Fangelsi og fuglabúr Benedikt Bóas skrifar 7. mars 2018 08:00 Hljómsveitina skipa Heimir Bjarni Ingimarsson, Aðalsteinn, Ingvar Leví Gunnarsson, Arnar Scheving, Hans Friðrik Guðmundsson, Jóhannes Stefánsson. Hljómsveitin Volta frá Akureyri hefur nýverið gefið út breiðskífuna Á nýjan stað. Textarnir í lögunum eru kynngimagnaðir og segir Aðalsteinn Jóhannsson, annar af textahöfundum hljómsveitarinnar, að lagið Betrun fjalli til dæmis um samband hans við konuna sína sem hafi verið komið á endastöð vegna sukks og óhóflegs næturbrölts. Það bjargaðist þó eftir að hann tók sig á. „Textinn er loforð um betri tíð og nokkurs konar afsökunarbeiðni,“ segir hann. Annar texti, við lagið Fuglabúrið, er um eymdina og sársaukann í fangelsum en hljómsveitin spilaði í fangelsinu á Akureyri í október 2016. Þá fæddist textinn og svo lagið sem er stórgott. „Við komum þarna á dimmu haustkvöldi. Það tók á móti okkur fangavörður sem hleypti okkur inn. Þarna var sérstakt andrúmsloft, hlaðið sorg, kvíða og einhverju öðru sem ég þekki ekki. En þær ætluðu greinilega að reyna að hafa gaman og gleyma því í augnablik að þær voru lokaðar inni í fuglabúri,“ segir hann og heldur áfram: „Maður hefur það á tilfinningunni að flestar þessar konur séu fórnarlömb fíknar sinnar. Þær eru mæður, dætur, burðardýr, morðingjar, misfallegar dætur þessa lands. Við spiluðum okkar tónlist í svona 40 mínútur og voru þær fljótar að líða. Þær virtust hafa gaman af og náðu sumir tónarnir inn fyrir skelina. Ég verð að segja það að maður hafði samúð með þessum konum, lokaðar þarna inni fjarri þessu lífi sem við þekkjum flest.“ Hann segir að konurnar hafi verið afar þakklátar fyrir heimsóknina. „Þegar við vorum búnir að ganga frá hljóðfærunum og á leið út þá tekur Heimir söngvari í hurðina og hún er auðvitað læst. Í því stekkur ein konan á lappir og segir við okkur: „Þið komist ekki út, þið eruð læstir inni í fuglabúri.“ Þaðan kemur nafnið á laginu sem ég svo samdi kvöldið eftir þessa heimsókn. Þessi kvöldstund hafði svo sterk áhrif á mig að textinn kom nánast í einni lotu, hárbeittur og sannur. Það var ótrúlega góð tilfinning að ganga út í myrkrið þetta haustkvöld, eftir að hafa glatt þessar þjökuðu sálir.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 2015 með því hugarfari að spila eingöngu frumsamda tónlist og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Aðalsteinn segir að bandið sé búið að æfa stíft og stefni á að koma talsvert fram á næstu misserum. „Við höfum ekki fastmótaða tónlistarstefnu en líklega erum við mest í rokk-sveitatónlistarbræðingi með tilfinningu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Hljómsveitin Volta frá Akureyri hefur nýverið gefið út breiðskífuna Á nýjan stað. Textarnir í lögunum eru kynngimagnaðir og segir Aðalsteinn Jóhannsson, annar af textahöfundum hljómsveitarinnar, að lagið Betrun fjalli til dæmis um samband hans við konuna sína sem hafi verið komið á endastöð vegna sukks og óhóflegs næturbrölts. Það bjargaðist þó eftir að hann tók sig á. „Textinn er loforð um betri tíð og nokkurs konar afsökunarbeiðni,“ segir hann. Annar texti, við lagið Fuglabúrið, er um eymdina og sársaukann í fangelsum en hljómsveitin spilaði í fangelsinu á Akureyri í október 2016. Þá fæddist textinn og svo lagið sem er stórgott. „Við komum þarna á dimmu haustkvöldi. Það tók á móti okkur fangavörður sem hleypti okkur inn. Þarna var sérstakt andrúmsloft, hlaðið sorg, kvíða og einhverju öðru sem ég þekki ekki. En þær ætluðu greinilega að reyna að hafa gaman og gleyma því í augnablik að þær voru lokaðar inni í fuglabúri,“ segir hann og heldur áfram: „Maður hefur það á tilfinningunni að flestar þessar konur séu fórnarlömb fíknar sinnar. Þær eru mæður, dætur, burðardýr, morðingjar, misfallegar dætur þessa lands. Við spiluðum okkar tónlist í svona 40 mínútur og voru þær fljótar að líða. Þær virtust hafa gaman af og náðu sumir tónarnir inn fyrir skelina. Ég verð að segja það að maður hafði samúð með þessum konum, lokaðar þarna inni fjarri þessu lífi sem við þekkjum flest.“ Hann segir að konurnar hafi verið afar þakklátar fyrir heimsóknina. „Þegar við vorum búnir að ganga frá hljóðfærunum og á leið út þá tekur Heimir söngvari í hurðina og hún er auðvitað læst. Í því stekkur ein konan á lappir og segir við okkur: „Þið komist ekki út, þið eruð læstir inni í fuglabúri.“ Þaðan kemur nafnið á laginu sem ég svo samdi kvöldið eftir þessa heimsókn. Þessi kvöldstund hafði svo sterk áhrif á mig að textinn kom nánast í einni lotu, hárbeittur og sannur. Það var ótrúlega góð tilfinning að ganga út í myrkrið þetta haustkvöld, eftir að hafa glatt þessar þjökuðu sálir.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 2015 með því hugarfari að spila eingöngu frumsamda tónlist og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Aðalsteinn segir að bandið sé búið að æfa stíft og stefni á að koma talsvert fram á næstu misserum. „Við höfum ekki fastmótaða tónlistarstefnu en líklega erum við mest í rokk-sveitatónlistarbræðingi með tilfinningu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira