Óheft íbúðaleiga á Airbnb grefur undan ferðaþjónustunni Þórir Garðarsson skrifar 19. mars 2018 11:22 Til eru þeir sem halda að íbúðaleiga til ferðamanna gegnum Airbnb og ámóta leigumiðlanir hafi „bjargað“ ferðaþjónustunni. Annars hefði ekki fengist gisting fyrir alla þessa nýju ferðamenn. Þetta sýni dásemdir hins „litla og krúttlega“ deilihagkerfis. Þetta er alls ekki svo einfalt. Deilihagkerfið var kannski lítið og krúttlegt fyrir löngu. Þá mátti líkja því við strandveiðar. Núna er það frekar eins og togari sem landar framhjá vigt. Réttara er að tala um skuggahagkerfi. Ekkert mælir á móti útleigu íbúða til ferðamanna. En meðan hún er stunduð með jafn takmarkalausri „löndun framhjá vigt“ og raun ber vitni, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, þá er rangt gefið. Takmarkalaus og óheft íbúðaleiga til ferðamanna grefur undan ferðaþjónustunni. Leigusalar keppa við eða undirbjóða hótel og gistihús gegnum Airbnb og aðrar leigumiðlanir. Þeir reikna ekki raunkostnað af húsnæðinu og standa ekki skil á opinberum gjöldum nema að litlu leyti. Herbergjanýting hótela og gistihúsa lækkar vegna þessara undirboða og arðsemin versnar.Niðurgreidd gisting á kostnað sameiginlegra sjóða Einhver kann að halda að við fengjum ekki alla þessa ferðamenn ef ekki byðist íbúðagisting. Er það svo? Sleppum við því að ferðast ef við fáum ekki íbúðagistingu sem við ímyndum okkur að sé ódýr (en er það ekki alltaf)? Að sjálfsögðu ekki, ferðamenn laga sig einfaldlega að aðstæðum á hverjum stað. Íbúðagistingin gegnum Airbnb er á kostnað annarra en ferðamannanna. Hún er á kostnað þeirra sem fjárfesta í og reka hótel og gistihús. Hún fer fram á kostnað sveitarsjóða og ríkissjóðs. Leigusalarnir reikna sér ekki endilega eðlileg laun af vinnu sinni, vegna þess að þeir eru ekkert að skila staðgreiðsluskatti, tryggingagjaldi eða framlagi í lífeyrissjóð. Þessar „aukatekjur“ skapa þeim svigrúmið til að greiða háa þóknun til hinna erlendu leigumiðlana. Ýmsar rannsóknir sýna að á ákveðnum tímabilum sé 40-50% gistiframboðs á höfuðborgarsvæðinu íbúðaleiga í skuggahagkerfinu. Áhrifin birtast í verri herbergjanýtingu hótela. Það er ekki skortur á gistingu, heldur fer hún „undir radarinn.“ Ekkert réttlætir þessa takmarkalausu íbúðaleigu sem grefur undan löglegri starfsemi. Algjört lágmark er að þeir sem vilja leigja íbúðir sínar til ferðamanna búi við sömu reglur og skattskil og aðrir gististaðir.Sveitarfélögin bera mestu ábyrgðina Ábyrgðin á því að rétt sé staðið að þessum málum hvílir að miklu leyti á sveitarfélögunum. Sum þeirra hafa tekið á íbúðaleigunni af festu, ekki aðeins til að tryggja réttmætar tekjur í sveitarsjóði, heldur ekki síður til að stuðla að jafnræði mismunandi rekstrarforma sem bjóða sömu þjónustuna. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mest er um íbúðaleiguna, hefur þetta aðhald að mestu verið vanrækt. Afleiðingin er sú að sveitarfélögin missa af mikilvægum tekjum og grafa í leiðinni undan fyrirtækjum sem raunverulega skila þeim tekjum. Það er vægast sagt undarleg vanræksla.Höfundur er varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airbnb Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Til eru þeir sem halda að íbúðaleiga til ferðamanna gegnum Airbnb og ámóta leigumiðlanir hafi „bjargað“ ferðaþjónustunni. Annars hefði ekki fengist gisting fyrir alla þessa nýju ferðamenn. Þetta sýni dásemdir hins „litla og krúttlega“ deilihagkerfis. Þetta er alls ekki svo einfalt. Deilihagkerfið var kannski lítið og krúttlegt fyrir löngu. Þá mátti líkja því við strandveiðar. Núna er það frekar eins og togari sem landar framhjá vigt. Réttara er að tala um skuggahagkerfi. Ekkert mælir á móti útleigu íbúða til ferðamanna. En meðan hún er stunduð með jafn takmarkalausri „löndun framhjá vigt“ og raun ber vitni, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, þá er rangt gefið. Takmarkalaus og óheft íbúðaleiga til ferðamanna grefur undan ferðaþjónustunni. Leigusalar keppa við eða undirbjóða hótel og gistihús gegnum Airbnb og aðrar leigumiðlanir. Þeir reikna ekki raunkostnað af húsnæðinu og standa ekki skil á opinberum gjöldum nema að litlu leyti. Herbergjanýting hótela og gistihúsa lækkar vegna þessara undirboða og arðsemin versnar.Niðurgreidd gisting á kostnað sameiginlegra sjóða Einhver kann að halda að við fengjum ekki alla þessa ferðamenn ef ekki byðist íbúðagisting. Er það svo? Sleppum við því að ferðast ef við fáum ekki íbúðagistingu sem við ímyndum okkur að sé ódýr (en er það ekki alltaf)? Að sjálfsögðu ekki, ferðamenn laga sig einfaldlega að aðstæðum á hverjum stað. Íbúðagistingin gegnum Airbnb er á kostnað annarra en ferðamannanna. Hún er á kostnað þeirra sem fjárfesta í og reka hótel og gistihús. Hún fer fram á kostnað sveitarsjóða og ríkissjóðs. Leigusalarnir reikna sér ekki endilega eðlileg laun af vinnu sinni, vegna þess að þeir eru ekkert að skila staðgreiðsluskatti, tryggingagjaldi eða framlagi í lífeyrissjóð. Þessar „aukatekjur“ skapa þeim svigrúmið til að greiða háa þóknun til hinna erlendu leigumiðlana. Ýmsar rannsóknir sýna að á ákveðnum tímabilum sé 40-50% gistiframboðs á höfuðborgarsvæðinu íbúðaleiga í skuggahagkerfinu. Áhrifin birtast í verri herbergjanýtingu hótela. Það er ekki skortur á gistingu, heldur fer hún „undir radarinn.“ Ekkert réttlætir þessa takmarkalausu íbúðaleigu sem grefur undan löglegri starfsemi. Algjört lágmark er að þeir sem vilja leigja íbúðir sínar til ferðamanna búi við sömu reglur og skattskil og aðrir gististaðir.Sveitarfélögin bera mestu ábyrgðina Ábyrgðin á því að rétt sé staðið að þessum málum hvílir að miklu leyti á sveitarfélögunum. Sum þeirra hafa tekið á íbúðaleigunni af festu, ekki aðeins til að tryggja réttmætar tekjur í sveitarsjóði, heldur ekki síður til að stuðla að jafnræði mismunandi rekstrarforma sem bjóða sömu þjónustuna. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mest er um íbúðaleiguna, hefur þetta aðhald að mestu verið vanrækt. Afleiðingin er sú að sveitarfélögin missa af mikilvægum tekjum og grafa í leiðinni undan fyrirtækjum sem raunverulega skila þeim tekjum. Það er vægast sagt undarleg vanræksla.Höfundur er varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Gray Line.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun