Vill að öflug kona taki við sem forseti ASÍ Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. mars 2018 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er orðinn efins um úrsögn úr ASÍ eftir nýlegar breytingar á stjórn Eflingar stéttarfélags. Vísir/Stefán „Stjórn VR hefur unnið mjög þétt saman frá því ég tók við formennsku og stjórnin samanstendur ekki af minnihluta eða meiri hluta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um áhrif stjórnarkjörs á mögulega úrsögn félagsins úr Alþýðusambandi Íslands. Kosið var um sjö fulltrúa í stjórn VR í vikunni og aðeins tveir nýir fulltrúar komu inn í stjórn, Arnþór Sigurðsson og Friðrik Boði Ólafsson, sem báðir styðja formann félagsins. Ragnar segir úrsagnarferli farið af stað innan VR en ekki er þó ljóst hvort af úrsögn verður, ferlið sjálft muni leiða það í ljós en lögð er áhersla á að hafa það lýðræðislegt með þátttöku félagsmanna. „Við settum þessa endurskoðun á félagsaðild að landssambandinu og ASÍ í ákveðið ferli hjá okkur,“ segir Ragnar en haldnir verða kynningarfundir þar sem farið verður yfir kosti og galla úrsagnar og þar verður fulltrúum bæði landssambandsins og Alþýðusambandsins gefinn kostur á að koma með sín sjónarmið. „Við ákváðum að farið yrði með ályktun stjórnar um úrsögn yfir í baklandið og svo í allsherjaratkvæðagreiðslu.“ Ragnar er hins vegar tvístígandi eftir þær breytingarnar í Eflingu. „En þessar breytingar sem hafa orðið í Eflingu hafa breytt mínu við- horfi til Alþýðusambandsins,“ segir Ragnar og vísar til hallarbyltingar í stjórn Eflingar og formannskjörs Sólveigar Önnu Jónsdóttur, „Slagkraftur þessarar nýliðunar sem er að verða innan verkalýðshreyfingarinnar og í raun byltingar ákveðins stjórnkerfis og vinnubragða sem verið hafa við lýði, gæti orðið til þess að sameina félögin frekar en að sundra þeim,“ segir Ragnar og bætir við:„Ef breytingar yrðu í æðstu stjórn Alþýðusambandsins sem leitt geta til þess að það fari að sinna sínu raunverulega hlutverki, þá er ég að sjálfsögðu tilbúinn að endurskoða afstöðu mína til sambandsins enda gæti þetta verið tækifæri til að sameina hreyfinguna í kringum þessar breytingar.“ Aðspurður segir Ragnar alveg liggja fyrir að það verði ekki sátt um Gylfa Arnbjörnsson sem forseta ASÍ en kjósa á forseta í haust. Aðspurður um mögulegan arftaka segir Ragnar: „Ég hef engan sérstakan í huga en ég myndi vilja að það yrði einhver sem getur sameinað hreyfinguna og það væri hreyfingunni til mikilla bóta ef það væri öflug kona.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Sigríður Lovísa efst í stjórnarkjöri VR Kosningaþátttaka í allsherjaratkvæðagreiðslu tæp tíu prósent. 13. mars 2018 14:27 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Stjórn VR hefur unnið mjög þétt saman frá því ég tók við formennsku og stjórnin samanstendur ekki af minnihluta eða meiri hluta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um áhrif stjórnarkjörs á mögulega úrsögn félagsins úr Alþýðusambandi Íslands. Kosið var um sjö fulltrúa í stjórn VR í vikunni og aðeins tveir nýir fulltrúar komu inn í stjórn, Arnþór Sigurðsson og Friðrik Boði Ólafsson, sem báðir styðja formann félagsins. Ragnar segir úrsagnarferli farið af stað innan VR en ekki er þó ljóst hvort af úrsögn verður, ferlið sjálft muni leiða það í ljós en lögð er áhersla á að hafa það lýðræðislegt með þátttöku félagsmanna. „Við settum þessa endurskoðun á félagsaðild að landssambandinu og ASÍ í ákveðið ferli hjá okkur,“ segir Ragnar en haldnir verða kynningarfundir þar sem farið verður yfir kosti og galla úrsagnar og þar verður fulltrúum bæði landssambandsins og Alþýðusambandsins gefinn kostur á að koma með sín sjónarmið. „Við ákváðum að farið yrði með ályktun stjórnar um úrsögn yfir í baklandið og svo í allsherjaratkvæðagreiðslu.“ Ragnar er hins vegar tvístígandi eftir þær breytingarnar í Eflingu. „En þessar breytingar sem hafa orðið í Eflingu hafa breytt mínu við- horfi til Alþýðusambandsins,“ segir Ragnar og vísar til hallarbyltingar í stjórn Eflingar og formannskjörs Sólveigar Önnu Jónsdóttur, „Slagkraftur þessarar nýliðunar sem er að verða innan verkalýðshreyfingarinnar og í raun byltingar ákveðins stjórnkerfis og vinnubragða sem verið hafa við lýði, gæti orðið til þess að sameina félögin frekar en að sundra þeim,“ segir Ragnar og bætir við:„Ef breytingar yrðu í æðstu stjórn Alþýðusambandsins sem leitt geta til þess að það fari að sinna sínu raunverulega hlutverki, þá er ég að sjálfsögðu tilbúinn að endurskoða afstöðu mína til sambandsins enda gæti þetta verið tækifæri til að sameina hreyfinguna í kringum þessar breytingar.“ Aðspurður segir Ragnar alveg liggja fyrir að það verði ekki sátt um Gylfa Arnbjörnsson sem forseta ASÍ en kjósa á forseta í haust. Aðspurður um mögulegan arftaka segir Ragnar: „Ég hef engan sérstakan í huga en ég myndi vilja að það yrði einhver sem getur sameinað hreyfinguna og það væri hreyfingunni til mikilla bóta ef það væri öflug kona.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Sigríður Lovísa efst í stjórnarkjöri VR Kosningaþátttaka í allsherjaratkvæðagreiðslu tæp tíu prósent. 13. mars 2018 14:27 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27
Sigríður Lovísa efst í stjórnarkjöri VR Kosningaþátttaka í allsherjaratkvæðagreiðslu tæp tíu prósent. 13. mars 2018 14:27
Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00