Segir meiri umferð af íbúabyggð en spítala Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. mars 2018 09:00 Uppbygging Landspítala við Hringbraut er í fullum gangi en enn er deilt um staðsetninguna. Vísir/Anton Brink „Það eru mjög eðlileg fyrstu viðbrögð að hafa efasemdir um staðsetninguna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri aðspurður um niðurstöður könnunar um afstöðu borgarbúa til staðsetningar nýs Landspítala sem birtar voru í Fréttablaðinu í gær. Niðurstöðurnar sýna að 47 prósent þeirra sem taka afstöðu telja spítalann ekki eiga að rísa á núverandi stað við Hringbraut.„Það var líka reynslan í umfjöllun borgarstjórnar á sínum tíma en eftir að hafa farið ítarlega yfir öll sjónarmið og gögn í málinu, þá var líka merkilegt að það varð þverpólitísk samstaða í borgarstjórninni um að þessi staðsetning væri rétt,“ segir Dagur og vísar til samstöðu á síðasta kjörtímabili er þessi hluti skipulags fyrir viðbótina var kláraður. „Það var ekki allt óumdeilt í því deiliskipulagi en það varð þverpólitísk sátt um staðsetninguna, þó svo hafi ekki verið í upphafi umræðunnar,“ segir Dagur. „Í fyrsta lagi þá er nauðsynlegt að velja framtíðarstaðsetningu fyrir spítalann og fara í staðarvalsgreiningu sem fyrst um framtíðaruppbyggingu Landspítalans,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eyþór segir staðsetningu spítalans í dag hafa ákveðna galla, bæði hvað varðar rými og samgöngur. Hún hafi upphaflega verið í útjaðri er borgin var miklu minni en í dag. „Til framtíðar eigum við að stefna á að bæði stofnanir og fyrirtæki séu líka austarlega í borginni. Það er betri og heilbrigðari þróun sem léttir á samgöngukerfinu og styttir ferðatíma fyrir okkur,“ segir Eyþór. Aðspurður segir Eyþór mikilvægt að tefja ekki framkvæmdir sem þegar séu á framkvæmdastigi. „En umferðarlega er spítalinn á röngum stað og þess vegna er mikilvægt að staðarvalið fari fram, þannig að spítalinn sjálfur og aðrir geti hugað að uppbyggingunni á nýjum stað,“ segir Eyþór. „Þessi staðarvalsgreining þarf ekki að taka mjög langan tíma en þarf að vera gerð faglega og þá sjá menn uppbygginguna til framtíðar.“Dagur segir raunveruleikann um samgöngurnar í rauninni allt annan en halda mætti af umræðunni. „Vaktaskipti á spítalanum eru utan háannatíma í umferðinni til dæmis á morgnana, inniliggjandi sjúklingar ferðast lítið á milli staða og gestakomur dreifast á allan daginn. Umferðarröskun er því ekki eins mikil eins og halda mætti af umræðunni,“ segir Dagur og bætir við: Þegar farið var yfir þetta þá var líka skoðað hver áhrifin yrðu af því að hafa aðra atvinnustarfsemi eða íbúabyggð á svæðinu ef spítalinn færi annað. Og í ljós kom að undantekningarlaust hefði önnur uppbygging skapað meiri umferð á svæðinu en uppbygging spítalans mun hafa í för með sér. Það myndi auðvitað hafa mjög miklar afleiðingar fyrir verkefnið og ég held að þeir, sem er alvara um verkefnið, hljóti að nálgast alla slíka umræðu af ábyrgð,“ segir Dagur inntur eftir því hvort raunhæft sé að breyta staðsetningunni. „En þetta er stór ákvörðun og gildir til langs tíma og eðlilegt að menn hafi efasemdir í fyrstu. En þeirri umfjöllun borgarstjórnar lauk með því að allir voru sammála um að staðsetningin styddist við mjög traust rök og ítarlega skoðun.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Eyþór Arnalds oddviti framboðslista Sjálfstæðismanna kallar eftir greiningu á staðarvali fyrir Landspítalann.Vísir/Anton Brink Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
