Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 20. febrúar 2018 09:21 Frá vettvangi slyssins. Andrea Ósk Sæbraut var lokuð til suðurs við Miklubraut vegna umferðaróhapps sem átti sér stað á áttunda tímanum í morgun. Sendiferðabíll Stjörnugríss valt á Sæbraut en verið var að flytja um 120 bútaða grísi. Afurðin endaði öll í götunni og við tók mikið hreinsistarf sem krafðist þess að lokað var fyrir umferð á Sæbraut til klukkan 10 í morgun. Við það myndaðist mikil umferðarteppa á Miklubraut og áleiðis upp í Mosfellsbæ þar sem ökumenn sátu fastir í töluverðan tíma.Sýnist eins og að vagn haf losnað af eða eitthvað. pic.twitter.com/LHNKgJxqS6— Omar Hauksson (@Oswarez) February 20, 2018 Illa gekk að nálgast upplýsingar frá lögreglunni þar sem margir þeirra sátu fastir í umferð. Geir Hlöðver Ericsson, starfsmaður á söludeild Stjörnugríss, sagði í samtali við Vísi rétt fyrir klukkan tíu í morgun að hreinsun á Sæbraut væri lokið. Henda þarf kjötinu og er um mikið tjón að ræða fyrir fyrirtækið.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir allt hafa farið í hnút vegna þessa umferðaróhapps og sumir vegfarendur voru vel á aðra klukkustund á leið til vinnu af þessum sökum. Segir lögreglan að ástandið hafi verið einna verst hjá þeim sem komu úr austurborginni og Mosfellsbæ og óku Vesturlandsveg og Miklubraut í vestur. Staðan á Sæbraut og Reykjanesbraut var með sama hætti, en lögreglan segir óhappið undirstrika að mörgu leyti hversu gatnakerfið er viðkvæmt og ekki þurfi mikið til svo umferðin svo gott sem stöðvast.Fréttin hefur verið uppfærð.Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi.Vísir/HannaVísir/HannaVísir/Hanna Samgöngur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Sæbraut var lokuð til suðurs við Miklubraut vegna umferðaróhapps sem átti sér stað á áttunda tímanum í morgun. Sendiferðabíll Stjörnugríss valt á Sæbraut en verið var að flytja um 120 bútaða grísi. Afurðin endaði öll í götunni og við tók mikið hreinsistarf sem krafðist þess að lokað var fyrir umferð á Sæbraut til klukkan 10 í morgun. Við það myndaðist mikil umferðarteppa á Miklubraut og áleiðis upp í Mosfellsbæ þar sem ökumenn sátu fastir í töluverðan tíma.Sýnist eins og að vagn haf losnað af eða eitthvað. pic.twitter.com/LHNKgJxqS6— Omar Hauksson (@Oswarez) February 20, 2018 Illa gekk að nálgast upplýsingar frá lögreglunni þar sem margir þeirra sátu fastir í umferð. Geir Hlöðver Ericsson, starfsmaður á söludeild Stjörnugríss, sagði í samtali við Vísi rétt fyrir klukkan tíu í morgun að hreinsun á Sæbraut væri lokið. Henda þarf kjötinu og er um mikið tjón að ræða fyrir fyrirtækið.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir allt hafa farið í hnút vegna þessa umferðaróhapps og sumir vegfarendur voru vel á aðra klukkustund á leið til vinnu af þessum sökum. Segir lögreglan að ástandið hafi verið einna verst hjá þeim sem komu úr austurborginni og Mosfellsbæ og óku Vesturlandsveg og Miklubraut í vestur. Staðan á Sæbraut og Reykjanesbraut var með sama hætti, en lögreglan segir óhappið undirstrika að mörgu leyti hversu gatnakerfið er viðkvæmt og ekki þurfi mikið til svo umferðin svo gott sem stöðvast.Fréttin hefur verið uppfærð.Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi.Vísir/HannaVísir/HannaVísir/Hanna
Samgöngur Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira