Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2018 13:20 Læknarnir segjast margir hafa neitað að taka þátt í umskurði samvisku sinnar vegna við mismikinn skilning. Vísir/Getty Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna frumvarpi sem miðast við að leggja bann við umskurði drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Í yfirlýsingunni segir að málið hafi ýmsar hliðar en sé ekki flókið að mati læknanna. „Allar aðgerðir, sama hversu tæknilega einfalt er að framkvæma þær, hafa mögulega fylgikvilla sem ber að vega móti ávinningi þeirra. Læknisfræðilegar ábendingar fyrir umskurði eru til, en þær eru fáar. Við teljum að án slíkra ábendinga gangi umskurður á ungbörnum gegn Genfaryfirlýsingu lækna og samræmist því síður grundvallarviðmiðum Helsinki-yfirlýsingar lækna um réttinn til sjálfsákvörðunar og upplýsts samþykkis,“ segir í yfirlýsingunni. Í tilkynningu um yfirlýsinguna segir að íslenskir læknar hafi margir unnið í Evrópu, á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. Þónokkrir hafa hafa tekið á móti ungum drengjum með fylgikvilla eftir umskurð á borð við sýkingar, blæðingar eða vefjadrep. Jafnvel þannig ástatt með að tvísýnt væri um horfur. Aðrir hafa lýst upplifun sinni af sársauka nýbura þar sem afar skyn-næmur vefur er skorinn burt án deyfingar. Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. Í tilkynningunni kemur fram að hátt á fimmta hundruð undirskriftir hafi safnast á 48 klukkustundum. Læknarnir sem rita nafn sitt við þessa yfirlýsingu segjast taka heilshugar undir niðurstöður kollega okkar sem birtust í tímariti bandarísku barnalæknasamtakanna AAP í apríl 2013, að umskurður hraustra sveinbarna í vestrænum samfélögum hafi engin markverð heilsueflandi eða fyrirbyggjandi áhrif en valdi þvert á móti sársauka, geti leitt til alvarlegra, jafnvel langvarandi fylgikvilla, brjóti gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sé í blóra við Hippokratesareiðinn: “Primum non nocere” - umfram allt ekki skaða. Heilbrigðismál Trúmál Tengdar fréttir Vöktu sambýlisfólkið með öskrum eftir umskurð Um 100 slíkar aðgerðir framkvæmdar á karlmönnum árlega á Íslandi. Viðmælandi lýsir sársaukanum sem hann upplifði dagana eftir aðgerðina sem "helvíti á jörð“. 27. maí 2015 14:02 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna frumvarpi sem miðast við að leggja bann við umskurði drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Í yfirlýsingunni segir að málið hafi ýmsar hliðar en sé ekki flókið að mati læknanna. „Allar aðgerðir, sama hversu tæknilega einfalt er að framkvæma þær, hafa mögulega fylgikvilla sem ber að vega móti ávinningi þeirra. Læknisfræðilegar ábendingar fyrir umskurði eru til, en þær eru fáar. Við teljum að án slíkra ábendinga gangi umskurður á ungbörnum gegn Genfaryfirlýsingu lækna og samræmist því síður grundvallarviðmiðum Helsinki-yfirlýsingar lækna um réttinn til sjálfsákvörðunar og upplýsts samþykkis,“ segir í yfirlýsingunni. Í tilkynningu um yfirlýsinguna segir að íslenskir læknar hafi margir unnið í Evrópu, á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. Þónokkrir hafa hafa tekið á móti ungum drengjum með fylgikvilla eftir umskurð á borð við sýkingar, blæðingar eða vefjadrep. Jafnvel þannig ástatt með að tvísýnt væri um horfur. Aðrir hafa lýst upplifun sinni af sársauka nýbura þar sem afar skyn-næmur vefur er skorinn burt án deyfingar. Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. Í tilkynningunni kemur fram að hátt á fimmta hundruð undirskriftir hafi safnast á 48 klukkustundum. Læknarnir sem rita nafn sitt við þessa yfirlýsingu segjast taka heilshugar undir niðurstöður kollega okkar sem birtust í tímariti bandarísku barnalæknasamtakanna AAP í apríl 2013, að umskurður hraustra sveinbarna í vestrænum samfélögum hafi engin markverð heilsueflandi eða fyrirbyggjandi áhrif en valdi þvert á móti sársauka, geti leitt til alvarlegra, jafnvel langvarandi fylgikvilla, brjóti gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sé í blóra við Hippokratesareiðinn: “Primum non nocere” - umfram allt ekki skaða.
Heilbrigðismál Trúmál Tengdar fréttir Vöktu sambýlisfólkið með öskrum eftir umskurð Um 100 slíkar aðgerðir framkvæmdar á karlmönnum árlega á Íslandi. Viðmælandi lýsir sársaukanum sem hann upplifði dagana eftir aðgerðina sem "helvíti á jörð“. 27. maí 2015 14:02 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Vöktu sambýlisfólkið með öskrum eftir umskurð Um 100 slíkar aðgerðir framkvæmdar á karlmönnum árlega á Íslandi. Viðmælandi lýsir sársaukanum sem hann upplifði dagana eftir aðgerðina sem "helvíti á jörð“. 27. maí 2015 14:02
Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48