Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2018 09:24 Samræmdu prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Vísir/Getty Samræmdu prófunum í ensku fyrir 9.bekk hefur verið frestað eftir að vandræði komu upp. Þriðja og síðasta prófið, í ensku, átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkaði ekki sem skyldi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Menntamálastofnunar en þar segir að mikið álag hafi verið prófakerfinu og greindu kennarar frá því að illa gengi fyrir nemendur að komast inn í prófin. Þau eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Segir Menntamálastofnun að prófakerfið hafi verið endurræst eftir að vandinn kom upp og stóðu vonir til þess að það myndi laga vandann. Það tókst hins vegar ekki og var því ákveðið að fresta prófinu.Óánægja meðal kennara Í umræðum við færslur á Facebook-síðu Menntamálastofnunnar í morgun má sjá að kennarar eru margir hverjir mjög óánægðir með vandræðin sem komið hafa upp. Illa gekk að leggja fyrir samræmt próf í íslensku á miðvikudaginn þar sem fjölmargir nemendur áttu í vandræðum með að komast inn í prófið.Sjá má að nemendur í skólum víða um land, allt frá Suðureyri til höfuðborgarsvæðisins hafi ýmist dottið út úr prófinu eða ekki komist inn í það. „Hér í Hörðuvallaskóla er meirihluti nemenda dottinn út þessa stundina, hafa verið að detta út og inn á víxl en nú er eins og þetta sé að verða svipað ástand og á miðvikudaginn,“ skrifar Ágúst Fríman Jakobsson, skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi.Skjáskot af umræðum kennara við færslu Menntamálastofnunar á Facebook.Ásta F. Flosadóttir, skólastjóri, birtir myndband þar sem sjá má að 9. bekkingar í skólanum sem biðu eftir að komast inn hafi tekið upp á því að spila á spil á meðan beðið var eftir að prófkerfið myndi detta inn. Eru kennarar og skólastjórnendur mjög gagnrýnir á Menntamálastofnun og spyr einn hvort ekki þurfi „bara að endurræsa Menntamálastofnun?“Gekk vel í gær Eins og fyrr segir komu upp vandræði með netþjón á miðvikudaginn þegar samræmd próf í íslensku voru lögð fyrir. Þurftu nemendur þá að bíða í allt að tvo tíma eftir að tekin var ákvörðun um að heimila skólum að fresta töku prófsins. Eru kennarar upp til hópa sammála nú að ekki verðið beðið svo lengi, ef marka má umræður við Facebook-færslur Menntamálastofnunar Í gær var samræmt próf í stærðfræði lagt fyrir nemendur og virðist það hafa gengið án vandkvæða. Það próf verður annað hvort fellt niður eða tekið aftur en ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort verður fyrir valinu.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um frestun prófsins. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Samræmdu prófunum í ensku fyrir 9.bekk hefur verið frestað eftir að vandræði komu upp. Þriðja og síðasta prófið, í ensku, átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkaði ekki sem skyldi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Menntamálastofnunar en þar segir að mikið álag hafi verið prófakerfinu og greindu kennarar frá því að illa gengi fyrir nemendur að komast inn í prófin. Þau eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Segir Menntamálastofnun að prófakerfið hafi verið endurræst eftir að vandinn kom upp og stóðu vonir til þess að það myndi laga vandann. Það tókst hins vegar ekki og var því ákveðið að fresta prófinu.Óánægja meðal kennara Í umræðum við færslur á Facebook-síðu Menntamálastofnunnar í morgun má sjá að kennarar eru margir hverjir mjög óánægðir með vandræðin sem komið hafa upp. Illa gekk að leggja fyrir samræmt próf í íslensku á miðvikudaginn þar sem fjölmargir nemendur áttu í vandræðum með að komast inn í prófið.Sjá má að nemendur í skólum víða um land, allt frá Suðureyri til höfuðborgarsvæðisins hafi ýmist dottið út úr prófinu eða ekki komist inn í það. „Hér í Hörðuvallaskóla er meirihluti nemenda dottinn út þessa stundina, hafa verið að detta út og inn á víxl en nú er eins og þetta sé að verða svipað ástand og á miðvikudaginn,“ skrifar Ágúst Fríman Jakobsson, skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi.Skjáskot af umræðum kennara við færslu Menntamálastofnunar á Facebook.Ásta F. Flosadóttir, skólastjóri, birtir myndband þar sem sjá má að 9. bekkingar í skólanum sem biðu eftir að komast inn hafi tekið upp á því að spila á spil á meðan beðið var eftir að prófkerfið myndi detta inn. Eru kennarar og skólastjórnendur mjög gagnrýnir á Menntamálastofnun og spyr einn hvort ekki þurfi „bara að endurræsa Menntamálastofnun?“Gekk vel í gær Eins og fyrr segir komu upp vandræði með netþjón á miðvikudaginn þegar samræmd próf í íslensku voru lögð fyrir. Þurftu nemendur þá að bíða í allt að tvo tíma eftir að tekin var ákvörðun um að heimila skólum að fresta töku prófsins. Eru kennarar upp til hópa sammála nú að ekki verðið beðið svo lengi, ef marka má umræður við Facebook-færslur Menntamálastofnunar Í gær var samræmt próf í stærðfræði lagt fyrir nemendur og virðist það hafa gengið án vandkvæða. Það próf verður annað hvort fellt niður eða tekið aftur en ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort verður fyrir valinu.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um frestun prófsins.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33
Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33