Besti og lélegasti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2018 10:30 Swaney skemmtir sér hér konunglega í brautinni. vísir/ap Hin bandaríska Elizabeth Swaney er ein af óvæntu stjörnunum á Vetrarólympíuleikunum. Ástæðan er sú að hún gerði nákvæmlega ekki neitt í sinni grein sem þó gengur út á að sýna alls konar listir. Swaney keppir í half pipe freestyle á skíðum. Sama braut og keppt er á snjóbrettum en á skíðum. Þá nýta keppendur brautina til þess að stökkva hátt í loft, snúa sér og heilla áhorfendur. Swaney aftur á móti bara renndi sér niður brautina. Óhætt er að segja að áhorfendur hafi orðið mjög hissa er þeir sáu hana keppa. En hvernig í ósköpunum kemst keppandi sem augljóslega getur ekki neitt í íþróttinni á leikana? Swaney nýtti sér glufu í reglunum til þess að koma sér til PyeongChang. Hún er bandarísk en keppti fyrir Ungverjaland. Hún getur það þar sem afi hennar og amma eru frá Ungverjalandi. Það er kvóti á keppendum í þessari grein eins og fleirum. Ungverjar eru ekki að æfa þessa grein og Swaney sá tækifæri til þess að lauma sér inn á leikana bakdyramegin. Hún kemur af ríku fólki og nýtti fjárráð sín til þess að keppa út um allan heim og safna sér nægum FIS-stigum til þess að komast inn á leikana. Á hverju móti passaði hún bara að detta ekki. Renndi sér örugglega fram og til baka. Engir stælar og með því tókst henni að safna þeim stigum sem hún þurfti að fá.Margir fagna þessu en aðrir eru brjálaðir að hægt sé að komast á Ólympíuleikana með því einu að eiga næga peninga og renna sér svo niður brekku eins og smákrakki. Swaney uppfyllti draum sinn að komast á Ólympíuleika og þó svo hún hafi komist þangað þá tók hún engar áhættur er þangað var komið þó svo engu væri að tapa. Hún bara renndi sér kurteislega niður brautina heimsbyggðinni til mikillar undrunar.Á flugi? Ég veit það nú ekki en þetta voru mestu tilþrifin sem Swaney bauð upp á.vísir/ap Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Hin bandaríska Elizabeth Swaney er ein af óvæntu stjörnunum á Vetrarólympíuleikunum. Ástæðan er sú að hún gerði nákvæmlega ekki neitt í sinni grein sem þó gengur út á að sýna alls konar listir. Swaney keppir í half pipe freestyle á skíðum. Sama braut og keppt er á snjóbrettum en á skíðum. Þá nýta keppendur brautina til þess að stökkva hátt í loft, snúa sér og heilla áhorfendur. Swaney aftur á móti bara renndi sér niður brautina. Óhætt er að segja að áhorfendur hafi orðið mjög hissa er þeir sáu hana keppa. En hvernig í ósköpunum kemst keppandi sem augljóslega getur ekki neitt í íþróttinni á leikana? Swaney nýtti sér glufu í reglunum til þess að koma sér til PyeongChang. Hún er bandarísk en keppti fyrir Ungverjaland. Hún getur það þar sem afi hennar og amma eru frá Ungverjalandi. Það er kvóti á keppendum í þessari grein eins og fleirum. Ungverjar eru ekki að æfa þessa grein og Swaney sá tækifæri til þess að lauma sér inn á leikana bakdyramegin. Hún kemur af ríku fólki og nýtti fjárráð sín til þess að keppa út um allan heim og safna sér nægum FIS-stigum til þess að komast inn á leikana. Á hverju móti passaði hún bara að detta ekki. Renndi sér örugglega fram og til baka. Engir stælar og með því tókst henni að safna þeim stigum sem hún þurfti að fá.Margir fagna þessu en aðrir eru brjálaðir að hægt sé að komast á Ólympíuleikana með því einu að eiga næga peninga og renna sér svo niður brekku eins og smákrakki. Swaney uppfyllti draum sinn að komast á Ólympíuleika og þó svo hún hafi komist þangað þá tók hún engar áhættur er þangað var komið þó svo engu væri að tapa. Hún bara renndi sér kurteislega niður brautina heimsbyggðinni til mikillar undrunar.Á flugi? Ég veit það nú ekki en þetta voru mestu tilþrifin sem Swaney bauð upp á.vísir/ap
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira