„Hver er næstur?“ Trump grínast með óreiðu innan Hvíta hússins Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2018 13:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill losna við starfsmenn sem hafa haldið aftur af honum. Vísir/Getty Síðustu vikur hafa fjölmargir starfsmenn yfirgefið Hvíta húsið og eru starfsmenn sagðir veðja sín á milli um hver verði næstur. Sjálfur forsetinn, Donald Trump, grínast með ástandið en hann er sagður ætla sér að gera umtalsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni. Ríkisstjórn Trump hefur í raun sett met í starfsmannaveltu meðal háttsettra starfsmanna Hvíta hússins.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar fundaði forsetinn í gærmorgun með Mike Pence, varaforseta, og John Kelly, starfsmannastjóra, og ræddu þeir stöðuna í Hvíta húsinu.„Hver er næstur?“ sagði Trump í gríni. Þó nokkrir koma til greina. Fjölmiðlar ytra segja Trump hafa ákveðið að segja upp þjóðaröryggisráðgjafa sínum, H.R. McMaster. Hann hafi hins vegar ekki ákveðið tímasetningu né hver eigi að taka við honum. Trump hefur sömuleiðis hug á að segja Kelly upp og ráðherra málefna uppgjafahermanna, David Shulkin, stendur höllum fæti eftir að hafa brotið gegn siðareglum. AP ræddi við tíu embættismenn úr Hvíta húsinu sem vildu ekki koma fram undir nafni. Samkvæmt þeim ætlar Trump sér að gera umtalsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni og ráða fólk sem mun fylgja stefnumálum hans og hann getur átt í betri samskiptum við. Starfsmenn segja sumir að Hvíta húsið sé að breytast í hóp af klappstýrum. Í umfjöllun AP segir enn fremur að Trump hafi velt upp hugmyndum um breytingar við vini sína og hann telji stál og ál tolla auk ákvörðunar sinnar að hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa blásið nýju lífi í ríkisstjórn sína. Forsetinn vilji grípa til fleiri umfangsmikilla aðgerða og til þess þurfi hann að losa sig við starfsmenn sem haldi aftur af honum.Vopn í höndum DemókrataBlaðamenn Politico benda á að breytingar Trump munra Demókrötum á öldungadeild þingsins mögulegt að koma í veg fyrir að aðilar sem hann ráði komist í stöður sínar í ríkisstjórninni. Þar eru Repúblikanar einungis með eins manns meirihluta. Þar að auki hefur þingmaðurinn Rand Paul ekki reynst fylgja stefnumálum Trump og John McCain er fjarverandi vegna veikinda.Hins vegar eru tíu þingmenn Demókrataflokksins frá ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum og þeir eiga erfiðar kosningar í vændum í nóvember. Þeir gætu verið undir pressu til að styðja aðgerðir forsetans. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Síðustu vikur hafa fjölmargir starfsmenn yfirgefið Hvíta húsið og eru starfsmenn sagðir veðja sín á milli um hver verði næstur. Sjálfur forsetinn, Donald Trump, grínast með ástandið en hann er sagður ætla sér að gera umtalsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni. Ríkisstjórn Trump hefur í raun sett met í starfsmannaveltu meðal háttsettra starfsmanna Hvíta hússins.Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar fundaði forsetinn í gærmorgun með Mike Pence, varaforseta, og John Kelly, starfsmannastjóra, og ræddu þeir stöðuna í Hvíta húsinu.„Hver er næstur?“ sagði Trump í gríni. Þó nokkrir koma til greina. Fjölmiðlar ytra segja Trump hafa ákveðið að segja upp þjóðaröryggisráðgjafa sínum, H.R. McMaster. Hann hafi hins vegar ekki ákveðið tímasetningu né hver eigi að taka við honum. Trump hefur sömuleiðis hug á að segja Kelly upp og ráðherra málefna uppgjafahermanna, David Shulkin, stendur höllum fæti eftir að hafa brotið gegn siðareglum. AP ræddi við tíu embættismenn úr Hvíta húsinu sem vildu ekki koma fram undir nafni. Samkvæmt þeim ætlar Trump sér að gera umtalsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni og ráða fólk sem mun fylgja stefnumálum hans og hann getur átt í betri samskiptum við. Starfsmenn segja sumir að Hvíta húsið sé að breytast í hóp af klappstýrum. Í umfjöllun AP segir enn fremur að Trump hafi velt upp hugmyndum um breytingar við vini sína og hann telji stál og ál tolla auk ákvörðunar sinnar að hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa blásið nýju lífi í ríkisstjórn sína. Forsetinn vilji grípa til fleiri umfangsmikilla aðgerða og til þess þurfi hann að losa sig við starfsmenn sem haldi aftur af honum.Vopn í höndum DemókrataBlaðamenn Politico benda á að breytingar Trump munra Demókrötum á öldungadeild þingsins mögulegt að koma í veg fyrir að aðilar sem hann ráði komist í stöður sínar í ríkisstjórninni. Þar eru Repúblikanar einungis með eins manns meirihluta. Þar að auki hefur þingmaðurinn Rand Paul ekki reynst fylgja stefnumálum Trump og John McCain er fjarverandi vegna veikinda.Hins vegar eru tíu þingmenn Demókrataflokksins frá ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum og þeir eiga erfiðar kosningar í vændum í nóvember. Þeir gætu verið undir pressu til að styðja aðgerðir forsetans.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30
Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15