Segir skilyrði um "„æknisfræðilega staðfest“ kvenkyn keppenda alþjóðlegar reglur Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2018 13:30 Miss Universe Iceland í núverandi mynd var haldin í fyrsta skipti árið 2016. Vísir/Samsett Umsækjendur um þátttöku í fegurðarsamkeppninni Miss Universe Iceland þurfa að „vera læknisfræðilega staðfestar sem kvenkyn af íslenskum lækni.“ Umræður spruttu upp um málið á samfélagsmiðlum og því velt upp hvort skilyrðin útilokuðu þátttöku transkvenna í keppninni. Manuela Ósk Harðardóttir, stjórnandi keppninnar, segir um að ræða alþjóðlegar reglur en transkonur, sem gengist hafa undir kynleiðréttingaraðgerð, teljist þó gjaldgengar í keppnina. Alda Villiljós, formaður samtakanna Trans Ísland, segir reglurnar endurspegla úrelt viðhorf til transfólks. Opið er fyrir umsóknir í Miss Universe Iceland 2018 og lýkur skráningu þann 15. mars. Í umsóknareyðublaði, sem vongóðir umsækjendur fylla út um þátttöku í keppninni, eru tilgreind nokkur skilyrði sem stúlkurnar þurfa að uppfylla. Á meðal skilyrðanna er barnleysi og þá þurfa keppendur að vera á milli 18-28 gamlir. Eftirfarandi regla er einnig í gildi: „Umsækjandi þarf að vera læknisfræðilega staðfest sem kvenkyn af íslenskum lækni.“ Helena Hafsteinsdóttir vakti athygli á reglunni á Twitter-reikningi sínum í síðustu viku. Þá velti Helena því fyrir sér hvort transkonur mættu þá ekki taka þátt í keppninni.Mega transkonur semsagt ekki keppa í Miss Universe Iceland? pic.twitter.com/zAlCGxGv3B— Helena Hafsteins (@HelenaHaffa) March 2, 2018 Manuela Ósk Harðardóttir, stjórnandi fegurðarsamkeppnarinnar Miss Universe Iceland.Vísir/Stefán„Þú þarft að vera kona“Innt eftir því hvort skilyrðin útiloki þátttöku transkvenna í Miss Universe Iceland segir Manuela að þær transkonur, sem gengist hafa undir kynleiðréttingu, séu gjaldgengar í keppnina. „Þú þarft að vera kona. Það eru í raun skilyrðin. Þú mátt hafa gengist undir kynleiðréttingu, þú mátt vera fæddur karlmaður en þú verður að vera búin að fara í gegnum ferlið.“ Kynleiðrétting getur verið fjölþætt ferli. Teymi Landspítalans, sem sérhæfir sig í málefnum transfólks, skiptir kynleiðréttingarferlinu í þrjú skref: undirbúningsferli, hormónaferli og aðgerð á kynfærum. Ekki er þó skylda að fara í nokkurs konar aðgerðir eða taka inn hormón til að fá leiðréttingu á kyni sínu í þjóðskrá. Enn fremur getur fólk verið trans hvort sem það kýs að fara í kynleiðréttingarferli eða ekki. Í rannsókn frá árinu 2010, sem gerð var á vegum bandarísku samtakanna National Center for Transgender Equality, segir enn fremur að minnihluti transkvenna, eða 20 prósent, hafi gengist undir kynleiðréttingaraðgerð á kynfærum.Staðlaðar reglurÞá segir Manuela að um sé að ræða alþjóðlegar reglur Miss Universe-keppninnar. Íslenskir keppendur verði því að uppfylla skilyrði aðalkeppninnar svo þær fái að taka þátt úti. „Þetta er staðlað form frá Miss Universe Organization, sem er náttúrulega alþjóðlegt. Þetta er ekkert endilega samið fyrir Ísland heldur er þetta eitthvað sem við fáum sent að utan sem á við um allar þjóðir sem keppa í þessari keppni,“ segir Manuela. „Það er alltaf hægt að móðga einhvern og ef fólk vill taka þessu á þennan hátt þá er það ekkert sem ég eða neinn getur breytt. Þetta eru reglur sem Miss Universe Oranization setur og þó að ég myndi vilja bjóða hverjum sem er að taka þátt í keppninni hérna heima þá myndi það útiloka þátttöku erlendis og þá er náttúrulega enginn tilgangur með þessu.“Frá Miss Universe Iceland-keppninni árið 2016.Miss universe icelandReglurnar að breytastManuela nefnir einnig að reglurnar hafi rýmkað frá því sem einu sinni var. „Þetta var einu sinni þannig að þú máttir ekki hafa fæðst karlkyns,“ segir Manuela. Þá voru efri aldurstakmörk í keppnina nýlega hækkuð úr 25 ára í 28 ára. Aðrar þátttökutakmarkanir í Miss Universe Iceland, auk annarra fegurðarsamkeppna, hafa vakið nokkra athygli í gegnum tíðina. Auk vottorðs um „læknisfræðilegt kvenkyn“ mega þáttakendur ekki hafa átt börn eða gengið í hjónaband og segist Manuela vona að reglurnar haldi áfram að breytast.Hefur ekki fengið umsókn frá transkonuÞá segir Manuela að keppninni hafi enn ekki borist umsókn frá transkonu en Miss Universe Iceland í núverandi mynd var haldin í fyrsta skipti árið 2016. „Ég hef sjálf aldrei fengið umsókn frá transkonu í keppnina þannig að áhuginn hefur ekki verið til staðar enn sem komið er. Það hefur enginn sent mér neina fyrirspurn um þetta en vissulega er þetta þá eitthvað sem þarf að skoða,“ segir Manuela. „En eins og ég segi, reglurnar eru hægt og rólega að breytast og á endanum verða vonandi engar takmarkanir.“Alda Villiljós, formaður Trans-Íslands.Alda VilliljósÚrelt að einblína á kynfærinAlda Villiljós, formaður samtakanna Trans Ísland, segir í samtali við Vísi að þátttökuskilyrðin er varða líffræðilegt kyn umsækjenda endurspegli úrelt viðhorf til transfólks. Hán segir auk þess erfitt að ákvarða hvar mörkin liggi, hvenær einstaklingur í kynleiðréttingarferli verði „kona“ eða „karl“. „Læknisfræðilega staðfest sem kvenkyns? Hvenær í ferlinu kemur það mögulega fram? Er það þegar þú framleiðir meira estrógen heldur en testósterón? Er það þegar þú ferð í kynfæraaðgerð? Hvar er sú lína? Eða er það kannski aldrei?“ spyr Alda. Alda segir því áhersluna sem lögð er á kynleiðréttingu transfólks, hina eiginlegu kynleiðréttingaraðgerð og læknisfræðilega hluta ferlisins almennt, úrelta og þátttökureglur í Miss Universe Iceland í samræmi við það. „Hún er í rauninni orðin mjög úrelt þessi hugmynd um að allar konur verði að vera með píku og allir karlar verði að vera með typpi. Þetta er eitthvað sem unga kynslóðin núna er að læra, að það er ekki hægt að skipta þessu öllu milli tveggja kynja.“ Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Opið fyrir skráningar í Miss Universe Iceland Fegurðarsamkeppnin Miss Universe mun fara fram í þriðja sinn hér á landi í haust. 5. mars 2018 08:00 Arna Ýr Jónsdóttir krýnd Miss Universe Iceland Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. 25. september 2017 23:25 Segir að keppendum finnist skemmtilegt að koma fram á sundfötum „Ég vil ekki heyra minnst á megrunarkúra eða einhvers konar kröfur um ákveðið útlit,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland sem fer fram á mánudag. 21. september 2017 14:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Umsækjendur um þátttöku í fegurðarsamkeppninni Miss Universe Iceland þurfa að „vera læknisfræðilega staðfestar sem kvenkyn af íslenskum lækni.“ Umræður spruttu upp um málið á samfélagsmiðlum og því velt upp hvort skilyrðin útilokuðu þátttöku transkvenna í keppninni. Manuela Ósk Harðardóttir, stjórnandi keppninnar, segir um að ræða alþjóðlegar reglur en transkonur, sem gengist hafa undir kynleiðréttingaraðgerð, teljist þó gjaldgengar í keppnina. Alda Villiljós, formaður samtakanna Trans Ísland, segir reglurnar endurspegla úrelt viðhorf til transfólks. Opið er fyrir umsóknir í Miss Universe Iceland 2018 og lýkur skráningu þann 15. mars. Í umsóknareyðublaði, sem vongóðir umsækjendur fylla út um þátttöku í keppninni, eru tilgreind nokkur skilyrði sem stúlkurnar þurfa að uppfylla. Á meðal skilyrðanna er barnleysi og þá þurfa keppendur að vera á milli 18-28 gamlir. Eftirfarandi regla er einnig í gildi: „Umsækjandi þarf að vera læknisfræðilega staðfest sem kvenkyn af íslenskum lækni.“ Helena Hafsteinsdóttir vakti athygli á reglunni á Twitter-reikningi sínum í síðustu viku. Þá velti Helena því fyrir sér hvort transkonur mættu þá ekki taka þátt í keppninni.Mega transkonur semsagt ekki keppa í Miss Universe Iceland? pic.twitter.com/zAlCGxGv3B— Helena Hafsteins (@HelenaHaffa) March 2, 2018 Manuela Ósk Harðardóttir, stjórnandi fegurðarsamkeppnarinnar Miss Universe Iceland.Vísir/Stefán„Þú þarft að vera kona“Innt eftir því hvort skilyrðin útiloki þátttöku transkvenna í Miss Universe Iceland segir Manuela að þær transkonur, sem gengist hafa undir kynleiðréttingu, séu gjaldgengar í keppnina. „Þú þarft að vera kona. Það eru í raun skilyrðin. Þú mátt hafa gengist undir kynleiðréttingu, þú mátt vera fæddur karlmaður en þú verður að vera búin að fara í gegnum ferlið.“ Kynleiðrétting getur verið fjölþætt ferli. Teymi Landspítalans, sem sérhæfir sig í málefnum transfólks, skiptir kynleiðréttingarferlinu í þrjú skref: undirbúningsferli, hormónaferli og aðgerð á kynfærum. Ekki er þó skylda að fara í nokkurs konar aðgerðir eða taka inn hormón til að fá leiðréttingu á kyni sínu í þjóðskrá. Enn fremur getur fólk verið trans hvort sem það kýs að fara í kynleiðréttingarferli eða ekki. Í rannsókn frá árinu 2010, sem gerð var á vegum bandarísku samtakanna National Center for Transgender Equality, segir enn fremur að minnihluti transkvenna, eða 20 prósent, hafi gengist undir kynleiðréttingaraðgerð á kynfærum.Staðlaðar reglurÞá segir Manuela að um sé að ræða alþjóðlegar reglur Miss Universe-keppninnar. Íslenskir keppendur verði því að uppfylla skilyrði aðalkeppninnar svo þær fái að taka þátt úti. „Þetta er staðlað form frá Miss Universe Organization, sem er náttúrulega alþjóðlegt. Þetta er ekkert endilega samið fyrir Ísland heldur er þetta eitthvað sem við fáum sent að utan sem á við um allar þjóðir sem keppa í þessari keppni,“ segir Manuela. „Það er alltaf hægt að móðga einhvern og ef fólk vill taka þessu á þennan hátt þá er það ekkert sem ég eða neinn getur breytt. Þetta eru reglur sem Miss Universe Oranization setur og þó að ég myndi vilja bjóða hverjum sem er að taka þátt í keppninni hérna heima þá myndi það útiloka þátttöku erlendis og þá er náttúrulega enginn tilgangur með þessu.“Frá Miss Universe Iceland-keppninni árið 2016.Miss universe icelandReglurnar að breytastManuela nefnir einnig að reglurnar hafi rýmkað frá því sem einu sinni var. „Þetta var einu sinni þannig að þú máttir ekki hafa fæðst karlkyns,“ segir Manuela. Þá voru efri aldurstakmörk í keppnina nýlega hækkuð úr 25 ára í 28 ára. Aðrar þátttökutakmarkanir í Miss Universe Iceland, auk annarra fegurðarsamkeppna, hafa vakið nokkra athygli í gegnum tíðina. Auk vottorðs um „læknisfræðilegt kvenkyn“ mega þáttakendur ekki hafa átt börn eða gengið í hjónaband og segist Manuela vona að reglurnar haldi áfram að breytast.Hefur ekki fengið umsókn frá transkonuÞá segir Manuela að keppninni hafi enn ekki borist umsókn frá transkonu en Miss Universe Iceland í núverandi mynd var haldin í fyrsta skipti árið 2016. „Ég hef sjálf aldrei fengið umsókn frá transkonu í keppnina þannig að áhuginn hefur ekki verið til staðar enn sem komið er. Það hefur enginn sent mér neina fyrirspurn um þetta en vissulega er þetta þá eitthvað sem þarf að skoða,“ segir Manuela. „En eins og ég segi, reglurnar eru hægt og rólega að breytast og á endanum verða vonandi engar takmarkanir.“Alda Villiljós, formaður Trans-Íslands.Alda VilliljósÚrelt að einblína á kynfærinAlda Villiljós, formaður samtakanna Trans Ísland, segir í samtali við Vísi að þátttökuskilyrðin er varða líffræðilegt kyn umsækjenda endurspegli úrelt viðhorf til transfólks. Hán segir auk þess erfitt að ákvarða hvar mörkin liggi, hvenær einstaklingur í kynleiðréttingarferli verði „kona“ eða „karl“. „Læknisfræðilega staðfest sem kvenkyns? Hvenær í ferlinu kemur það mögulega fram? Er það þegar þú framleiðir meira estrógen heldur en testósterón? Er það þegar þú ferð í kynfæraaðgerð? Hvar er sú lína? Eða er það kannski aldrei?“ spyr Alda. Alda segir því áhersluna sem lögð er á kynleiðréttingu transfólks, hina eiginlegu kynleiðréttingaraðgerð og læknisfræðilega hluta ferlisins almennt, úrelta og þátttökureglur í Miss Universe Iceland í samræmi við það. „Hún er í rauninni orðin mjög úrelt þessi hugmynd um að allar konur verði að vera með píku og allir karlar verði að vera með typpi. Þetta er eitthvað sem unga kynslóðin núna er að læra, að það er ekki hægt að skipta þessu öllu milli tveggja kynja.“
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Opið fyrir skráningar í Miss Universe Iceland Fegurðarsamkeppnin Miss Universe mun fara fram í þriðja sinn hér á landi í haust. 5. mars 2018 08:00 Arna Ýr Jónsdóttir krýnd Miss Universe Iceland Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. 25. september 2017 23:25 Segir að keppendum finnist skemmtilegt að koma fram á sundfötum „Ég vil ekki heyra minnst á megrunarkúra eða einhvers konar kröfur um ákveðið útlit,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland sem fer fram á mánudag. 21. september 2017 14:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Opið fyrir skráningar í Miss Universe Iceland Fegurðarsamkeppnin Miss Universe mun fara fram í þriðja sinn hér á landi í haust. 5. mars 2018 08:00
Arna Ýr Jónsdóttir krýnd Miss Universe Iceland Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. 25. september 2017 23:25
Segir að keppendum finnist skemmtilegt að koma fram á sundfötum „Ég vil ekki heyra minnst á megrunarkúra eða einhvers konar kröfur um ákveðið útlit,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland sem fer fram á mánudag. 21. september 2017 14:00