Hagfræðidoktor meðal verkamanna á Húsavík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. mars 2018 06:00 Talsvert er síðan hráefni til framleiðslu tók að berast á Bakka VÍSIR/JÓHANN K. JÓHANNSSON Kísilverksmiðja PCC á Bakka hefur enn ekki verið gangsett. „Við erum að vona að þetta verði um miðjan mars. Þessi síðustu handtök hafa bara tekið tíma,“ segir Hafþór Viktorsson, framkvæmdastjóri PCC, aðspurður um gangsetningu verksmiðjunnar. Yfir 100 starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa hjá PCC. Helmingur þeirra var ráðinn úr Norðurþingi og nærsveitum; um 35 prósent annars staðar að af landinu en um 15 pró- sent frá útlöndum. „Allir iðnaðarmennirnir okkar eru ráðnir frá Póllandi. Það fást ekki iðnaðarmenn á landinu,“ segir Hafsteinn. Þrátt fyrir að allt starfsliðið sem ráðið var beint að utan komi frá Póllandi er starfslið PCC á Bakka af 15 þjóðernum. „Málfræðingurinn okkar er frá Kasakstan og er doktor,“ segir Hafsteinn og lætur þess getið að innkaupastjórinn sé frá Finnlandi og annar tveggja bókara frá Lettlandi. Þá sé fyrirtækið með starfsmenn frá Portúgal, Noregi, Finnlandi, Filippseyjum og fleiri löndum. Menntunarstigið hjá fyrirtækinu er einnig fjölbreytt.Enginn sérsamningur Um þrjátíu manns eru með háskólagráðu og 18 með iðnmenntun og þrátt fyrir að rúmlega helmingur starfsmanna sé framleiðslustarfsmenn, það er almennir verkamenn, er menntunarstig þeirra fjölbreytt einnig. „Í verkamannahópnum hjá okkur er einn doktor í hagfræði. Hann er frá Brasilíu,“ segir Hafsteinn og bætir því við að í verkamannahópnum sé einnig hjúkrunarfræðingur frá Filippseyjum og einn starfsmannanna sé með meistarapróf í enskum bókmenntum og annar með meistarapróf í efnafræði. Verkafólki hjá PCC verða greidd laun eftir kjarasamningi Framsýnar. „Við erum ekki með neinn sérsamning við Framsýn, heldur förum eftir grunnsamningi þeirra,“ segir Laufey Sigurðardóttir, starfsmannastjóri PCC á Bakka.Framsýn leggur hins vegar áherslu á að fyrirtækið geri sérstakan samning við verkalýðsfélagið enda um mjög sérhæfð störf að ræða. „Viðræður þess efnis eru í gangi um þessar mundir og óvíst er um niðurstöðuna úr þeim viðræðum. Aðilar funduðu síðast í síðustu viku,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar. Skortur á húsnæði hefur verið á Húsavík og nýir starfsmenn PCC hafa ekki farið varhluta af því. „Við erum búin að afhenda 5 af 22 íbúðum sem eru í byggingu hjá PCC Seeview Residence og það er biðlisti þar,“ segir Laufey. Aðspurð segir Laufey að hluti starfsfólksins sé í húsnæðisvanda en PCC hafi hlaupið undir bagga og tekið á leigu skammtímahúsnæði fyrir þá sem eru í vandræðum. „Það er auðveldara á þessum árstíma þegar Airbnb-útleiga er ekki í fullum gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Kísilverksmiðja PCC á Bakka hefur enn ekki verið gangsett. „Við erum að vona að þetta verði um miðjan mars. Þessi síðustu handtök hafa bara tekið tíma,“ segir Hafþór Viktorsson, framkvæmdastjóri PCC, aðspurður um gangsetningu verksmiðjunnar. Yfir 100 starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa hjá PCC. Helmingur þeirra var ráðinn úr Norðurþingi og nærsveitum; um 35 prósent annars staðar að af landinu en um 15 pró- sent frá útlöndum. „Allir iðnaðarmennirnir okkar eru ráðnir frá Póllandi. Það fást ekki iðnaðarmenn á landinu,“ segir Hafsteinn. Þrátt fyrir að allt starfsliðið sem ráðið var beint að utan komi frá Póllandi er starfslið PCC á Bakka af 15 þjóðernum. „Málfræðingurinn okkar er frá Kasakstan og er doktor,“ segir Hafsteinn og lætur þess getið að innkaupastjórinn sé frá Finnlandi og annar tveggja bókara frá Lettlandi. Þá sé fyrirtækið með starfsmenn frá Portúgal, Noregi, Finnlandi, Filippseyjum og fleiri löndum. Menntunarstigið hjá fyrirtækinu er einnig fjölbreytt.Enginn sérsamningur Um þrjátíu manns eru með háskólagráðu og 18 með iðnmenntun og þrátt fyrir að rúmlega helmingur starfsmanna sé framleiðslustarfsmenn, það er almennir verkamenn, er menntunarstig þeirra fjölbreytt einnig. „Í verkamannahópnum hjá okkur er einn doktor í hagfræði. Hann er frá Brasilíu,“ segir Hafsteinn og bætir því við að í verkamannahópnum sé einnig hjúkrunarfræðingur frá Filippseyjum og einn starfsmannanna sé með meistarapróf í enskum bókmenntum og annar með meistarapróf í efnafræði. Verkafólki hjá PCC verða greidd laun eftir kjarasamningi Framsýnar. „Við erum ekki með neinn sérsamning við Framsýn, heldur förum eftir grunnsamningi þeirra,“ segir Laufey Sigurðardóttir, starfsmannastjóri PCC á Bakka.Framsýn leggur hins vegar áherslu á að fyrirtækið geri sérstakan samning við verkalýðsfélagið enda um mjög sérhæfð störf að ræða. „Viðræður þess efnis eru í gangi um þessar mundir og óvíst er um niðurstöðuna úr þeim viðræðum. Aðilar funduðu síðast í síðustu viku,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar. Skortur á húsnæði hefur verið á Húsavík og nýir starfsmenn PCC hafa ekki farið varhluta af því. „Við erum búin að afhenda 5 af 22 íbúðum sem eru í byggingu hjá PCC Seeview Residence og það er biðlisti þar,“ segir Laufey. Aðspurð segir Laufey að hluti starfsfólksins sé í húsnæðisvanda en PCC hafi hlaupið undir bagga og tekið á leigu skammtímahúsnæði fyrir þá sem eru í vandræðum. „Það er auðveldara á þessum árstíma þegar Airbnb-útleiga er ekki í fullum gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira