VAR gæti ráðið örlögum íslensku strákanna á HM í sumar: „Er bara eins og lítið barn ennþá“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 13:30 Frá leik Íslands og Frakklands á EM 2016. Vísir/Getty Myndbandadómararnir hafa komið með látum inn í alþjóðlega fótboltann í vetur og boðið upp á umdeilda dóma og skrýtnar ákvarðanir sem hafa oft ruglað áhorfendur, leikmenn og þjálfara í ríminu. Fyrir vikið hefur komið upp hávær umræða um hvort að það sé eitthvað vit í því að vera nota myndbandadómara nú þegar þeir gera hver mistökin á fætur öðrum. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, mun þó ekki láta þessa byrjunarerfiðleika stoppa sig í því að innleiða myndbandadómarakerfið strax á heimsmeistaramótinu í ár. Framundan er HM í Rússlandi í sumar og þar verða myndbandadómarar. VAR kerfið var kynnt fyrir þátttakendunum frá þjóðunum 32 í sérstakri HM-vinnustofu sem fór fram í Sotsjí í vikunni. Með því er ljóst að það er aðeins formsatriði að staðfesta veru VAR á HM 2018. Meðal gesta á vinnustofunni var Heimir Hallgrímsson sem gæti lent í því í sumar að myndbandadómari verði örlagavaldur íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi.Premier League clubs are not expected to introduce VAR next season, even if football's lawmakers approve them on Saturday. Full story: https://t.co/4h2Kjq2wfhpic.twitter.com/b8XLot3ez1 — BBC Sport (@BBCSport) March 2, 2018 Það er búist við því að FIFA gefi það formlega út á morgun laugardag eftir fund IFAB sem er nefndin sem ræður leikreglum fótboltans. Fulltrúar ensku úrvalsdeildarinnar hafa meiri áhyggjur en margir aðrir enda hefur tilraunin í ensku bikarkeppninni ekki gengið vel. Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins og fyrrum starfsmaður Manchester United, segir að myndbandakerfið sé táknmynd þess að heimurinn er að þróast og breytast. Tæknin er nú allstaðar og líka í fótobltanum. „Það er augljóst að fótboltinn getur ekki farið inn í framtíðina með lokuð augun fyrir tækninýjungum og því sem er í gangi í kringum okkur,“ sagði Carlos Queiroz í viðtali við Dagbladet. „VAR er bara eins og lítið barn ennþá en fótboltinn er búinn að vera til í meira en hundrað ár. VAR fæddist fyrir fimm árum. Þetta mun líta miklu betur út eftir tíu eða fimmtán ár,“ sagði Queiroz og bendir á hvernig myndbandatæknin hefur verið notuð í tennis. Mesta gagnrýnin á VAR hefur verið í kringum upplýsingaflæðið og útskýringarnar og auðvitað þarf líka að stytta tímann sem það tekur að fara yfir ákveðin atriði. Það má búast við því að FIFA kynni kerfið betur í aðdraganda HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Myndbandadómararnir hafa komið með látum inn í alþjóðlega fótboltann í vetur og boðið upp á umdeilda dóma og skrýtnar ákvarðanir sem hafa oft ruglað áhorfendur, leikmenn og þjálfara í ríminu. Fyrir vikið hefur komið upp hávær umræða um hvort að það sé eitthvað vit í því að vera nota myndbandadómara nú þegar þeir gera hver mistökin á fætur öðrum. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, mun þó ekki láta þessa byrjunarerfiðleika stoppa sig í því að innleiða myndbandadómarakerfið strax á heimsmeistaramótinu í ár. Framundan er HM í Rússlandi í sumar og þar verða myndbandadómarar. VAR kerfið var kynnt fyrir þátttakendunum frá þjóðunum 32 í sérstakri HM-vinnustofu sem fór fram í Sotsjí í vikunni. Með því er ljóst að það er aðeins formsatriði að staðfesta veru VAR á HM 2018. Meðal gesta á vinnustofunni var Heimir Hallgrímsson sem gæti lent í því í sumar að myndbandadómari verði örlagavaldur íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi.Premier League clubs are not expected to introduce VAR next season, even if football's lawmakers approve them on Saturday. Full story: https://t.co/4h2Kjq2wfhpic.twitter.com/b8XLot3ez1 — BBC Sport (@BBCSport) March 2, 2018 Það er búist við því að FIFA gefi það formlega út á morgun laugardag eftir fund IFAB sem er nefndin sem ræður leikreglum fótboltans. Fulltrúar ensku úrvalsdeildarinnar hafa meiri áhyggjur en margir aðrir enda hefur tilraunin í ensku bikarkeppninni ekki gengið vel. Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins og fyrrum starfsmaður Manchester United, segir að myndbandakerfið sé táknmynd þess að heimurinn er að þróast og breytast. Tæknin er nú allstaðar og líka í fótobltanum. „Það er augljóst að fótboltinn getur ekki farið inn í framtíðina með lokuð augun fyrir tækninýjungum og því sem er í gangi í kringum okkur,“ sagði Carlos Queiroz í viðtali við Dagbladet. „VAR er bara eins og lítið barn ennþá en fótboltinn er búinn að vera til í meira en hundrað ár. VAR fæddist fyrir fimm árum. Þetta mun líta miklu betur út eftir tíu eða fimmtán ár,“ sagði Queiroz og bendir á hvernig myndbandatæknin hefur verið notuð í tennis. Mesta gagnrýnin á VAR hefur verið í kringum upplýsingaflæðið og útskýringarnar og auðvitað þarf líka að stytta tímann sem það tekur að fara yfir ákveðin atriði. Það má búast við því að FIFA kynni kerfið betur í aðdraganda HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira