Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2018 11:50 Samræmdu prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Vísir/Getty Tekin verður ákvörðun um hvort samræmt próf í íslensku, sem mistókst í gær, verði lagt fyrir að nýju fyrir þá nemendur sem ekki náðu að ljúka því eða fellt niður. Niðurstaða mun fást í málið að loknum fundi menntamálaráðuneytisins og fulltrúa skólanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálstofnun. Í tilkynningu kemur fram að á fundi forstjóra Menntamálastofnunar með mennta- og menningarmálaráðherra í gær hafi verið ákveðið að ráðuneytið myndi boða fulltrúa skólastjóra, kennara, nemenda, foreldra og sveitarfélaga til fundar þar sem farið verður yfir stöðuna eftir íslenskuprófið. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort íslenskupróf verður lagt fyrir að nýju fyrir þá nemendur sem ekki náðu að ljúka því eða prófið fellt niður, að því er segir í tilkynningu. Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. Í flestum grunnskólum hófst próftaka á tímabilinu átta til níu í morgun en nemendur hefja próftöku allt fram til klukkan ellefu. Alls þreyta um 4.300 nemendur prófið. Fulltrúar þjónustuaðila prófakerfisins voru með sérstaka vakt vegna fyrirlagnarinnar og sáu til þess að tölvuþjónar réðu við álagið. Þær ráðstafanir dugðu til þannig að ekki komu upp samskonar vandamál og í gær sem urðu til þess að hætta varð fyrirlögn samræmds prófs í íslensku. Í nokkrum skólum komu upp einstaka tæknileg vandamál sem starfsmenn Menntamálastofnunar hafa unnið að lausn á í samstarfi við skólana. Eins og greint var frá í gær gat meirihluta nemenda ekki lokið samræmdu prófi í íslensku í gær vegna tæknilegra örðugleika sem komu upp með netþjón prófsins sem staðsettur er í Evrópu. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Tekin verður ákvörðun um hvort samræmt próf í íslensku, sem mistókst í gær, verði lagt fyrir að nýju fyrir þá nemendur sem ekki náðu að ljúka því eða fellt niður. Niðurstaða mun fást í málið að loknum fundi menntamálaráðuneytisins og fulltrúa skólanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálstofnun. Í tilkynningu kemur fram að á fundi forstjóra Menntamálastofnunar með mennta- og menningarmálaráðherra í gær hafi verið ákveðið að ráðuneytið myndi boða fulltrúa skólastjóra, kennara, nemenda, foreldra og sveitarfélaga til fundar þar sem farið verður yfir stöðuna eftir íslenskuprófið. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort íslenskupróf verður lagt fyrir að nýju fyrir þá nemendur sem ekki náðu að ljúka því eða prófið fellt niður, að því er segir í tilkynningu. Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. Í flestum grunnskólum hófst próftaka á tímabilinu átta til níu í morgun en nemendur hefja próftöku allt fram til klukkan ellefu. Alls þreyta um 4.300 nemendur prófið. Fulltrúar þjónustuaðila prófakerfisins voru með sérstaka vakt vegna fyrirlagnarinnar og sáu til þess að tölvuþjónar réðu við álagið. Þær ráðstafanir dugðu til þannig að ekki komu upp samskonar vandamál og í gær sem urðu til þess að hætta varð fyrirlögn samræmds prófs í íslensku. Í nokkrum skólum komu upp einstaka tæknileg vandamál sem starfsmenn Menntamálastofnunar hafa unnið að lausn á í samstarfi við skólana. Eins og greint var frá í gær gat meirihluta nemenda ekki lokið samræmdu prófi í íslensku í gær vegna tæknilegra örðugleika sem komu upp með netþjón prófsins sem staðsettur er í Evrópu.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33