Falin stilling orsakaði hljóðvandræði hjá Aroni Hannesi og félögum Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2018 10:30 Aron Hannes mun flytja lag sitt Golddigger í úrslitum Söngvakeppninnar. RÚV Röng stilling orsakaði það að bakraddir heyrðust ekki þegar Aron Hannes og félagar fluttu lagið Golddigger á seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Aron Hannes fékk að endurflytja lagið á undankvöldinu og fór svo að Golddigger var eitt þriggja laga sem komst áfram í úrslitin. Hljóðblöndun í Söngvakeppninni var mikið til umræðu í fyrra þegar flytjendur lagsins Heim til þín sögðu hana hafa verið hörmung þegar kom að þeirra lagi og sendi tónlistarkonan Hildur Kristín inn formlega kvörtun til Ríkisútvarpsins vegna hljóðblöndunarinnar á hennar lagi, Bammbaramm.Birna Hansdóttir, framleiðslustjóri Ríkisútvarpsins, segir í samtali við Vísi að þegar lagið var í loftinu í fyrra skiptið áttaði hljóðmaður sig ekki strax á því hvað olli því að bakraddarnir heyrðust ekki. Við nánari kom í ljós að röng stilling var á hljóðblandaranum, eða hljóðmixer, sem notaður er til að hljóðblanda flutning söngvara lagsins við undirspilið. Birna segir ástæðuna fyrir því að hljóðmaðurinn áttaði sig ekki strax á mistökunum vera að þessi umrædda stilling var falin í hljóðblandaranum og átti ekki að notast við hana í Golddigger. „Þá er hins vegar rétt að taka fram að um leið og við heyrðum að ekki var allt með felldu var strax tekin sú ákvörðun að lagið yrði flutt aftur og fulltrúar atriðisins voru upplýstir um það samstundis,“ segir Birna. „Vissulega hörmum við þessi mistök, en sem betur fer komu þau ekki að sök,“ segir Birna. Síðari flutningur lagsins gekk glimrandi vel, sá fyrr í raun líka þegar horft er til frammistöðu söngvaranna, og lagið flaug í úrslit.„Að sjálfsögðu munum við fara vel yfir alla ferla og tryggja að svona mál komi ekki upp í úrslitunum. Það leggjast allir á eitt um að skila sinni vinnu 100% og rúmlega það, bæði á hinu tæknilega sviði sem og annars staðar í þessu stóra verkefni. Allt getur jú gerst í beinni útsendingu en við leggjum allt kapp á það að tryggja að skipulag, tækni, framkvæmd og dagskrárgerð gangi fumlaust fyrir sig,“ segir Birna. Þórunn Antonía flutti lag sitt, Ég mun skína, á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar 10. febrúar síðastliðinn. Í hápunkti lagsins virtist eins og hljóðstyrkurinn á hljóðnema hennar hefði ekki verið réttur en það má heyra í myndbandinu hér fyrir neðan þegar tvær mínútur og tuttugu og ein sekúnda er liðin af myndbandinu.Birna segir að henni skiljist að ekki hafi þótt ástæða til að greina það mál sérstaklega hjá Ríkisútvarpinu. Úrslit Söngvakeppninnar fara fram 3. mars næstkomandi í Laugardalshöll. Eurovision Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Röng stilling orsakaði það að bakraddir heyrðust ekki þegar Aron Hannes og félagar fluttu lagið Golddigger á seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Aron Hannes fékk að endurflytja lagið á undankvöldinu og fór svo að Golddigger var eitt þriggja laga sem komst áfram í úrslitin. Hljóðblöndun í Söngvakeppninni var mikið til umræðu í fyrra þegar flytjendur lagsins Heim til þín sögðu hana hafa verið hörmung þegar kom að þeirra lagi og sendi tónlistarkonan Hildur Kristín inn formlega kvörtun til Ríkisútvarpsins vegna hljóðblöndunarinnar á hennar lagi, Bammbaramm.Birna Hansdóttir, framleiðslustjóri Ríkisútvarpsins, segir í samtali við Vísi að þegar lagið var í loftinu í fyrra skiptið áttaði hljóðmaður sig ekki strax á því hvað olli því að bakraddarnir heyrðust ekki. Við nánari kom í ljós að röng stilling var á hljóðblandaranum, eða hljóðmixer, sem notaður er til að hljóðblanda flutning söngvara lagsins við undirspilið. Birna segir ástæðuna fyrir því að hljóðmaðurinn áttaði sig ekki strax á mistökunum vera að þessi umrædda stilling var falin í hljóðblandaranum og átti ekki að notast við hana í Golddigger. „Þá er hins vegar rétt að taka fram að um leið og við heyrðum að ekki var allt með felldu var strax tekin sú ákvörðun að lagið yrði flutt aftur og fulltrúar atriðisins voru upplýstir um það samstundis,“ segir Birna. „Vissulega hörmum við þessi mistök, en sem betur fer komu þau ekki að sök,“ segir Birna. Síðari flutningur lagsins gekk glimrandi vel, sá fyrr í raun líka þegar horft er til frammistöðu söngvaranna, og lagið flaug í úrslit.„Að sjálfsögðu munum við fara vel yfir alla ferla og tryggja að svona mál komi ekki upp í úrslitunum. Það leggjast allir á eitt um að skila sinni vinnu 100% og rúmlega það, bæði á hinu tæknilega sviði sem og annars staðar í þessu stóra verkefni. Allt getur jú gerst í beinni útsendingu en við leggjum allt kapp á það að tryggja að skipulag, tækni, framkvæmd og dagskrárgerð gangi fumlaust fyrir sig,“ segir Birna. Þórunn Antonía flutti lag sitt, Ég mun skína, á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar 10. febrúar síðastliðinn. Í hápunkti lagsins virtist eins og hljóðstyrkurinn á hljóðnema hennar hefði ekki verið réttur en það má heyra í myndbandinu hér fyrir neðan þegar tvær mínútur og tuttugu og ein sekúnda er liðin af myndbandinu.Birna segir að henni skiljist að ekki hafi þótt ástæða til að greina það mál sérstaklega hjá Ríkisútvarpinu. Úrslit Söngvakeppninnar fara fram 3. mars næstkomandi í Laugardalshöll.
Eurovision Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira