Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2018 11:53 Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, ræddi samræmd próf og stöðuna í menntamálum þjóðarinnar á þingi í dag. vísir/eyþór Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. Hún segir þjóðina standa á ákveðnum tímamótum í menntamálum og að rauðu ljósin séu víða. Þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Guðmundi Andra Thorssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, sem spurði út í samræmd próf og tilgang þeirra. Tilefni fyrirspurnarinnar var meðal annars gagnrýni sem komið hefur fram um árabil frá Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor í íslensku, á samræmd próf í móðurmálinu og svo þau mistök sem áttu sér stað við framkvæmd prófanna í gær er meirihluti nemenda gat ekki lokið íslenskuprófinu vegna tæknilegra örðugleika.„Ýmsir skólamenn hafa látið í ljós efasemdir um gildi þessara prófa yfirleitt“ „Íslenskunám nemenda í grunnskóla fer mikið í að búa sig undir þessi próf með tilheyrandi ævintýralegum leiðindum og jafnvel áralangri andúð á íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum. Ýmsir skólamenn hafa látið í ljós efasemdir um gildi þessara prófa yfirleitt og í gær skrifar Hafsteinn Karlsson skólastjóri í Salaskóla í Kópavogi til að mynda á Facebook-síðu sína, með leyfi forseta, að þessi próf séu: „leifar af skólastarfi fyrri tíma, eins konar forngripir sem þvælast fyrir nútíma skólastarfi. Þau eiga heima á Þjóðminjasafninu í læstum skáp.“ Hafsteinn spyr líka, og ég veit að fleiri skólastjórnendur og nemendur spyrja: Hver er tilgangur samræmdu prófanna í dag og hvað eiga þau að mæla? „Eru þau liður í að bæta skólastarf, hafa þau bætt skólastarf?“ Áhugavert væri að heyra hugmyndir ráðherrans um þetta,“ sagði Guðmundur Andri á þingi í dag.Margt sem þarf að gera til styrkja alla umgjörð í kringum menntamálin Ráðherra vísaði í fyrra svari sínu í tilkynningu sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér fyrr í dag vegna framkvæmdar prófanna í gær og mistaka við þau. „Varðandi spurningu þingmannsins held ég að við séum ekki komin á þann stað akkúrat núna að taka ákvörðun um það hvað við gerum varðandi samræmdu prófin. Þau hafa verið iðkuð í talsverðan tíma, þau hafa sína kosti og þau hafa líka sína galla, en það þarf að vera ákveðinn fyrirsjáanleiki og við þurfum að taka svona ákvörðun og vera búin að undirbúa hana mjög vel.“ Í síðara svari sínu sagði Lilja að hún teldi mjög brýnt að skoða þessi mál. „Við stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða. Það eru áskoranir er varða stöðu kennarans, við fáum ekki þá nýliðun sem við þurfum. Samkeppnsihæfni skólakerfisins hefur hrakað, einnig er varðar íslenskt mál, þannig að ég tel að þessar ábendingar háttvirts þingmanns séu mjög góðar og ég vil skoða þær í samvinnu við þingið því það er svo margt sem við þurfum að fara í til að styrkja alla umgjörð í kringum menntamálin í landinu.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. Hún segir þjóðina standa á ákveðnum tímamótum í menntamálum og að rauðu ljósin séu víða. Þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Guðmundi Andra Thorssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, sem spurði út í samræmd próf og tilgang þeirra. Tilefni fyrirspurnarinnar var meðal annars gagnrýni sem komið hefur fram um árabil frá Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor í íslensku, á samræmd próf í móðurmálinu og svo þau mistök sem áttu sér stað við framkvæmd prófanna í gær er meirihluti nemenda gat ekki lokið íslenskuprófinu vegna tæknilegra örðugleika.„Ýmsir skólamenn hafa látið í ljós efasemdir um gildi þessara prófa yfirleitt“ „Íslenskunám nemenda í grunnskóla fer mikið í að búa sig undir þessi próf með tilheyrandi ævintýralegum leiðindum og jafnvel áralangri andúð á íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum. Ýmsir skólamenn hafa látið í ljós efasemdir um gildi þessara prófa yfirleitt og í gær skrifar Hafsteinn Karlsson skólastjóri í Salaskóla í Kópavogi til að mynda á Facebook-síðu sína, með leyfi forseta, að þessi próf séu: „leifar af skólastarfi fyrri tíma, eins konar forngripir sem þvælast fyrir nútíma skólastarfi. Þau eiga heima á Þjóðminjasafninu í læstum skáp.“ Hafsteinn spyr líka, og ég veit að fleiri skólastjórnendur og nemendur spyrja: Hver er tilgangur samræmdu prófanna í dag og hvað eiga þau að mæla? „Eru þau liður í að bæta skólastarf, hafa þau bætt skólastarf?“ Áhugavert væri að heyra hugmyndir ráðherrans um þetta,“ sagði Guðmundur Andri á þingi í dag.Margt sem þarf að gera til styrkja alla umgjörð í kringum menntamálin Ráðherra vísaði í fyrra svari sínu í tilkynningu sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér fyrr í dag vegna framkvæmdar prófanna í gær og mistaka við þau. „Varðandi spurningu þingmannsins held ég að við séum ekki komin á þann stað akkúrat núna að taka ákvörðun um það hvað við gerum varðandi samræmdu prófin. Þau hafa verið iðkuð í talsverðan tíma, þau hafa sína kosti og þau hafa líka sína galla, en það þarf að vera ákveðinn fyrirsjáanleiki og við þurfum að taka svona ákvörðun og vera búin að undirbúa hana mjög vel.“ Í síðara svari sínu sagði Lilja að hún teldi mjög brýnt að skoða þessi mál. „Við stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða. Það eru áskoranir er varða stöðu kennarans, við fáum ekki þá nýliðun sem við þurfum. Samkeppnsihæfni skólakerfisins hefur hrakað, einnig er varðar íslenskt mál, þannig að ég tel að þessar ábendingar háttvirts þingmanns séu mjög góðar og ég vil skoða þær í samvinnu við þingið því það er svo margt sem við þurfum að fara í til að styrkja alla umgjörð í kringum menntamálin í landinu.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Eftirför lögreglu yfir Hellisheiðina Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33