Bill Gates segir rafmyntir verða fólki að bana Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2018 13:51 Bill Gates. Vísir/AFP Bill Gates, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft, segir rafmyntir á borð við Bitcoin leiða „nokkuð beint“ til dauðsfalla. BBC greinir frá. Gates viðraði þessa skoðun sína í svokölluðum „Ask Me Anything“-þræði á vefsíðunni Reddit þar sem þekktir einstaklingar sitja oft fyrir svörum. Þar gagnrýndi hann „nafnleyndina“ sem eitt aðaleinkenni rafmynta og sagði hana leiða til þess að gjaldmiðillinn væri notaður til að fjármagna hryðjuverkahópa og aðra ólöglega starfsemi. Þá sagði hann kaup á hættulegum eiturlyfjum vera ástæðu þess að rafmyntir yrðu fólki að bana. „Á þessum tímapunkti er verið að nota rafmyntir til að kaupa fentanýl og önnur eiturlyf, þannig að þetta er óvenjuleg tækni sem hefur leitt nokkuð beint til dauðsfalla,“ sagði Gates í einu svari á efnum. Notendur á Reddit brugðust sumir ókvæða við og sögðu Gates ekki nógu vel að sér í málefnum er varða viðskipti með rafmyntir. Rafmyntir á borð við Bitcoin hafa verið mikið milli tannanna á fólki undanfarin misseri eftir hraðan vöxt þeirra á markaði. Erlendir aðilar hafa nú til að mynda horft í auknum mæli til Íslands til að grafa eftir Bitcoin-myntum. Rafmyntir Tengdar fréttir Kjarnorkuvísindamenn handteknir vegna Bitcoin-graftar Eru þeir grunaðir um að hafa notað ofurtölvur til þess að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. 9. febrúar 2018 13:31 Öryggisvörður talinn hafa aðstoðað við innbrot í gagnaver Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er grunaður um að hafa aðstoðað innbrotsþjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver. 21. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Bill Gates, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft, segir rafmyntir á borð við Bitcoin leiða „nokkuð beint“ til dauðsfalla. BBC greinir frá. Gates viðraði þessa skoðun sína í svokölluðum „Ask Me Anything“-þræði á vefsíðunni Reddit þar sem þekktir einstaklingar sitja oft fyrir svörum. Þar gagnrýndi hann „nafnleyndina“ sem eitt aðaleinkenni rafmynta og sagði hana leiða til þess að gjaldmiðillinn væri notaður til að fjármagna hryðjuverkahópa og aðra ólöglega starfsemi. Þá sagði hann kaup á hættulegum eiturlyfjum vera ástæðu þess að rafmyntir yrðu fólki að bana. „Á þessum tímapunkti er verið að nota rafmyntir til að kaupa fentanýl og önnur eiturlyf, þannig að þetta er óvenjuleg tækni sem hefur leitt nokkuð beint til dauðsfalla,“ sagði Gates í einu svari á efnum. Notendur á Reddit brugðust sumir ókvæða við og sögðu Gates ekki nógu vel að sér í málefnum er varða viðskipti með rafmyntir. Rafmyntir á borð við Bitcoin hafa verið mikið milli tannanna á fólki undanfarin misseri eftir hraðan vöxt þeirra á markaði. Erlendir aðilar hafa nú til að mynda horft í auknum mæli til Íslands til að grafa eftir Bitcoin-myntum.
Rafmyntir Tengdar fréttir Kjarnorkuvísindamenn handteknir vegna Bitcoin-graftar Eru þeir grunaðir um að hafa notað ofurtölvur til þess að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. 9. febrúar 2018 13:31 Öryggisvörður talinn hafa aðstoðað við innbrot í gagnaver Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er grunaður um að hafa aðstoðað innbrotsþjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver. 21. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Kjarnorkuvísindamenn handteknir vegna Bitcoin-graftar Eru þeir grunaðir um að hafa notað ofurtölvur til þess að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. 9. febrúar 2018 13:31
Öryggisvörður talinn hafa aðstoðað við innbrot í gagnaver Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er grunaður um að hafa aðstoðað innbrotsþjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver. 21. febrúar 2018 20:15