Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2018 11:41 Nemendur við próflestur á Þjóðarbókhlöðunni. Vísir/Vilhelm Menntamálastofnun harmar mjög að próftaka á samræmdu prófi í ensku, sem lagt var fyrir nemendur 9. bekkja í dag, hafi ekki gengið sem skyldi. Tæknilegir örðugleikar komu upp við fyrirlögn prófsins í dag, eins og á miðvikudag við fyrirlögn samræmds prófs í íslensku, en vefþjónn virðist ekki geta staðið undir álagi þrátt fyrir umfangsmiklar athuganir. Þá hefur Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleikanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálastofnun. „Álagið var mikið og virðist vefþjónninn því miður ekki hafa staðið undir því. Þrátt fyrir umfangsmiklar athuganir og álagsprófanir hjá þjónustuaðila á prófakerfinu kemur samt í ljós að kerfið stenst ekki þetta álag,“ segir í tilkynningu Menntamálastofnunar.Fundað með hagsmunaaðilum eftir helgi Ákveðið hefur verið að fresta próftöku á enskuprófinu en í tilkynningu segir að með velferð nemenda að leiðarljósi sé ekki boðlegt að þeir taki próf við þessar aðstæður. Eftir helgi verður fundað með hagsmunaaðilum þar sem ákvörðun verður tekin um fyrirlögn prófanna. Þá þykir ljóst að próftökuaðstæður fyrir marga nemendur hafi ekki verið fullnægjandi og tekið verður mið að því við ákvörðun um framhaldið. „Menntamálastofnun harmar þetta mjög og þau áhrif sem þetta hefur haft á nemendur, foreldra og skólasamfélagið í heild. Þar sem mikill undirbúningur liggur að baki hjá öllum eru þetta gífurleg vonbrigði. Í ljósi þess óskum við eftir því við þá sem standa næst nemendum að upplýsa þá um stöðu mála og hlúa að þeim eftir bestu getu,“ segir í tilkynningu.Auðkennisstaðfesting virðist meinið Áfram verður unnið að frekari úrlausn vandans og upplýst reglulega um stöðu mála. Þjónustuaðilinn Assessment Systems hefur enn fremur greint vandann, sem virðist vera rakinn til nýrrar auðkennisstaðfestingar í kerfinu. Þá biður Assessment Systems Menntamálastofnun og nemendur afsökunar á þeim óþægindum sem truflun á próftöku hefur valdið.Hér að neðan má sjá tilkynningu frá Assesment Systems í heild sinni:Assessment Systems is extremely sorry for this unfortunate interruption in testing. We apologize to the Directorate of Education and the Icelandic students for the breach in confidence and surrounding issues this has caused. During scheduled testing on March 9th 2018 our EU database encountered an unexpected error. We had technicians live and on call during the testing process, but unfortunately we were unable to correct the problem fast enough to allow many students to continue the test. We have discovered the source of the problems was with an identity verification screen that was new for this year. We are working very closely with the Directorate of Education to correct these problems. We apologize to all the students and teachers who were impacted by this interruption in the exams. We are putting in additional steps in our processes to prevent any future occurrence. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Sjá meira
Menntamálastofnun harmar mjög að próftaka á samræmdu prófi í ensku, sem lagt var fyrir nemendur 9. bekkja í dag, hafi ekki gengið sem skyldi. Tæknilegir örðugleikar komu upp við fyrirlögn prófsins í dag, eins og á miðvikudag við fyrirlögn samræmds prófs í íslensku, en vefþjónn virðist ekki geta staðið undir álagi þrátt fyrir umfangsmiklar athuganir. Þá hefur Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleikanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálastofnun. „Álagið var mikið og virðist vefþjónninn því miður ekki hafa staðið undir því. Þrátt fyrir umfangsmiklar athuganir og álagsprófanir hjá þjónustuaðila á prófakerfinu kemur samt í ljós að kerfið stenst ekki þetta álag,“ segir í tilkynningu Menntamálastofnunar.Fundað með hagsmunaaðilum eftir helgi Ákveðið hefur verið að fresta próftöku á enskuprófinu en í tilkynningu segir að með velferð nemenda að leiðarljósi sé ekki boðlegt að þeir taki próf við þessar aðstæður. Eftir helgi verður fundað með hagsmunaaðilum þar sem ákvörðun verður tekin um fyrirlögn prófanna. Þá þykir ljóst að próftökuaðstæður fyrir marga nemendur hafi ekki verið fullnægjandi og tekið verður mið að því við ákvörðun um framhaldið. „Menntamálastofnun harmar þetta mjög og þau áhrif sem þetta hefur haft á nemendur, foreldra og skólasamfélagið í heild. Þar sem mikill undirbúningur liggur að baki hjá öllum eru þetta gífurleg vonbrigði. Í ljósi þess óskum við eftir því við þá sem standa næst nemendum að upplýsa þá um stöðu mála og hlúa að þeim eftir bestu getu,“ segir í tilkynningu.Auðkennisstaðfesting virðist meinið Áfram verður unnið að frekari úrlausn vandans og upplýst reglulega um stöðu mála. Þjónustuaðilinn Assessment Systems hefur enn fremur greint vandann, sem virðist vera rakinn til nýrrar auðkennisstaðfestingar í kerfinu. Þá biður Assessment Systems Menntamálastofnun og nemendur afsökunar á þeim óþægindum sem truflun á próftöku hefur valdið.Hér að neðan má sjá tilkynningu frá Assesment Systems í heild sinni:Assessment Systems is extremely sorry for this unfortunate interruption in testing. We apologize to the Directorate of Education and the Icelandic students for the breach in confidence and surrounding issues this has caused. During scheduled testing on March 9th 2018 our EU database encountered an unexpected error. We had technicians live and on call during the testing process, but unfortunately we were unable to correct the problem fast enough to allow many students to continue the test. We have discovered the source of the problems was with an identity verification screen that was new for this year. We are working very closely with the Directorate of Education to correct these problems. We apologize to all the students and teachers who were impacted by this interruption in the exams. We are putting in additional steps in our processes to prevent any future occurrence.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Sjá meira
Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33
Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24