„Það eru mjög eðlileg fyrstu viðbrögð að hafa efasemdir um staðsetninguna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri aðspurður um niðurstöður könnunar um afstöðu borgarbúa til staðsetningar nýs Landspítala sem birtar voru í Fréttablaðinu í gær. Niðurstöðurnar sýna að 47 prósent þeirra sem taka afstöðu telja spítalann ekki eiga að rísa á núverandi stað við Hringbraut.„Það var líka reynslan í umfjöllun borgarstjórnar á sínum tíma en eftir að hafa farið ítarlega yfir öll sjónarmið og gögn í málinu, þá var líka merkilegt að það varð þverpólitísk samstaða í borgarstjórninni um að þessi staðsetning væri rétt,“ segir Dagur og vísar til samstöðu á síðasta kjörtímabili er þessi hluti skipulags fyrir viðbótina var kláraður. „Það var ekki allt óumdeilt í því deiliskipulagi en það varð þverpólitísk sátt um staðsetninguna, þó svo hafi ekki verið í upphafi umræðunnar,“ segir Dagur. „Í fyrsta lagi þá er nauðsynlegt að velja framtíðarstaðsetningu fyrir spítalann og fara í staðarvalsgreiningu sem fyrst um framtíðaruppbyggingu Landspítalans,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eyþór segir staðsetningu spítalans í dag hafa ákveðna galla, bæði hvað varðar rými og samgöngur. Hún hafi upphaflega verið í útjaðri er borgin var miklu minni en í dag. „Til framtíðar eigum við að stefna á að bæði stofnanir og fyrirtæki séu líka austarlega í borginni. Það er betri og heilbrigðari þróun sem léttir á samgöngukerfinu og styttir ferðatíma fyrir okkur,“ segir Eyþór. Aðspurður segir Eyþór mikilvægt að tefja ekki framkvæmdir sem þegar séu á framkvæmdastigi. „En umferðarlega er spítalinn á röngum stað og þess vegna er mikilvægt að staðarvalið fari fram, þannig að spítalinn sjálfur og aðrir geti hugað að uppbyggingunni á nýjum stað,“ segir Eyþór. „Þessi staðarvalsgreining þarf ekki að taka mjög langan tíma en þarf að vera gerð faglega og þá sjá menn uppbygginguna til framtíðar.“Dagur segir raunveruleikann um samgöngurnar í rauninni allt annan en halda mætti af umræðunni. „Vaktaskipti á spítalanum eru utan háannatíma í umferðinni til dæmis á morgnana, inniliggjandi sjúklingar ferðast lítið á milli staða og gestakomur dreifast á allan daginn. Umferðarröskun er því ekki eins mikil eins og halda mætti af umræðunni,“ segir Dagur og bætir við: Þegar farið var yfir þetta þá var líka skoðað hver áhrifin yrðu af því að hafa aðra atvinnustarfsemi eða íbúabyggð á svæðinu ef spítalinn færi annað. Og í ljós kom að undantekningarlaust hefði önnur uppbygging skapað meiri umferð á svæðinu en uppbygging spítalans mun hafa í för með sér. Það myndi auðvitað hafa mjög miklar afleiðingar fyrir verkefnið og ég held að þeir, sem er alvara um verkefnið, hljóti að nálgast alla slíka umræðu af ábyrgð,“ segir Dagur inntur eftir því hvort raunhæft sé að breyta staðsetningunni. „En þetta er stór ákvörðun og gildir til langs tíma og eðlilegt að menn hafi efasemdir í fyrstu. En þeirri umfjöllun borgarstjórnar lauk með því að allir voru sammála um að staðsetningin styddist við mjög traust rök og ítarlega skoðun.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Eyþór Arnalds oddviti framboðslista Sjálfstæðismanna kallar eftir greiningu á staðarvali fyrir Landspítalann.Vísir/Anton Brink
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira