Borðaði 20 kartöflur í einu 3. mars 2018 11:00 Grímu langar ekki að verða fræg. Fréttablaðið/Eyþór Árnason Hin þrettán ára Gríma Valsdóttir sló rækilega í gegn í kvikmyndinni Svaninum og var nýlega tilnefnd til Edduverðlauna sem leikkona í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína. Gríma, hvernig leið þér í tökunum á Svaninum? Mér leið vel. Það tók um það bil einn mánuð að taka myndina upp. Það var svolítið erfitt en samt mjög skemmtilegt. Hvað fékkstu að borða? Við tókum upp nokkrar matarsenur og við fengum alvöru mat að borða. Ég þurfti til dæmis að borða kartöflu tuttugu sinnum í röð í einu atriðinu. Voru vinnudagarnir langir? Stundum. Suma dagana þurfti ég að vinna fram á kvöld en aðra daga bara til kannski fimm. Hafðir þú leikið áður? Áður en ég lék í Svaninum lék ég í nokkrum leikritum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, til dæmis í Línu Langsokk og Óvitum. Ég hafði líka leikið í Sjónvarpinu, til dæmis í Jólaþætti í Stundinni okkar og í Prins Póló auglýsingu. Eru einhver leikverkefni fram undan? Ég lék síðast í Bláa hnettinum í Borgarleikhúsinu sem hætti nýlega í sýningu og um leið og það kemur nýtt tækifæri í leikhúsunum langar mig að fara í prufu. Hvernig er að verða orðin fræg? Mér líður ekki eins og ég sé fræg. Mig langar ekki til að vera fræg, ég held að það sé ekki gott. Hvaða námsgrein í skólanum finnst þér skemmtilegust? Ég er mikill dundari og þess vegna finnst mér gaman í smíði og svo er smíðakennarinn minn líka frábær. Hvaða tónlistarmaður/kona er í uppáhaldi? Rihanna og Beyoncé. Ég fór á tónleika með Beyoncé í London og það var mjög gaman. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar að fara í leiklistarnám og verða leikkona. Birtist í Fréttablaðinu Eddan Krakkar Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Hin þrettán ára Gríma Valsdóttir sló rækilega í gegn í kvikmyndinni Svaninum og var nýlega tilnefnd til Edduverðlauna sem leikkona í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína. Gríma, hvernig leið þér í tökunum á Svaninum? Mér leið vel. Það tók um það bil einn mánuð að taka myndina upp. Það var svolítið erfitt en samt mjög skemmtilegt. Hvað fékkstu að borða? Við tókum upp nokkrar matarsenur og við fengum alvöru mat að borða. Ég þurfti til dæmis að borða kartöflu tuttugu sinnum í röð í einu atriðinu. Voru vinnudagarnir langir? Stundum. Suma dagana þurfti ég að vinna fram á kvöld en aðra daga bara til kannski fimm. Hafðir þú leikið áður? Áður en ég lék í Svaninum lék ég í nokkrum leikritum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, til dæmis í Línu Langsokk og Óvitum. Ég hafði líka leikið í Sjónvarpinu, til dæmis í Jólaþætti í Stundinni okkar og í Prins Póló auglýsingu. Eru einhver leikverkefni fram undan? Ég lék síðast í Bláa hnettinum í Borgarleikhúsinu sem hætti nýlega í sýningu og um leið og það kemur nýtt tækifæri í leikhúsunum langar mig að fara í prufu. Hvernig er að verða orðin fræg? Mér líður ekki eins og ég sé fræg. Mig langar ekki til að vera fræg, ég held að það sé ekki gott. Hvaða námsgrein í skólanum finnst þér skemmtilegust? Ég er mikill dundari og þess vegna finnst mér gaman í smíði og svo er smíðakennarinn minn líka frábær. Hvaða tónlistarmaður/kona er í uppáhaldi? Rihanna og Beyoncé. Ég fór á tónleika með Beyoncé í London og það var mjög gaman. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar að fara í leiklistarnám og verða leikkona.
Birtist í Fréttablaðinu Eddan Krakkar Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira