“ sagði hann eftir leikinn í kvöld. „Fjórði leikhluti var frábær hjá okkur þar sem við stöðvuðum þá á lykilstundum í vörn og settum niður stór skot í sókninni. Þegar mest lá við þá gerðum við langflest rétt.“ Finnar komu sterkir til leiks í þriðja leikhluta og héldu sjálfsagt einhverjir að þeir væru á góðri leið með að gera út um leikinn. En Jón Arnór sagði að það hafi fyrst og fremst verið þeim sjálfum að kenna. „En þegar Martin fór svo af stað þá ræður enginn við hann. Hann gat sprengt þetta upp og þá fór að losna um aðra í kringum hann. Skotin fóru að detta, við náðum að vekja upp baráttuanda í okkar liði og þá fór þetta að ganga betur. Við fráköstuðum betur og stjórnuðum taktinum lengst af í fjórða leikhluta.“ Það var mikil gleði eins og gefur að skilja en Jón Arnór segir að það hafi ekki verið léttir að landa sigrinum í kvöld. „Það var einhver að tala um að það væri heldur neikvæð umræða í kringum landsliðið sem mér finnst hafa verið frekar fáránleg ef ég á að vera hreinskilinn. Það var bara sterkt að vinna í dag, þetta var kærkominn sigur en fyrst og fremst gleði að vinna hér fyrir framan fólkið okkar.“ Tryggvi Hlinason missti af leiknum í kvöld þar sem hann er veðurtepptur í Svíþjóð. En hann kemur til landsins á morgun og verður að nýta tímann vel fram að leiknum gegn Tékklandi á sunnudag. „Við getum unnið hvaða lið sem er í Höllinni,“ sagði Jón Arnór bjartsýnn. „Vonandi getum við nýtt Tryggva því hann mun nýtast okkur vel. Annars þurfum við bara að hvíla okkur vel og safna orku því það er mjög stutt á milli leikja. Það verður mjög gaman að mæta aftur á sunnudag.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 81-76 | HM-draumurinn á lífi eftir frábæran sigur Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu sterkt lið Finna að velli í undankeppni HM 2019 í körfubolta í Laugardalshöll. 23. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira
Íslendingar unnu Finna, 81-76, í undankeppni HM 2019 í kvöld og héldu þar með vonum sínum á lífi um sæti í lokakeppninni. Þetta var fyrsti sigur Íslands í undankeppninni og hann var kærkominn. Jón Arnór segir að liðsheildin, fyrst og fremst, hafi skapað sigurinn í kvöld. „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik í allan dag. Og ég hafði engar áhyggjur,“ sagði hann eftir leikinn í kvöld. „Fjórði leikhluti var frábær hjá okkur þar sem við stöðvuðum þá á lykilstundum í vörn og settum niður stór skot í sókninni. Þegar mest lá við þá gerðum við langflest rétt.“ Finnar komu sterkir til leiks í þriðja leikhluta og héldu sjálfsagt einhverjir að þeir væru á góðri leið með að gera út um leikinn. En Jón Arnór sagði að það hafi fyrst og fremst verið þeim sjálfum að kenna. „En þegar Martin fór svo af stað þá ræður enginn við hann. Hann gat sprengt þetta upp og þá fór að losna um aðra í kringum hann. Skotin fóru að detta, við náðum að vekja upp baráttuanda í okkar liði og þá fór þetta að ganga betur. Við fráköstuðum betur og stjórnuðum taktinum lengst af í fjórða leikhluta.“ Það var mikil gleði eins og gefur að skilja en Jón Arnór segir að það hafi ekki verið léttir að landa sigrinum í kvöld. „Það var einhver að tala um að það væri heldur neikvæð umræða í kringum landsliðið sem mér finnst hafa verið frekar fáránleg ef ég á að vera hreinskilinn. Það var bara sterkt að vinna í dag, þetta var kærkominn sigur en fyrst og fremst gleði að vinna hér fyrir framan fólkið okkar.“ Tryggvi Hlinason missti af leiknum í kvöld þar sem hann er veðurtepptur í Svíþjóð. En hann kemur til landsins á morgun og verður að nýta tímann vel fram að leiknum gegn Tékklandi á sunnudag. „Við getum unnið hvaða lið sem er í Höllinni,“ sagði Jón Arnór bjartsýnn. „Vonandi getum við nýtt Tryggva því hann mun nýtast okkur vel. Annars þurfum við bara að hvíla okkur vel og safna orku því það er mjög stutt á milli leikja. Það verður mjög gaman að mæta aftur á sunnudag.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Finnland 81-76 | HM-draumurinn á lífi eftir frábæran sigur Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu sterkt lið Finna að velli í undankeppni HM 2019 í körfubolta í Laugardalshöll. 23. febrúar 2018 22:30 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Finnland 81-76 | HM-draumurinn á lífi eftir frábæran sigur Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu sterkt lið Finna að velli í undankeppni HM 2019 í körfubolta í Laugardalshöll. 23. febrúar 2018 22:30