Vill að öflug kona taki við sem forseti ASÍ Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. mars 2018 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er orðinn efins um úrsögn úr ASÍ eftir nýlegar breytingar á stjórn Eflingar stéttarfélags. Vísir/Stefán „Stjórn VR hefur unnið mjög þétt saman frá því ég tók við formennsku og stjórnin samanstendur ekki af minnihluta eða meiri hluta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um áhrif stjórnarkjörs á mögulega úrsögn félagsins úr Alþýðusambandi Íslands. Kosið var um sjö fulltrúa í stjórn VR í vikunni og aðeins tveir nýir fulltrúar komu inn í stjórn, Arnþór Sigurðsson og Friðrik Boði Ólafsson, sem báðir styðja formann félagsins. Ragnar segir úrsagnarferli farið af stað innan VR en ekki er þó ljóst hvort af úrsögn verður, ferlið sjálft muni leiða það í ljós en lögð er áhersla á að hafa það lýðræðislegt með þátttöku félagsmanna. „Við settum þessa endurskoðun á félagsaðild að landssambandinu og ASÍ í ákveðið ferli hjá okkur,“ segir Ragnar en haldnir verða kynningarfundir þar sem farið verður yfir kosti og galla úrsagnar og þar verður fulltrúum bæði landssambandsins og Alþýðusambandsins gefinn kostur á að koma með sín sjónarmið. „Við ákváðum að farið yrði með ályktun stjórnar um úrsögn yfir í baklandið og svo í allsherjaratkvæðagreiðslu.“ Ragnar er hins vegar tvístígandi eftir þær breytingarnar í Eflingu. „En þessar breytingar sem hafa orðið í Eflingu hafa breytt mínu við- horfi til Alþýðusambandsins,“ segir Ragnar og vísar til hallarbyltingar í stjórn Eflingar og formannskjörs Sólveigar Önnu Jónsdóttur, „Slagkraftur þessarar nýliðunar sem er að verða innan verkalýðshreyfingarinnar og í raun byltingar ákveðins stjórnkerfis og vinnubragða sem verið hafa við lýði, gæti orðið til þess að sameina félögin frekar en að sundra þeim,“ segir Ragnar og bætir við:„Ef breytingar yrðu í æðstu stjórn Alþýðusambandsins sem leitt geta til þess að það fari að sinna sínu raunverulega hlutverki, þá er ég að sjálfsögðu tilbúinn að endurskoða afstöðu mína til sambandsins enda gæti þetta verið tækifæri til að sameina hreyfinguna í kringum þessar breytingar.“ Aðspurður segir Ragnar alveg liggja fyrir að það verði ekki sátt um Gylfa Arnbjörnsson sem forseta ASÍ en kjósa á forseta í haust. Aðspurður um mögulegan arftaka segir Ragnar: „Ég hef engan sérstakan í huga en ég myndi vilja að það yrði einhver sem getur sameinað hreyfinguna og það væri hreyfingunni til mikilla bóta ef það væri öflug kona.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Sigríður Lovísa efst í stjórnarkjöri VR Kosningaþátttaka í allsherjaratkvæðagreiðslu tæp tíu prósent. 13. mars 2018 14:27 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
„Stjórn VR hefur unnið mjög þétt saman frá því ég tók við formennsku og stjórnin samanstendur ekki af minnihluta eða meiri hluta,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um áhrif stjórnarkjörs á mögulega úrsögn félagsins úr Alþýðusambandi Íslands. Kosið var um sjö fulltrúa í stjórn VR í vikunni og aðeins tveir nýir fulltrúar komu inn í stjórn, Arnþór Sigurðsson og Friðrik Boði Ólafsson, sem báðir styðja formann félagsins. Ragnar segir úrsagnarferli farið af stað innan VR en ekki er þó ljóst hvort af úrsögn verður, ferlið sjálft muni leiða það í ljós en lögð er áhersla á að hafa það lýðræðislegt með þátttöku félagsmanna. „Við settum þessa endurskoðun á félagsaðild að landssambandinu og ASÍ í ákveðið ferli hjá okkur,“ segir Ragnar en haldnir verða kynningarfundir þar sem farið verður yfir kosti og galla úrsagnar og þar verður fulltrúum bæði landssambandsins og Alþýðusambandsins gefinn kostur á að koma með sín sjónarmið. „Við ákváðum að farið yrði með ályktun stjórnar um úrsögn yfir í baklandið og svo í allsherjaratkvæðagreiðslu.“ Ragnar er hins vegar tvístígandi eftir þær breytingarnar í Eflingu. „En þessar breytingar sem hafa orðið í Eflingu hafa breytt mínu við- horfi til Alþýðusambandsins,“ segir Ragnar og vísar til hallarbyltingar í stjórn Eflingar og formannskjörs Sólveigar Önnu Jónsdóttur, „Slagkraftur þessarar nýliðunar sem er að verða innan verkalýðshreyfingarinnar og í raun byltingar ákveðins stjórnkerfis og vinnubragða sem verið hafa við lýði, gæti orðið til þess að sameina félögin frekar en að sundra þeim,“ segir Ragnar og bætir við:„Ef breytingar yrðu í æðstu stjórn Alþýðusambandsins sem leitt geta til þess að það fari að sinna sínu raunverulega hlutverki, þá er ég að sjálfsögðu tilbúinn að endurskoða afstöðu mína til sambandsins enda gæti þetta verið tækifæri til að sameina hreyfinguna í kringum þessar breytingar.“ Aðspurður segir Ragnar alveg liggja fyrir að það verði ekki sátt um Gylfa Arnbjörnsson sem forseta ASÍ en kjósa á forseta í haust. Aðspurður um mögulegan arftaka segir Ragnar: „Ég hef engan sérstakan í huga en ég myndi vilja að það yrði einhver sem getur sameinað hreyfinguna og það væri hreyfingunni til mikilla bóta ef það væri öflug kona.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Sigríður Lovísa efst í stjórnarkjöri VR Kosningaþátttaka í allsherjaratkvæðagreiðslu tæp tíu prósent. 13. mars 2018 14:27 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27
Sigríður Lovísa efst í stjórnarkjöri VR Kosningaþátttaka í allsherjaratkvæðagreiðslu tæp tíu prósent. 13. mars 2018 14:27
Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent