Valur spilar úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í Víkinni vegna árshátíðar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. mars 2018 15:00 Valur hefur verið í efstu sætunum í Olís deild kvenna lungan úr tímabilinu og getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn með stigi gegn Haukum. Vísir/Vilhelm Mikil spenna ríkir fyrir loka umferðina í Olís deild kvenna þar sem þrjú lið geta orðið deildarmeistari. Tvö þeirra, Valur og Haukar, mætast á laugardaginn í sannkölluðum stórleik þar sem úrslitin geta ráðist. Leikurinn er heimaleikur Vals en fer þó ekki fram í Valsheimilinu þar sem það er upptekið. Mikið er um að veislur og viðburðir séu haldin í Valsheimilinu og sú staða kom upp að salurinn var bókaður á laugardaginn og því var þessi stórleikur færður í Víkina, heimavöll Víkings R. „Því miður þá kom upp sú staða að við vorum með bókaða árshátíð hér í tæpt ár í húsinu á þessum tíma en það kom ekki upp fyrr en í janúar að við myndum eiga leik á heimavelli á þessum degi,“ sagði Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, í samtali við Vísi í dag. „Við reyndum allt til þess að fresta umferðinni fram á sunnudag sem var hafnað af HSÍ. Reyndum allt til að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu en því miður þá tókst það ekki.“ „Við erum í þeirri stöðu að reyna að ná í tekjur og gátum ekki brotið samninga okkar við þá sem leigja höllina á þessum tíma.“ Leikurinn fer fram klukkan 13:30 á laugardaginn en salurinn er bókaður allan daginn, í ráðstefnu um daginn og svo árshátíð að kvöldi til. Loka umferð deildarinnar verður að vera leikin öll á sama tíma og því er ekki hægt að færa bara þennan eina leik. Ágúst Jóhannesson, þjálfari kvennaliðs Vals, vildi lítið tjá sig um málið. „Auðvitað hefði verið best að spila leikinn í Valsheimilinu, það eru allir sammála um það, en þeta er niðurstaðan og við tökum henni,“ sagði Ágúst. Leikur Vals og Hauka verður í beinni útsendingu úr Víkinni á Stöð 2 Sport 2 á laugardaginn og hefst útsendingin klukkan 13:20. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Framkonur klúðruðu bókstaflega titlinum | Geta ekki orðið deildarmeistarar Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. 15. mars 2018 10:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Mikil spenna ríkir fyrir loka umferðina í Olís deild kvenna þar sem þrjú lið geta orðið deildarmeistari. Tvö þeirra, Valur og Haukar, mætast á laugardaginn í sannkölluðum stórleik þar sem úrslitin geta ráðist. Leikurinn er heimaleikur Vals en fer þó ekki fram í Valsheimilinu þar sem það er upptekið. Mikið er um að veislur og viðburðir séu haldin í Valsheimilinu og sú staða kom upp að salurinn var bókaður á laugardaginn og því var þessi stórleikur færður í Víkina, heimavöll Víkings R. „Því miður þá kom upp sú staða að við vorum með bókaða árshátíð hér í tæpt ár í húsinu á þessum tíma en það kom ekki upp fyrr en í janúar að við myndum eiga leik á heimavelli á þessum degi,“ sagði Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, í samtali við Vísi í dag. „Við reyndum allt til þess að fresta umferðinni fram á sunnudag sem var hafnað af HSÍ. Reyndum allt til að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu en því miður þá tókst það ekki.“ „Við erum í þeirri stöðu að reyna að ná í tekjur og gátum ekki brotið samninga okkar við þá sem leigja höllina á þessum tíma.“ Leikurinn fer fram klukkan 13:30 á laugardaginn en salurinn er bókaður allan daginn, í ráðstefnu um daginn og svo árshátíð að kvöldi til. Loka umferð deildarinnar verður að vera leikin öll á sama tíma og því er ekki hægt að færa bara þennan eina leik. Ágúst Jóhannesson, þjálfari kvennaliðs Vals, vildi lítið tjá sig um málið. „Auðvitað hefði verið best að spila leikinn í Valsheimilinu, það eru allir sammála um það, en þeta er niðurstaðan og við tökum henni,“ sagði Ágúst. Leikur Vals og Hauka verður í beinni útsendingu úr Víkinni á Stöð 2 Sport 2 á laugardaginn og hefst útsendingin klukkan 13:20.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Framkonur klúðruðu bókstaflega titlinum | Geta ekki orðið deildarmeistarar Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. 15. mars 2018 10:00 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Framkonur klúðruðu bókstaflega titlinum | Geta ekki orðið deildarmeistarar Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi. 15. mars 2018 10:00