Neita að auglýsa lausar sendiherrastöður Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. mars 2018 08:00 Endurskoðun laga um utanríkisþjónustuna stendur fyrir dyrum í ráðuneyti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. VÍSIR/VILHELM Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um nauðsyn þess að stöður sendiherra séu auglýstar. Ríkisendurskoðun beindi þeim tilmælum til ráðuneytisins, í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2015 að það beitti sér fyrir að felld yrði úr gildi undanþága fyrir utanríkisþjónustuna frá almennri skyldu hins opinbera til að auglýsa laus embætti. Í svari ráðuneytisins er tilmælum stofnunarinnar mótmælt meðal annars með þeim rökum að Alþingi hafi ekki talið rétt að afnema undanþáguna. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var á vef hennar í gær. „Vilji Alþingis hefur aldrei komið fram í þessu máli,“ segir Guðmundur Steingrímsson, sem lagði tvívegis fram frumvarp um brottfall undanþágunnar í þingmannstíð sinni. Málið komst aldrei úr nefnd og fór aldrei í atkvæðagreiðslu. Það er bara mælikvarði á tímaskort í þinginu og lýsir örlögum margra þingmannamála, en það er enginn mælikvarði á vilja Alþingis enda ekki hægt að halda því fram að hann hafi komið fram í málinu.“ Aðspurður segir Guðmundur það vera kröfu um faglega og opna stjórnsýslu sem ráðið hafi því að frumvarpið var lagt fram„Það hefur margoft kviknað umræða um skipun sendiherra og það er alveg óljóst í lögunum af hverju það á að vera einhver sérstök undanþága um sendiherra. Við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið sem völ er á.“ Hann segir frumvarpið hafa gert ráð fyrir því að stöðurnar yrðu auglýstar með opnum hætti eins og hver önnur störf, en vísar til Norðurlandanna þar sem reglur um þessi efni eru breytilegar. „Það mætti vel sníða svona reglu að málefnalegum þörfum utanríkisþjónustunnar. Til dæmis ef menn vilja hafa einhvers konar framgangskerfi innan þjónustunnar en þá þarf að vera hægt að komast inn í það kerfi með einhverjum opnum hætti. Grunnreglan á að vera sú að það þarf að rökstyðja ákvarðanir og ráðningar og gefa fólki færi á að spreyta sig í umsóknarferli,“ segir Guðmundur og bætir við: „En það er svona eins og menn vilji hafa þetta eins og einhvers konar ráðstöfunarskúffu ráðherra sem ég held að hafi bara ekki skilað neitt sérstaklega góðri niðurstöðu.“ Heildarendurskoðun laga um utanríkisþjónustuna stendur fyrir dyrum og er frumvarp þess efnis boðað nú á vorþingi í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er brottfall umræddrar undanþágu frá auglýsingaskyldu ekki meðal helstu áhersluatriða frumvarpsins en vinnsla frumvarpsins standi þó enn yfir. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um nauðsyn þess að stöður sendiherra séu auglýstar. Ríkisendurskoðun beindi þeim tilmælum til ráðuneytisins, í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar, árið 2015 að það beitti sér fyrir að felld yrði úr gildi undanþága fyrir utanríkisþjónustuna frá almennri skyldu hins opinbera til að auglýsa laus embætti. Í svari ráðuneytisins er tilmælum stofnunarinnar mótmælt meðal annars með þeim rökum að Alþingi hafi ekki talið rétt að afnema undanþáguna. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var á vef hennar í gær. „Vilji Alþingis hefur aldrei komið fram í þessu máli,“ segir Guðmundur Steingrímsson, sem lagði tvívegis fram frumvarp um brottfall undanþágunnar í þingmannstíð sinni. Málið komst aldrei úr nefnd og fór aldrei í atkvæðagreiðslu. Það er bara mælikvarði á tímaskort í þinginu og lýsir örlögum margra þingmannamála, en það er enginn mælikvarði á vilja Alþingis enda ekki hægt að halda því fram að hann hafi komið fram í málinu.“ Aðspurður segir Guðmundur það vera kröfu um faglega og opna stjórnsýslu sem ráðið hafi því að frumvarpið var lagt fram„Það hefur margoft kviknað umræða um skipun sendiherra og það er alveg óljóst í lögunum af hverju það á að vera einhver sérstök undanþága um sendiherra. Við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið sem völ er á.“ Hann segir frumvarpið hafa gert ráð fyrir því að stöðurnar yrðu auglýstar með opnum hætti eins og hver önnur störf, en vísar til Norðurlandanna þar sem reglur um þessi efni eru breytilegar. „Það mætti vel sníða svona reglu að málefnalegum þörfum utanríkisþjónustunnar. Til dæmis ef menn vilja hafa einhvers konar framgangskerfi innan þjónustunnar en þá þarf að vera hægt að komast inn í það kerfi með einhverjum opnum hætti. Grunnreglan á að vera sú að það þarf að rökstyðja ákvarðanir og ráðningar og gefa fólki færi á að spreyta sig í umsóknarferli,“ segir Guðmundur og bætir við: „En það er svona eins og menn vilji hafa þetta eins og einhvers konar ráðstöfunarskúffu ráðherra sem ég held að hafi bara ekki skilað neitt sérstaklega góðri niðurstöðu.“ Heildarendurskoðun laga um utanríkisþjónustuna stendur fyrir dyrum og er frumvarp þess efnis boðað nú á vorþingi í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er brottfall umræddrar undanþágu frá auglýsingaskyldu ekki meðal helstu áhersluatriða frumvarpsins en vinnsla frumvarpsins standi þó enn yfir.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira