Nítján ára Bliki hafði góð tök á bestu fótboltakonu heims Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. mars 2018 08:30 Mynd sem er lýsandi fyrir leikinn en íslensku stelpurnar börðust um hvern einasta bolta. vísir/getty Ísland og Evrópumeistarar Hollands skildu markalaus í lokaleik riðlakeppni Algarve-mótsins í Portúgal í gær. Landsliðsþjálfarinn segir að það megi taka margt jákvætt úr mótinu. Fyrir leik voru Hollendingar taldir sigurstranglegra liðið en liðið varð Evrópumeistari á heimavelli síðasta sumar. Þær appelsínugulu pressuðu þungt á íslensku vörnina og reyndu hvað þær gátu til að skora. Að stærstum hluta mistókst þeim að skapa sér hættuleg færi. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í fyrri hálfleik og þegar tuttugu mínútur lifðu leiks áttu Hollendingar skot í stöng. Að öðru leyti hélt íslenska vörnin vel og stóðst áhlaup meistaranna.Góð frammistaða Besta færi Íslands átti Agla María Albertsdóttir þegar hún komst í gegn eftir um korters leik en markvörður Hollendinga varði vel frá henni. „Þetta var góð frammistaða og við náðum að æfa okkur vel í því sem við ætluðum að æfa okkur í. Við vorum að spila gegn Evrópumeisturunum og okkur tókst að halda þeim frá markinu og halda hreinu. Svo þetta voru góð úrslit,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari. Íslenska liðið endaði í þriðja sæti C-riðils mótsins með tvö stig eftir tvö markalaus jafntefli gegn liðunum tveimur sem léku til úrslita á EM í fyrra. Á föstudag tapaði liðið hins vegar 2-1 gegn Japan. Danir enduðu neðstir í riðlinum með eitt stig, Japan var í öðru sæti með sex og Hollendingar efstir með sjö stig. Hollenska liðið hafði skorað níu mörk í fyrri leikjunum tveimur. „Vörnin er klárlega hið jákvæða og besta við mótið. Við fengum síðan okkar tækifæri til að skora en nýttum þau ekki. Heilt yfir eru þetta samt mjög öflug úrslit,“ segir Freyr. Hann bætir því við að bæði í leikjum og á æfingasvæðinu hafi mikil og góð vinna verið unnin sem hópurinn taki helling með sér úr.Selma frábær Hin nítján ára Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð. Hún fékk það erfiða verkefni að hafa hemil á Lieke Mertens en sú hollenska var útnefnd besti leikmaður heims í októbermánuði síðastliðnum. Fyrir mótið hafði Selma leikið einn A-landsleik. „Selma var frábær í dag og allt mótið. Með dyggri aðstoð miðvarða og annarra leikmanna hélt hún vel aftur af henni,“ segir Freyr. Mótið hafi nýst gífurlega vel til að móta óreyndari leikmenn. „Það hefur gengið hægt og rólega en þó undir talsverðri pressu.“ Lokaleikur Íslands á mótinu er næstkomandi miðvikudag. Niðurstöður úr öðrum riðlum mótsins þýða að Ísland mun mæta Danmörku öðru sinni á mótinu en liðin munu leika um 9. sæti mótsins. Landsliðsþjálfarinn verður ekki á hliðarlínunni í þeim leik þar sem hann er á leið á UEFA Pro þjálfaranámskeið. Það fer auðvitað fram í Danmörku. „Mínir dyggu aðstoðarmenn munu halda uppi aga fram að leik og stýra liðinu í leiknum. Þetta eru miklir atvinnumenn, bæði leikmenn og starfsfólk,“ segir Freyr að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Ísland og Evrópumeistarar Hollands skildu markalaus í lokaleik riðlakeppni Algarve-mótsins í Portúgal í gær. Landsliðsþjálfarinn segir að það megi taka margt jákvætt úr mótinu. Fyrir leik voru Hollendingar taldir sigurstranglegra liðið en liðið varð Evrópumeistari á heimavelli síðasta sumar. Þær appelsínugulu pressuðu þungt á íslensku vörnina og reyndu hvað þær gátu til að skora. Að stærstum hluta mistókst þeim að skapa sér hættuleg færi. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í fyrri hálfleik og þegar tuttugu mínútur lifðu leiks áttu Hollendingar skot í stöng. Að öðru leyti hélt íslenska vörnin vel og stóðst áhlaup meistaranna.Góð frammistaða Besta færi Íslands átti Agla María Albertsdóttir þegar hún komst í gegn eftir um korters leik en markvörður Hollendinga varði vel frá henni. „Þetta var góð frammistaða og við náðum að æfa okkur vel í því sem við ætluðum að æfa okkur í. Við vorum að spila gegn Evrópumeisturunum og okkur tókst að halda þeim frá markinu og halda hreinu. Svo þetta voru góð úrslit,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari. Íslenska liðið endaði í þriðja sæti C-riðils mótsins með tvö stig eftir tvö markalaus jafntefli gegn liðunum tveimur sem léku til úrslita á EM í fyrra. Á föstudag tapaði liðið hins vegar 2-1 gegn Japan. Danir enduðu neðstir í riðlinum með eitt stig, Japan var í öðru sæti með sex og Hollendingar efstir með sjö stig. Hollenska liðið hafði skorað níu mörk í fyrri leikjunum tveimur. „Vörnin er klárlega hið jákvæða og besta við mótið. Við fengum síðan okkar tækifæri til að skora en nýttum þau ekki. Heilt yfir eru þetta samt mjög öflug úrslit,“ segir Freyr. Hann bætir því við að bæði í leikjum og á æfingasvæðinu hafi mikil og góð vinna verið unnin sem hópurinn taki helling með sér úr.Selma frábær Hin nítján ára Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð. Hún fékk það erfiða verkefni að hafa hemil á Lieke Mertens en sú hollenska var útnefnd besti leikmaður heims í októbermánuði síðastliðnum. Fyrir mótið hafði Selma leikið einn A-landsleik. „Selma var frábær í dag og allt mótið. Með dyggri aðstoð miðvarða og annarra leikmanna hélt hún vel aftur af henni,“ segir Freyr. Mótið hafi nýst gífurlega vel til að móta óreyndari leikmenn. „Það hefur gengið hægt og rólega en þó undir talsverðri pressu.“ Lokaleikur Íslands á mótinu er næstkomandi miðvikudag. Niðurstöður úr öðrum riðlum mótsins þýða að Ísland mun mæta Danmörku öðru sinni á mótinu en liðin munu leika um 9. sæti mótsins. Landsliðsþjálfarinn verður ekki á hliðarlínunni í þeim leik þar sem hann er á leið á UEFA Pro þjálfaranámskeið. Það fer auðvitað fram í Danmörku. „Mínir dyggu aðstoðarmenn munu halda uppi aga fram að leik og stýra liðinu í leiknum. Þetta eru miklir atvinnumenn, bæði leikmenn og starfsfólk,“ segir Freyr að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira